Fara í efni

Bæjarráð

683. fundur 21. september 2017 kl. 08:00 - 09:14 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Njörður Sigurðsson
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 18.september 2017.

1709022

Í bréfinu er fjármálaráðstefna sveitarfélaga árið 2017 kynnt en hún verður haldin dagana 5. og 6. október n.k.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá Gallup frá 13.september 2017.

1709026

Í bréfinu er kynnt hin árlega þjónustukönnun sem gerð er af fyrirtækinu meðal 19 stærstu sveitarfélaga landsins.
Bæjarráð samþykkir að umrædd þjónustukönnun verði gerð.

3.Bréf frá Orteka Partners frá 18.september 2017.

1709021

Í bréfinu eru gerðar athugasemdir við ákvörðun bæjarráðs frá 20. júlí þar sem lóðaúthlutun til Orteka partners á Árhólmum var afturkölluð. Fer bréfritari fram á að að bæjarráð dragi öll áform um lóðaúthlutun til baka og að teknar verði aftur upp viðræður milli aðila.
Bæjarráð samþykkir að fela lögmanni bæjarins að fara yfir lögformlega hlið málsins og leggja niðurstöðu þeirrar skoðunar fyrir bæjarráð.

4.Almannavarnavika í Hveragerði - Samantekt verkefnastjóra.

1709020

Lögð fram samantekt Víðis Reynissonar, verkefnastjóra lögreglustjórans á Suðurlandi, vegna þess starfs sem fram fór í Almannavarnaviku sem haldin var hér í Hveragerði dagana 11.-14. september 2017.
Bæjarráð þakkar frumkvæði lögreglustjóra og þá góðu vinnu sem ynnt var af hendi hér í bæjarfélaginu í tengslum við almannavarnavikuna. Það er afar brýnt að minnt sé á mikilvægi forvarna á sviði almannavarna með reglubundnum hætti en ekki síður er mikilvægt að lykilstarfsmenn leggi línur varðandi viðbrögð komi upp hættuástand og hvernig sveitarfélagið getur brugðist við til að tryggja rétt langtímaviðbrögð við slíkri stöðu.
Í vikunni var áætlun um langtímaviðbrögð við neyðarástandi, sem unnin var í kjölfar skjálftans 2008, endurskoðuð og einfölduð og verður hún lögð fyrir næsta fund bæjarstjórnar til samþykktar.
Bæjarráð vill nota þetta tækifæri og þakka öllum sem komu að almannavarnavikunni hér í bæ en þeirra framlag gerði þessa vinnu jafn árangursríka og raun bar vitni.

5.Listvinafélag Hveragerðis - gjafabréf.

1709015

Með gjafabréfinu færir stjórn Listvinafélagsins Hveragerðisbæ útisýninguna Listamannabærinn í Hveragerði, fyrri hluta, til eignar og varðveislu í tilefni af 70 ára afmæli bæjarfélagsins árið 2016.

Bæjarráð þakkar Listvinafélaginu höfðinglega gjöf og þá miklu vinnu sem félagar og stjórnarmenn lögðu á sig til að þessi sýning gæti orðið að veruleika. Sýningin er þegar orðin að því aðdráttarafli sem hún hafði alla burði til að verða þegar hún var sett upp á síðasta ári.

6.Lóðarumsókn Vorsabær 5.

1709014

Lögð fram umsókn um lóðina Vorsabær 5 frá Jóni Ögmundssyni kt. 120956-5829.
Bæjarráð samþykkir að úthluta umsækjanda lóðinni Vorsabær 5 í samræmi við reglur bæjarins um lóðaúthlutanir.

7.Grunnskólinn í Hveragerði - tillaga að viðauka í fjárhagsáætlun frá 19.september 2017.

1709023

Í bréfinu óskar skólastjóri eftir aukafjárveitingu til að endurnýja stóla í samkomusal skólans. Kostnaður vegna þessa er áætlaður 424.000,-
Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu til grunnskólans að upphæð kr. 500.000,- enda sé þá gert ráð fyrir ófyrirséðum kostnaði við uppsetningu stólanna. Kostnaði verði mætt með sérstakri fjárveitingu bæjarráðs 21-02-9990.

8.Forkaupsréttur Austurmörk 20.

1709016

Lagt fram kauptilboð í eignina að Austurmörk 20 en Hveragerðisbær á þar forkaupsrétt á grundvelli skipulags.
Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti að eigninni í þetta sinn.

9.Minnisblað: Húsakostur á Friðarstöðum.

1709025

Í minnisblaðinu er fjallað um fasteignir á Friðarstöðum, ástand þeirra og möguleika til nýtingar.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að auglýsa íbúðarhúsið stóra til brottflutnings. Jafnframt er bæjarstjóra falið að auglýsa gler og prófíla sem finna má í gróðurhúsum sem á jörðinni eru og kanna með því hvort mögulegt sé að nýta þetta efni með einhverjum hætti. Tilboðin verði lögð fyrir bæjarráð að loknu auglýsingaferli.

10.Leikskóli Þelamörk 62, verkfundargerð frá 12.september 2017.

1709017

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

11.Fundargerð NOS frá 4.september 2017.

1709018

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerð stjórnar SASS frá 7. og 8.september 2017.

1709019

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 29.ágúst og 19.september 2017.

1709024

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:14.

Getum við bætt efni síðunnar?