Fara í efni

Bæjarráð

831. fundur 22. febrúar 2024 kl. 08:00 - 08:31 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
  • Eyþór H. Ólafsson varamaður
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Íris Bjargmundsdóttir Bæjarritari
Fundargerð ritaði: Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis frá 13. febrúar 2024

2402092

Í bréfinu óskar allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003 (greiðsla meðlags), 112. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis frá 16. febrúar 2024

2402101

Í bréfinu óskar velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 115. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá Garðyrkjuskólanum á Reykjum frá 14. febrúar 2024.

2402091

Í bréfinu er óskað eftir styrk til Hjálparsveitar skáta í Hveragerði vegna umferðargæslu á sumardaginn fyrsta.
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins og felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við Hjálparsveit skáta í Hveragerði.

4.Samningur um uppbyggingu á Árhólmasvæðinu

2402103

Lögð fram samningsdrög milli Hveragerðisbæjar og Reykjadalsfélagsins ehf. um kaup á byggingarrétti, úthlutun lóða og uppbyggingu á Árhólmasvæði auk fylgigagna.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.

5.Verkfundargerð - Grunnskólinn í Hveragerði 13. febrúar 2024

2402093

Fundargerðin er staðfest.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:31.

Getum við bætt efni síðunnar?