Bæjarráð
Dagskrá
Formaður bæjarráðs, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Samningur um eftirlit og gjaldtöku bílastæða við Árhólma
2507019
Lagt fram tilboð Parka Lausna ehf. er varðar rekstur bílastæða við Árhólma.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Parka Lausnir ehf. á grundvelli tilboðsins.
2.Breyting á gjaldskrá vegna bílastæða við Árhólma
2507030
Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá bílastæða við Árhólma
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá bílastæða við Árhólma.
3.Sinfó í sundi - tillaga um lengingu á opnunartíma sundlaugarinnar Laugarskarði 29. ágúst 2025
2503093
Lagt fram minnisblað bæjarritara Hveragerðisbæjar um tillögu að lengri opnunartíma sundlaugarinnar Laugarskarði vegna tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem sýndir verða í beinni útsendingu á tjaldi við sundlaugina 29. ágúst 2025. Einnig er lögð til tillaga að lengri viðveru þriggja starfsmanna sundlaugarinnar og að enginn aðgangseyrir að sundlauginni verði innheimtur eftir kl. 19 þennan dag.
Bæjarráð fagnar erindinu og samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, hljómsveit allra landsmanna. Erindið fellur vel að þeim áherslum sem Hveragerðisbær hefur sett sér í menningarmálum og telur bæjarráð einkar jákvætt að Hvergerðingar og gestir fái tækifæri til að njóta flutnings Sinfóníuhljómsveitar Íslands í sundlauginni Laugaskarði.
Bæjarráð samþykkir erindið.
Bæjarráð samþykkir erindið.
4.Umsókn í afreks- og styrktarsjóð frá 17. júní 2025
2506093
Lögð fram umsókn um A-styrk í afreks- og styrktarsjóð frá 17. júní 2025 ásamt fylgigögnum og minnisblað skrifstofustjóra Hveragerðisbæjar.
Bæjarráð samþykkir að veita A-styrk úr afreks- og styrktarsjóði að upphæð kr. 50.000,- í samræmi við úthlutunarreglur og vinnureglur sjóðsins.
5.Lokun bæjarskrifstofu vegna sumarleyfa
2507018
Lagt er fram minnisblað skrifstofustjóra Hveragerðisbæjar um lokun bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar vikuna 28. júlí til 1. ágúst nk. vegna sumarleyfa.
Bæjarráð samþykkir að loka bæjarskrifstofum í samræmi við tillögu skrifstofustjóra.
Afgreiðsla bæjarskrifstofu verður lokuð vikuna 28. júlí - 1. ágúst nk. en síminn verður opinn frá kl. 9 til kl. 12 þessa sömu daga. Lokanirnar verða kynntar vel á heimasíðu bæjarins.
Afgreiðsla bæjarskrifstofu verður lokuð vikuna 28. júlí - 1. ágúst nk. en síminn verður opinn frá kl. 9 til kl. 12 þessa sömu daga. Lokanirnar verða kynntar vel á heimasíðu bæjarins.
6.Fundargerð afmælisnefndar frá 4. júní 2025
2412055
Fundargerðin er staðfest.
7.Fundargerð menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar frá 11. júní 2025
2506001F
Fundargerðin er staðfest.
8.Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 1. júlí 2025
2506005F
Fundargerðin er staðfest.
9.Verkfundargerð - Hrauntunga - Tröllahraun frá 19. júní 2025
2507036
Fundargerðin er staðfest.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 08:58.
Getum við bætt efni síðunnar?