Fara í efni

Bæjarráð

685. fundur 18. október 2017 kl. 08:00 - 08:52 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Njörður Sigurðsson
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Náttúrulækningafélagi Íslands frá 4.október 2017.

1710021

Í bréfinu óskar Náttúrulækningafélag Íslands eftir samstarfi við Hveragerðisbæ vegna deiliskipulags á lóðunum Grænamörk 10 og Þelamörk 61 sem félagið er lóðarhafi að.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Náttúrulækningafélag Íslands fái heimild til að hefja gerð deiliskipulags á umræddum lóðum enda beri félagið allan kostnað vegna gerðar þess. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna með félaginu og sérfræðingum þess að gerð deiliskipulagsins.

2.Bréf frá Markaðsstofu Suðurlands frá 9.október 2017.

1710025

Í bréfinu óskar Markaðsstofa Suðurlands eftir áframhaldandi stuðningi frá Hveragerðisbæ.
Bæjarráð samþykkir að framlengja óbreyttan samning í 1 ár að því tilskyldu að sveitarfélög á Suðurlandi geri slíkt hið sama.

3.Bréf frá Borgartúni ehf frá 13.október 2017.

1710027

Í bréfinu óskar Borgartún ehf eftir samvinnu við Hveragerðisbæ um deiliskipulag á lóðinni Hlíðarhaga einnig óska þeir eftir viðræðum um tilhögun og greiðslu gatnagerðargjalda.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Borgartún ehf fái heimild til að hefja gerð deiliskipulags á umræddri lóð enda beri félagið allan kostnað vegna gerðar þess. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna með félaginu og sérfræðingum þess að gerð deiliskipulagsins.
Jafnframt er bæjarstjóra falið að vinna samkomulag um greiðslu gatnagerðargjalda og leggja fyrir bæjarráð.

4.Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun vegna launa í Grunnskólanum í Hveragerði.

1710026

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017 vegna launa í Grunnskólanum í Hveragerði vegna kjarasamninga og veikinda.
Bæjarráð samþykkir viðauka vegna launa í Grunnskóla Hveragerðis kr. 56 milljónir.
Kostnaði verði mætt af eftirtöldum liðum:
21010-9970 til síðari ráðstöfunar vegna kjarasamninga 7,5 millj.
21010-9980 Til síðari ráðstöfunar vegna veikinda 2,5 millj.
00010-0020 Hækkun á staðgreiðslu 46 millj.

5.Forkaupsréttur Breiðumörk 22.

1710024

Friðrik Sigurbjörnsson vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð.

Lagt fram kauptilboð í eignina að Breiðumörk 22 en Hveragerðisbær á þar forkaupsrétt á grundvelli skipulags.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fallið verði frá forkaupsrétti að eigninni í þetta sinn.

6.Rekstraryfirlit Hveragerðisbæjar frá janúar - ágúst 2017.

1710023

Lagt fram rekstaryfirlit fyrir Hveragerðisbæ frá janúar til ágúst 2017.
Yfirlitið lagt fram til kynningar.

7.Leikskóli, Þelamörk 62, verkfundargerð frá 4.október 2017.

1710020

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

8.Fundargerð fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga 2.október 2017.

1710019

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:52.

Getum við bætt efni síðunnar?