Fara í efni

Bæjarráð

864. fundur 30. apríl 2025 kl. 08:00 - 08:45 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir formaður
  • Halldór Benjamín Hreinsson varaformaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur G. Markan bæjarstjóri
  • Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Formaður bæjarráðs, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis frá 14. apríl 2025.

2504114

Í bréfinu óskar umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (mat á fjárhagslegum áhrifum), 272. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá Héraðssambandinu Skarphéðni frá 23. apríl 2025

2504147

Lagt fram bréf frá Héraðssambandinu Skarphéðni með fréttum og tilkynningum.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá Skógfræðingafélagi Íslands frá 25. apríl 2025

2504145

Lögð fram ályktun aðalfundar Skógfræðingafélags Íslands frá 25. mars 2025.
Lagt fram til kynningar.

4.Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista um kostnað við gerð aðalskipulags

2504135

Fulltrúi D-lista lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.

Samkvæmt rekstrarniðurstöðu ársins 2024 námu vöru- og þjónustukaup í deild 09220 - Aðalskipulag alls 36.196.478 kr., sem er 18.946.478 kr. umfram samþykkta fjárhagsáætlun, 17.250.000 kr.

Í ljósi þessa óska ég eftir eftirfarandi upplýsingum:

1. Hverjir eru helstu skýringar á þessum vöru- og þjónustukaupum?

2. Hvaða aðilar eða verktakar tóku að sér verkefni eða þjónustu sem fellur undir þennan kostnað?

3. Var gerður samningur um gerð aðalskipulags og liggur fyrir samþykkt eða viðaukar bæjarráðs eða bæjarstjórnar vegna þessara umfram útgjalda?



Óskað er eftir því að svör við fyrirspurninni verði lögð fram skriflega á næsta fundi bæjarráðs.



Friðrik Sigurbjörnsson
Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra Hveragerðisbæjar með svörum við fyrirspurn fulltrúa D-lista.

5.Stafræn staða, stefna og aðgerðaráætlun

2504138

Lögð fram tillaga að stefnu og aðgerðaráætlun vegna stafrænnar umbreytingar.
Lagt fram til kynningar.

6.Staða fjárfestinga 2025

2504141

Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra Hveragerðisbæjar um stöðu fjárfestinga ársins 2025 auk fylgigagna.
Lagt fram til kynningar.

7.Útboðs- og verklýsing vegna vatnsveitu að Reykjadals - baðlóni

2504144

Lögð fram útboðs- og verklýsing vegna vatnsveitu að Reykjadals baðlóni.



Byggingarfulltrúi Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og kynnti útboðs- og verklýsingu.
Lagt fram til kynningar.

8.Verkfundargerð - Hlíðarhagi frá 2. apríl 2025

2504136

Fundargerðin er staðfest.

9.Verkfundargerð - gervigrasvöllur - yfirborð og lagnir frá 9. apríl 2025

10.Verkfundargerð - Leikskólinn Óskaland - lóðarfrágangur frá 23. apríl 2025

2504143

Fundargerðin er staðfest.

11.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 4. apríl 2025

2504113

Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:45.

Getum við bætt efni síðunnar?