Bæjarráð
Dagskrá
Formaður bæjarráðs, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá mennta- og barnamálaráðuneytinu frá 23. júní 2025
2506548
Í bréfinu er fjallað um samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjölþættan vanda sem vistuð eru utan heimilis.
Lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá Eignarhaldsfélagi Suðurlands hf. frá 20. júní 2025
2506536
Í bréfinu er boðað til aðalfundar Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. föstudaginn 4. júlí nk.
Bæjarráð samþykkir að Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir fari sem fulltrúi Hveragerðisbæjar á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurlands hf.
3.Bréf frá Samkeppniseftirlitinu frá 25. júní 2025
2506476
Í bréfinu er að finna leiðbeiningar og tilmæli Samkeppniseftirlitsins vegna leigusamnings Hveragerðisbæjar við Íþróttafélagið Hamar.
Meirihluti bæjarráðs lagði fram eftirfarandi bókun.
Meirihluti bæjarráðs telur rétt að fela bæjarstjóra að ljúka gerð leigusamnings við Íþróttafélagið Hamar sem byggir á þeim sjónarmiðum sem Samkeppniseftirlitið tiltekur í bréfinu sem eru í samræmi við þau sjónarmið sem lögð hafa verið til grundvallar af hálfu bæjarins í samningaviðræðum við Hamar vegna húsnæðisins.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi bókun.
Bæjarfulltrúi D-listans telur að Samkeppniseftirlitið(SKE) hafi ekki haft rétt gögn eða allar forsendur undir höndum þegar að erindinu var svarað af þeirra hálfu og greinilegt að ekki hafi verið rætt við alla viðeigandi aðila eftir að þessi kvörtun frá annarri líkamsræktarstöð í Hveragerði barst þeim. Erindi SKE er þannig mjög einhliða og ekki skoðað hvaða aðstæður eru að baki.
Mál þetta hefur tekið alltof langan tíma þrátt fyrir það samtal sem hefur átt sér stað og haldið Íþróttafélaginu Hamri og því frábæra starfi sem fer fram í kjallaranum á íþróttahúsinu í mikilli óvissu. Crossfit Hengill rak crossfit stöð í kjallara íþróttahússins frá árinu 2013 og þar til að Íþróttafélagið Hamar tók yfir þá starfsemi um áramótin 2023/2024. Í erindi SKE virðist SKE ekki vera upplýst um það að Hveragerðisbær vissi af þessum breyttu áformum og að bæjarstjórn hafði samþykkt afnot íþróttafélagsins Hamars að kjallaranum og að þau afnot yrðu útfærð nánar í þjónustusamningnum við Hamar. Þá er ekki að sjá við nánari skoðun að neinar af þeim líkamsræktarstöðvum sem eru með starfsemi í Hveragerði séu í samkeppni við hvort annað þegar horft er til þeirra ólíku tegunda af æfingum sem eru í boði. Mörg önnur álitamál eru í erindi SKE til Hveragerðisbæjar varðandi þetta og því er ljóst að þessar leiðbeiningar og tilmæli eiga ekki við.
Friðrik Sigurbjörnsson
Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að ljúka gerð leigusamnings við Íþróttafélagið Hamar.
Meirihluti bæjarráðs telur rétt að fela bæjarstjóra að ljúka gerð leigusamnings við Íþróttafélagið Hamar sem byggir á þeim sjónarmiðum sem Samkeppniseftirlitið tiltekur í bréfinu sem eru í samræmi við þau sjónarmið sem lögð hafa verið til grundvallar af hálfu bæjarins í samningaviðræðum við Hamar vegna húsnæðisins.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi bókun.
Bæjarfulltrúi D-listans telur að Samkeppniseftirlitið(SKE) hafi ekki haft rétt gögn eða allar forsendur undir höndum þegar að erindinu var svarað af þeirra hálfu og greinilegt að ekki hafi verið rætt við alla viðeigandi aðila eftir að þessi kvörtun frá annarri líkamsræktarstöð í Hveragerði barst þeim. Erindi SKE er þannig mjög einhliða og ekki skoðað hvaða aðstæður eru að baki.
Mál þetta hefur tekið alltof langan tíma þrátt fyrir það samtal sem hefur átt sér stað og haldið Íþróttafélaginu Hamri og því frábæra starfi sem fer fram í kjallaranum á íþróttahúsinu í mikilli óvissu. Crossfit Hengill rak crossfit stöð í kjallara íþróttahússins frá árinu 2013 og þar til að Íþróttafélagið Hamar tók yfir þá starfsemi um áramótin 2023/2024. Í erindi SKE virðist SKE ekki vera upplýst um það að Hveragerðisbær vissi af þessum breyttu áformum og að bæjarstjórn hafði samþykkt afnot íþróttafélagsins Hamars að kjallaranum og að þau afnot yrðu útfærð nánar í þjónustusamningnum við Hamar. Þá er ekki að sjá við nánari skoðun að neinar af þeim líkamsræktarstöðvum sem eru með starfsemi í Hveragerði séu í samkeppni við hvort annað þegar horft er til þeirra ólíku tegunda af æfingum sem eru í boði. Mörg önnur álitamál eru í erindi SKE til Hveragerðisbæjar varðandi þetta og því er ljóst að þessar leiðbeiningar og tilmæli eiga ekki við.
Friðrik Sigurbjörnsson
Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að ljúka gerð leigusamnings við Íþróttafélagið Hamar.
4.Bréf frá Tónræktinni ehf., móttekið 30. júní 2025
2506560
Í bréfinu er óskað eftir heimild Hveragerðisbæjar til að halda tónlistarhátíð í Lystigarðinum dagana 4.-5. júlí nk. og styrk frá Hveragerðisbæ til hátíðarinnar. Einnig var í bréfinu óskað eftir leyfi fyrir matarvögnum í garðinum þar sem boðið yrði upp á veitingar af svæðinu en sú beiðni var dregin til baka þann 2. júlí.
Bæjarráð samþykkir erindið með þeim fyrirvara að öll áskilin leyfi annarra opinberra aðila liggi fyrir og gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis vegna hátíðarinnar og þeirrar tengdu starfsemi sem tilgreind er í bréfinu. Bæjarráð samþykkir einnig styrk að fjárhæð kr. 1 milljón, sem er sama upphæð og var samþykkt á síðasta ári og er í samræmi við fjárhagsáætlun 2025.
5.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 26. júní 2025
2506549
Í bréfinu er óskað eftir umsögn Hveragerðisbæjar um tækifærisleyfi til áfengisveitinga vegna hátíðarinnar Allt í blóma.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að tækifærisleyfi til áfengisveitinga vegna hátíðarinnar Allt í blóma verði veitt.
6.Staða fjárfestinga ársins 2025 og tilfærsla innan fjárfestingaráætlunar
2506555
Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra Hveragerðisbæjar um stöðu fjárfestinga í júní 2025 og tilfærslu verkefna innan fjárfestingaáætlunar 2025.
Færa þarf fjármagn til leikskólans Óskaland 25 milljónir, vatnsveitu 25 milljónir og færa frá fráveitu 50 milljónir.
Færa þarf fjármagn til leikskólans Óskaland 25 milljónir, vatnsveitu 25 milljónir og færa frá fráveitu 50 milljónir.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að tilfærslu verkefna innan fjárfestingaáætlunar 2025.
7.Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna kjarasamninga
2506556
Lögð fram tillaga að viðauka (viðauki3) við fjárhagsáætlun ársins 2025 vegna kjarasamninga við kennarasambandið.
Bæjarráð samþykkir að hækka þá liði í fjárhagsáætlun 2025 er snúa að launum í grunnskólanum um 60 milljónir og leikskólanum Undralandi um 10 milljónir.
Fjármagn til hækkunar framangreindra liða í fjárhagsáætlun kemur frá enduráætlun útsvarstekna sem hafa aukist frá fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 um 60 milljónir og lækkun fjárfestinga vegna hjúkrunarheimilis um 10 milljónir. Bæjarstjóra er falið að vinna áfram að endurskipulagningu verkefna innan Hveragerðisbæjar og skila tillögum þar að lútandi til bæjarráðs í þriðju viku ágústmánaðar.
Fjármagn til hækkunar framangreindra liða í fjárhagsáætlun kemur frá enduráætlun útsvarstekna sem hafa aukist frá fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 um 60 milljónir og lækkun fjárfestinga vegna hjúkrunarheimilis um 10 milljónir. Bæjarstjóra er falið að vinna áfram að endurskipulagningu verkefna innan Hveragerðisbæjar og skila tillögum þar að lútandi til bæjarráðs í þriðju viku ágústmánaðar.
8.Útboð - gervigrasvöllur, vallarlýsing
2506562
Opnun tilboða í verkið gervigrasvöllur, vallarlýsing fór fram 30. apríl 2025.
Kostnaðaráætlun verksins er kr. 90.245.500,-.
Eitt tilboð barst í verkið.
Metatron ehf., kr. 98.738.256,- sem er 109,41% af kostnaðaráætlun verksins.
Kostnaðaráætlun verksins er kr. 90.245.500,-.
Eitt tilboð barst í verkið.
Metatron ehf., kr. 98.738.256,- sem er 109,41% af kostnaðaráætlun verksins.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Metatron ehf. í verkið gervigrasvöllur, vallarlýsing sem er 109,41% af kostnaðaráætlun verksins enda uppfylli bjóðandi öll skilyrði útboðsgagna.
9.Úthlutun lóða við Tröllahraun
2506561
Alls bárust 429 umsóknir um 11 lóðir, 2 einbýlishús, 6 parhús (12 íbúðir) og 3 raðhús (12 íbúðir), samtals 26 íbúðir, við Tröllahraun sem auglýstar voru í 6 vikur á vefsíðu bæjarins. Aðstoðamaður í tæknideild hefur yfirfarið öll gögn umsækjenda.
Kristján Óðinn Unnarsson, fulltrúi sýslumanns, hefur umsjón með útdrætti um þær lóðir þar sem fleiri en ein umsókn barst um hverja lóð.
Kristján Óðinn Unnarsson, fulltrúi sýslumanns, hefur umsjón með útdrætti um þær lóðir þar sem fleiri en ein umsókn barst um hverja lóð.
Bæjarráð fagnar miklum áhuga og fjölda umsókna um lóðir við Tröllahraun. Þessi mikli áhugi gefur væntingar um að lóðir við Tröllahaun eigi eftir byggjast markvisst upp og styrkja kröftuga byggðaþróun.
Eftirtaldir aðilar fengu úthlutað raðhúsalóð í samræmi við reglur um úthlutun lóða.
Tröllahraun 42-48 - Gravity ehf.
Tröllahraun 29-35 - Plattinn ehf.
Tröllahraun 34-40 - Jan Hinrik Hansen.
Til 1. vara voru dregin út eftirfarandi nöfn.
Tröllahraun 42-48 - Siggi byggir ehf.
Tröllahraun 29-35 - Siggi byggir ehf.
Tröllahraun 34-40 - Kjarralda ehf.
Til 2. vara voru dregin út eftirfarandi nöfn.
Tröllahraun 42-48 - Svört föt ehf.
Tröllahraun 29-35 - Viðskiptatengsl ehf.
Tröllahraun 34-40 - Þorsteinn Hansen.
Eftirtaldir aðilar fengu úthlutað parhúsalóð í samræmi við reglur um úthlutun lóða.
Tröllahraun 45-47 - Lars Hansen.
Tröllahraun 53-55 - Brynleifur Siglaugsson.
Tröllahraun 49-51 - Alexander Helgason.
Tröllahraun 54-56 - Aldís Eyjólfsdóttir.
Tröllahraun 58-60 - Gísli R. Sveinsson.
Tröllahraun 62-64 - Maríus Kristján Bergþórsson.
Til 1. vara voru dregin út eftirfarandi nöfn.
Tröllahraun 45-47 - Jón Ögmundsson.
Tröllahraun 53-55 - Jón Ögmundsson.
Tröllahraun 49-51 - Anders Hansen.
Tröllahraun 54-56 - Brynleifur Siglaugsson.
Tröllahraun 58-60 - Lars Hansen.
Tröllahraun 62-64 - Reynir Ásgeirsson.
Til 2. vara voru dregin út eftirfarandi nöfn.
Tröllahraun 45-47 - Ásgeir Núpan Ágústsson.
Tröllahraun 53-55 - Lars Hansen.
Tröllahraun 49-51 - Andrea Ösp Viðarsdóttir.
Tröllahraun 54-56 - Helgi Guðjón Bragason.
Tröllahraun 58-60 - Aldís Eyjólfsdóttir.
Tröllahraun 62-64 - Lars Hansen.
Eftirtaldir aðilar fengu úthlutað einbýlishúsalóð í samræmi við reglur um úthlutun lóða.
Tröllahraun 50 - Guðmundur Breiðfjörð Brynleifsson.
Tröllahraun 52 - Maríus Kristján Bergþórsson.
Til 1. vara voru dregin út eftirfarandi nöfn.
Tröllahraun 50 - Jan Hinrik Hansen.
Tröllahraun 52 - Jan Hinrik Hansen.
Til 2. vara voru dregin út eftirfarandi nöfn.
Tröllahraun 50 - Gunnbjörn Steinarsson.
Tröllahraun 52 - Brynleifur Siglaugsson.
Til 3. vara voru dregin út eftirfarandi nöfn.
Tröllahraun 52 - Þorsteinn Hansen.
Eftirtaldir aðilar fengu úthlutað raðhúsalóð í samræmi við reglur um úthlutun lóða.
Tröllahraun 42-48 - Gravity ehf.
Tröllahraun 29-35 - Plattinn ehf.
Tröllahraun 34-40 - Jan Hinrik Hansen.
Til 1. vara voru dregin út eftirfarandi nöfn.
Tröllahraun 42-48 - Siggi byggir ehf.
Tröllahraun 29-35 - Siggi byggir ehf.
Tröllahraun 34-40 - Kjarralda ehf.
Til 2. vara voru dregin út eftirfarandi nöfn.
Tröllahraun 42-48 - Svört föt ehf.
Tröllahraun 29-35 - Viðskiptatengsl ehf.
Tröllahraun 34-40 - Þorsteinn Hansen.
Eftirtaldir aðilar fengu úthlutað parhúsalóð í samræmi við reglur um úthlutun lóða.
Tröllahraun 45-47 - Lars Hansen.
Tröllahraun 53-55 - Brynleifur Siglaugsson.
Tröllahraun 49-51 - Alexander Helgason.
Tröllahraun 54-56 - Aldís Eyjólfsdóttir.
Tröllahraun 58-60 - Gísli R. Sveinsson.
Tröllahraun 62-64 - Maríus Kristján Bergþórsson.
Til 1. vara voru dregin út eftirfarandi nöfn.
Tröllahraun 45-47 - Jón Ögmundsson.
Tröllahraun 53-55 - Jón Ögmundsson.
Tröllahraun 49-51 - Anders Hansen.
Tröllahraun 54-56 - Brynleifur Siglaugsson.
Tröllahraun 58-60 - Lars Hansen.
Tröllahraun 62-64 - Reynir Ásgeirsson.
Til 2. vara voru dregin út eftirfarandi nöfn.
Tröllahraun 45-47 - Ásgeir Núpan Ágústsson.
Tröllahraun 53-55 - Lars Hansen.
Tröllahraun 49-51 - Andrea Ösp Viðarsdóttir.
Tröllahraun 54-56 - Helgi Guðjón Bragason.
Tröllahraun 58-60 - Aldís Eyjólfsdóttir.
Tröllahraun 62-64 - Lars Hansen.
Eftirtaldir aðilar fengu úthlutað einbýlishúsalóð í samræmi við reglur um úthlutun lóða.
Tröllahraun 50 - Guðmundur Breiðfjörð Brynleifsson.
Tröllahraun 52 - Maríus Kristján Bergþórsson.
Til 1. vara voru dregin út eftirfarandi nöfn.
Tröllahraun 50 - Jan Hinrik Hansen.
Tröllahraun 52 - Jan Hinrik Hansen.
Til 2. vara voru dregin út eftirfarandi nöfn.
Tröllahraun 50 - Gunnbjörn Steinarsson.
Tröllahraun 52 - Brynleifur Siglaugsson.
Til 3. vara voru dregin út eftirfarandi nöfn.
Tröllahraun 52 - Þorsteinn Hansen.
10.Fundargerð aðalskipulagsnefndar frá 27. maí 2025
2506454
Fundargerðin er staðfest.
11.Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Suðurlands frá 20. júní 2025
2506543
Til kynningar.
12.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13. júní 2025
2506542
Til kynningar.
13.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. júní 2025
2506544
Til kynningar.
14.Fundargerð Bergrisans bs frá 23. júní 2025
2506546
Til kynningar.
15.Fundargerð Arnardrangs hses frá 23. júní 2025
2506547
Til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:55.
Getum við bætt efni síðunnar?