Fara í efni

Bæjarráð

687. fundur 16. nóvember 2017 kl. 08:00 - 09:12 Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson varaformaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Njörður Sigurðsson
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, varaformaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Dómsmálaráðuneytinu frá 30.október 2017.

1711019

Í bréfinu er rætt um greiðslur til sveitarfélaga vegna kosninga til Alþingis 2017.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá Umhverfisstofnun frá 6. nóvember 2017.

1711026

Í bréfinu er rætt um upplýsingagjöf sveitarstjórna við útgáfu og endurskoðun á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá Brunabótafélagi Íslands frá 30.október 2017.

1711015

Í bréfinu er kynnt ágóðahlutagreiðsla EBÍ árið 2017 en Hveragerðisbær fær kr. 593.500.-
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá KPMG frá september 2017.

1711022

Lögð fram skýrsla frá KPMG um sameiningu sveitarfélaga Árnessýslu og fundargerð starfshóps vegna viðræðna um kosti og galla sameiningar sveitarfélaga í Árnessýslu sem haldinn var 19. september.
Niðurstaða starfshópsins er að ljúka störfum án þess að skila formlegu áliti um mögulega sameiningu sveitarfélaganna átta í sýslunni.
Bæjarráð þakkar KPMG fyrir áhugaverða skýrslu og gott samstarf. Jafnframt er fulltrúum annarra sveitarfélaga í sýslunni þakkað fyrir góða samvinnu og áhugaverða fundi. Skýrsla KPMG veitir góða innsýn í málefni sveitarfélaga á svæðinu og þá möguleika sem fyrir hendi eru. Bæjarráð leggur til að fylgst verði grannt með þeim breytingum sem verða munu á sveitarstjórnarstiginu á næstunni og að ávallt verði hagsmunir Hvergerðinga hafðir í fyrirrúmi.

5.Bréf frá Golfklúbbi Hveragerðis frá 22.október 2017.

1711023

Í bréfinu óskar Golfklúbbur Hveragerðis eftir styrk frá Hveragerðisbæ til viðhalds og endurbóta á húsnæði GHG og að koma upp heilsárs kennsluaðstöðu.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri, bæjarfulltrúar og þeir starfsmenn sem fara fyrir þeim málaflokkum sem hér um ræðir hitti forsvarsmenn GHG eins fljótt og kostur er og ræði þar hugmyndir um framtíðaruppbyggingu á svæði GHG í Ölfusdal.

6.Bréf Ingibjörgu Sigmundsdóttur og Hreini Kristóferssyni ódagsett.

1711016

Í bréfinu óska bréfritarar eftir að Hveragerðisbær falli frá forkaupsrétti af húseigninni Hveramörk 7.
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

7.Bréf frá Magneu Jónasdóttur frá 31.október 2017.

1711017

Í bréfinu óskar bréfritari eftir áframhaldandi stöðuleyfi fyrir söluskálann Dalakaffi við bílastæðið í Ölfusdal, ásamt verönd og salernisaðstöðu.
Bæjarráð samþykkir að veita bréfritara stöðuleyfi fyrir söluskálann Dalakaffi til 1. apríl 2019. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við bréfritara á sömu forsendum og áður hefur verið gert.

8.Bréf frá íbúum við Reykjamörk í Hveragerði ódagsett.

1711025

Í bréfinu sem undirritað er af fjórum íbúum við Reykjamörk er rætt um rekstur tjald- og þjónustusvæðis við Reykjamörk í Hveragerði sem þeir telja hafa verulega truflandi áhrif á búsetu þeirra.
Bæjarráð harmar að starfsemi tjaldsvæðis virðist vera til jafn mikils ama og þarna kemur fram og felur skipulags- og mannvirkjanefnd að skoða með hvaða hætti megi koma til móts við sjónarmið bréfritara.

9.Minnisblað frá bæjarstjóra vegna æfinga Brunavarna Árnessýslu.

1711027

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra vegna óformlegs erindis frá forsvarsmönnum Brunavarna Árnessýslu þar sem óskað er eftir því að slökkviliðsmenn fái aðgang að húseignum á Friðarstöðum til æfinga.
Bæjarráð samþykkir að heimila Brunavörnum Árnessýslu að æfa sig á svæðinu enda verði tryggt að af æfingum stafi engin hætta og að nýjasta íbúðarhúsið verði varið á meðan á æfingum stendur.

10.Forkaupsréttur að Austurmörk 20.

1711024

Lagður fram kaupsamningur vegna Austurmarkar 20 fastanr. 223-4365 matshluti 02-01-05 og óskað eftir því að Hveragerðisbær falli frá forkaupsrétti af eigninni. Erindið var áður á dagskrá bæjarstjórnar 9. nóvember en vegna misræmis í kauptilboði var málinu vísað til bæjarráðs og fól bæjarstjórn bæjarráði fullnaðarafgreiðslu málsins.
Bæjarráð samþykkir að fallið verði frá forkaupsrétti að eigninni í þetta sinn.

11.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.október 2017.

1711018

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerð Bergrisans frá 25.október 2017.

1711021

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:12.

Getum við bætt efni síðunnar?