Fara í efni

Bæjarráð

863. fundur 16. apríl 2025 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir formaður
  • Halldór Benjamín Hreinsson varaformaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur G. Markan bæjarstjóri
  • Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Formaður bæjarráðs, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis frá 3. apríl 2025

2504045

Í bréfinu óskar umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (bætt málsmeðferð og aukin skilvirkni), 268 mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis frá 10. apríl 2025

2504087

Í bréfinu óskar umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamála, nr. 30/2023 (stefnumörkun), 271 mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga frá 8. apríl 2025

2504057

Í bréfinu er óskað eftir upplýsingum varðandi fjárhagsleg áhrif af kjarasamningum Kennarasambands Íslands við sveitarfélögin.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga um fjárhagsleg áhrif kjarasamninga Kennarasambands Íslands á Hveragerðisbæ.

4.Bréf frá Tónlistarskóla Árnesinga frá 10. apríl 2025

2504068

Í bréfinu er fjallað um uppfærða áætlun Tónlistarskóla Árnesinga fyrir árið 2025.
Lagt fram til kynningar.

5.Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands frá 8. apríl 2025

2504091

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að bregðast við erindi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

6.Bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélag Íslands frá 2. apríl 2025

2504039

Í bréfinu er fjallað um breytingu á fyrirkomulagi kosninga í fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands samkvæmt nýjum samþykktum félagsins.
Lagt fram til kynningar.

7.Bréf frá Háskólafélagi Suðurlands frá 4. apríl 2025

2504037

Í bréfinu er boðað til aðalfundar Háskólafélags Suðurlands ehf. 30. apríl 2025.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja aðalfund Háskólafélags Suðurlands sem fulltrúi Hveragerðisbæjar.

8.Bréf frá Landskerfi bókasafna hf. frá 2. apríl 2025

2504040

Í bréfinu er boðað til aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. 6. maí 2025.
Bæjarráð felur forstöðumanni bókasafns Hveragerðis að sækja aðalfund Landskerfis bókasafna fyrir hönd Hveragerðisbæjar.

9.Bréf frá Upplýsingu, félagi bókasafns- og upplýsingafræða, frá 3. apríl 2025

2504042

Í bréfinu er óskað eftir styrk vegna landsfundar Upplýsingar sem haldinn verður á Selfossi 2025.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000,- til Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræða vegna landsfundar félagsins sem haldinn verður í október nk.
Fylgiskjöl:

10.Ársreikningur Byggðasafns Árnesinga bs. 2024

2504063

Lagður fram áritaður ársreikningur Byggðasafns Árnesinga fyrir árið 2024.
Lagt fram til kynningar.

11.Ársreikningur Héraðsnefndar Árnesinga bs. 2024

2504062

Lagður fram óundirritaður ársreikningur Héraðsnefndar Árnesinga bs. fyrir árið 2024. Ársreikningurinn verður undirritaður á vorfundi Héraðsnefndar 28. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

12.Ársreikningur Héraðsskjalasafns Árnesinga 2024

2504061

Lagður fram óundirritaður ársreikningur Héraðsskjalasafns Árnesinga fyrir árið 2024.
Lagt fram til kynningar.

13.Bréf frá Héraðssambandinu Skarphéðni frá 4. apríl 2025

2504041

Í bréfinu er meðfylgjandi ársskýrsla Héraðssambandsins Skarphéðins fyrir árið 2024.
Lagt fram til kynningar.

14.Bréf frá Styrktarsjóði Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands frá 2. apríl 2025

2504043

Í bréfinu er vakin athygli á styrktarsjóði EBÍ en frestur til að sækja um í sjóðinn 2025 er til loka apríl.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um styrk fyrir gerð skilta sem leiðbeina á leikvelli bæjarins og er jafnframt bekkjarkort.

15.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 9. apríl 2025

2504069

Með bréfi dags. 9. apríl 2025 óskar Sýslumaðurinn á Suðurlandi eftir umsögn Hveragerðisbæjar um umsókn Tónræktarinnar ehf., Dynskógum 18, Hveragerði, um tækifærisleyfi til áfengisveitinga vegna tónleika þann 12. apríl 2025 í Skyrgerðinni.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð samþykkti með tölvupósti 10. apríl 2025 að gera ekki athugasemd við að leyfið yrði veitt. Sýslumaðurinn á Suðurlandi var upplýstur um afstöðu bæjarráðs með bréfi 11. apríl 2025.

16.Bréf frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands frá 10. apríl 2025

2504070

Með bréfinu er boðað til ársfundar Náttúruhamfaratryggingar Íslands sem haldinn verður 22. maí nk. á Grand hóteli.
Lagt fram til kynningar.

17.Opnun tilboða í verkið íþróttahús, jarðvinna og færsla lagna

2504008

Opnun tilboða í verkið íþróttahús, jarðvinna og færsla lagna fór fram 11. apríl 2025.

Kostnaðaráætlun verksins er kr. 97.060.500,-.



Þrjú tilboð bárust í verkið frá þremur aðilum.

Auðverk ehf., kr. 96.196.000,- sem er 99,1% af kostnaðaráætlun verksins.

Sportþjónustan ehf., kr. 87.158.000,- sem er 89.8% af kostnaðaráætlun verksins.

Aðalleið ehf., kr. 77.725.000,- sem er 80,1% kostnaðaráætlun verksins.



Byggingarfulltrúi Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og kynnti málið.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka tilboði lægstbjóðanda Aðalleiðar ehf. í verkið sem er 80,1% af kostnaðaráætlun verksins.

18.Uppkaup lóða í Tröllatungu, Kambalandi

2501097

Lögð fram drög að kauptilboði vegna viðræðna á vegum Hveragerðisbæjar við eiganda lóðarinnar Hrauntungu 20 í Kambalandi um kaup á lóðinni vegna uppbyggingar samkvæmt gildandi deiliskipulagi á landi lóðarinnar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi kauptilboð. Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita kauptilboðið f.h. Hveragerðisbæjar með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

19.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14. mars 2025

2504058

Lagt fram til kynningar.

20.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 19. mars 2025

2504059

Lagt fram til kynningar.

21.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20. mars 2025

2504060

Lagt fram til kynningar.

22.Fundargerð fulltrúaráðsfundar Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands frá 19. mars 2025

2504066

Lagt fram til kynningar.

23.Fundargerð stjórnar Bergrisans bs. frá 24. mars 2025

2504089

Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Getum við bætt efni síðunnar?