Fara í efni

Bæjarráð

688. fundur 07. desember 2017 kl. 08:00 - 08:36 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Njörður Sigurðsson
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 27.nóvember 2017.

1712006

Í bréfinu óskar sýslumaður eftir umsögn Hveragerðisbæjar um ósk Iceland Travel um leyfi til tímabundins áfengisleyfis í Hamarshöllinni 16. til 17. desember nk.
Bæjarráð samþykkir leyfið.

2.Bréf frá Héraðssambandinu Skarphéðni frá 28.nóvember 2017.

1712013

Í bréfinu þakkar stjórn HSK Hveragerðisbæ fyrir vel unnin störf við undirbúning og framkvæmd Landsmóts 50 plús .
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá Markaðsstofu Suðurlands frá 23.nóvember 2017.

1712001

Með bréfinu fylgdi þjónustusamningur milli Hveragerðisbæjar og Markaðsstofu Suðurlands til eins árs. Jafnframt óskar Markaðsstofan eftir að Hveragerðisbær tilnefni tengilið við stofuna.
Þjónustusamningurinn samþykktur samhljóða. Jafnframt samþykkt að Menningar- og frístundafulltrúi verði tengiliður bæjarins við Markaðsstofuna.

4.Bréf frá SASS frá 17.nóvember 2017.

1712012

Með bréfinu fylgdi stefna orkunýtingarnefndar SASS og óskað er eftir umsögn Hveragerðisbæjar á henni.
Bæjarráð fagnar þeim áherslum sem lagðar eru í stefnunni og þá sérstaklega því að orka sem verður til hér á svæðinu verði nýtt til hagsbóta fyrir íbúa á starfssvæði SASS. Jafnframt lýsir bæjarráð yfir ánægju með þá áherslu sem lögð er á nýtingu allra orkustrauma háhitavirkjana og ítrekar mikilvægi þess að komið verði í veg fyrir ósjálfbæra og ágenga nýtingu á háhitasvæðum.

5.Boð á félagafund Sorpstöðvar Suðurlands bs. þann 15.desember 2017.

1712003

Í bréfinu er boðað til félagsfundar hjá Sorpstöð Suðurlands bs. föstudaginn 15. desember kl. 13 að Austurvegi 56 Selfossi.
Lagt fram til kynningar. Fulltrúi Hveragerðisbæjar á fundinum verður Aldís Hafsteinsdóttir og varamaður Friðrik Sigurbjörnsson.

6.Bréf frá SÍBS Líf og heilsa ódagsett.

1712005

Í bréfinu óskar SÍBS Líf og heilsa eftir styrk frá Hveragerðisbæ vegna forvarnaverkefnis um lífsstíl og heilbrigði en bréfritarar stóðu fyrir ókeypis heilsufarsmælingu hér í Hveragerði nýlega.
Bæjarráð samþykkir styrk til verkefnisins kr. 50.000,- en vill koma á framfæri athugasemdum við framkvæmd styrkbeiðninar og að ekki var fengið leyfi Hveragerðisbæjar um að nota byggðamerki bæjarins í auglýsingu.

7.Bréf frá Aflinu, Akureyri, frá 20.nóvember 2017.

1712007

Í bréfinu óskar Aflið, sem eru samtök gegn kynferðis og heimilisofbeldi eftir styrk frá Hveragerðisbæ.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu.

8.Bréf frá Snorrasjóði frá 20.nóvember 2017.

1712008

Í bréfinu óskar Snorraverkefnið eftir styrk frá Hveragerðisbæ og/eða að Hveragerðisbær taki með öðrum hætti þátt í verkefninu.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í landkynningarferð verkefnisins og getur boðið þátttakendum upplifun á svæðinu í formi sundferða eða heimsókna í Hveragarðinn.

9.Niðurstöður viðræðna um forkaupsrétt að Hveramörk 7.

1712017

Á fundi bæjarráðs þann 16. nóvember s.l. var afgreiðslu vegna forkaupsréttar að Hveramörk 7 frestað og bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara.
Afgreiðslu málsins frestað til bæajrstjórnarfundar.

10.Samningur við Iceland travel v. Spartan race.

1712016

Lagður fram samningur við Iceland travel v/ Spartan race um leigu á Hamarshöllinni.
Bæjarráð samþykkir samninginn samhljóða.

11.Uppsagnarbréf - Hlíf Sigríður Arndal.

1712009

Lagt fram uppsagnarbréf frá Hlíf Sigríði Arndal þar sem hún segir lausu starfi sínu sem forstöðumaður Bókasafnsins í Hveragerði frá 1. mars 2018.
Bæjarráð þakkar Hlíf afar gott samstarf og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni. Bæjarstjóra falið að auglýsa starfið laust til umsóknar.

12.Umsókn um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum.

1712011

Signý Ósk Sigurjónsdóttir sækir um styrk vegna náms í leikskólakennarafræðum M.Ed. Signý vinnur á Leikskólanum Óskalandi.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Signýju vegna náms í leikskólakennarafræðum M.Ed. í samræmi við reglur þar um.

13.Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 10.nóvember 2017.

1712002

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands frá 19.október 2017.

1712004

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24.nóvember 2017.

1712010

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fundargerð stjórnar SASS frá 10.nóvember 2017.

1712014

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Fundargerð fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga frá 4.desember 2017.

1712015

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:36.

Getum við bætt efni síðunnar?