Fara í efni

Bæjarráð

830. fundur 15. febrúar 2024 kl. 08:00 - 09:21 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður
  • Alda Pálsdóttir
  • Sandra Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Íris Bjargmundsdóttir Bæjarritari
Fundargerð ritaði: Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis frá 31. janúar 2024

2402028

Í bréfinu óskar velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002 (endurgreiðslur), 629. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis frá 1. febrúar 2024

2402035

Í bréfinu óskar atvinnuveganefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 521. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá nefnda og greiningarsviði Alþingis frá 1. febrúar 2024

2402036

Í bréfinu óskar allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu námsmanna (fæðingarorlof, atvinnuleysistryggingar og námslán), 13. mál.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 6. febrúar 2024

2402053

Í bréfinu óskar Sýslumaðurinn á Suðurlandi eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Snær veitingar ehf., kt. 640620-2260 Breiðamörk 25, fasteignanúmer: 2247019, rými 01-0102 og 01-0103 um leyfi til reksturs veitinga í flokki II, tegund: C veitingastofa og greiðasala.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að leyfið verði veitt.

5.Bréf frá mennta- og barnamálaráðuneytinu frá 7. febrúar 2024

2402049

Í bréfinu er fjallað um fyrirhugaða úttekt ráðuneytisins á starfsemi tónlistarskóla.
Lagt fram til kynningar.

6.Bréf frá stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga frá 30. janúar 2024

2402029

Í bréfinu er auglýst eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

7.Bréf frá SASS frá 2. febrúar 2024

2402048

Í bréfinu er bókun stjórnar SASS til bæjar- og sveitastjórna á Suðurlandi varðandi óvissu um málefni heimavistar við Fjölbrautarskóla Suðurlands.
Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar SASS og skorar á mennta- og barnamálaráðherra að beita sér tafarlaust fyrir því að óvissu vegna heimavistar við Fjölbrautaskóla Suðurlands verði eytt hið allra fyrsta.

8.Bréf frá Miðstöð héraðsskjalasafna frá 1. febrúar 2024

2402051

Í bréfinu er kynning á Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu og boð á stofnfund þess þann 9. febrúar 2024.
Lagt fram til kynningar.

9.Bréf frá Almannavörnum Árnessýslu frá 9. febrúar 2024

2402045

Í bréfinu er ársreikningur Almannavarna Árnessýslu fyrir árið 2023.
Lagt fram til kynningar.

10.Bréf frá Tailwind frá 31. janúar 2024

2402047

Í bréfinu er óskað eftir framlagi frá Hveragerðisbæ vegna Hengill Ultra Trail keppninnar sem haldin verður dagana 7.-8. júní 2024.
Bæjarráð þakkar forsvarsmönnum Hengils Ultra fyrir mjög gott samstarf undanfarin ár og lýsir ánægju yfir hversu vel framkvæmd mótsins í heild sinni hefur tekist.

Bæjarráð samþykkir 1,9 m.kr. styrk til mótshaldara vegna hlaupsins sem mun renna til Hjálparsveitar skáta í Hveragerði, Íþróttafélagsins Hamars og Skátafélagsins í Hveragerði. Gert er ráð fyrir þessum styrk í fjárhagsáætlun ársins undir liðnum 05790 Önnur hátíðarhöld.

11.Ræstingar hjá Hveragerðisbæ

2312247

Lagt fram samningur Hveragerðisbæjar og Nacu ehf. vegna ræstinga á húsnæði Hveragerðisbæjar og viðauki við samninginn. Á fundi bæjarstjórnar 8. febrúar 2024 var málinu vísað til bæjarráðs til fullnaðar afgreiðslu.
Fulltrúi meirihluta í bæjarráði samþykkir samning Hveragerðisbæjar og Nacu ehf. vegna ræstinga á húsnæði Hveragerðisbæjar og viðauka við samninginn.

Fulltrúi minnihluta situr hjá.

12.Minnisblað vegna ráðningar barnaverndarstarfsmanns

2402046

Lagt fram minnisblað frá deildarstjóra velferðarþjónustu Hveragerðisbæjar og minnisblað bæjarstjóra vegna ráðningar á starfsmanni í velferðarþjónustu Hveragerðisbæjar.
Bæjarráð samþykkir að ráðinn verði starfsmaður í fullt starf til að sinna barnaverndarmálum á velferðarsviði Hveragerðisbæjar.

13.Minnisblað frá forstöðumanni Frístundamiðstöðvarinnar Bungubrekku

2402055

Í minnisblaðinu er óskað eftir forgangi í leikskóla.
Í ljósi aðstæðna samþykkir bæjarráð erindið.

14.Minnisblað um gervigrasvöll

2402064

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um gervigrasvöll.
Bæjarfulltrúi D-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Bæjarfulltrúi D-listans getur með engu móti samþykkt tillögu bæjarstjóra þess efnis að bærinn fari í þá framkvæmd að útbúa gervigrasvöll við Hamarshöll. Í fyrsta lagi liggja ekki fyrir fundinum nein gögn er varða kostnað né tímaramma. Í öðru lagi þá hefur það verið ósk Íþróttafélagsins Hamars að fá aftur loftborið íþróttahús en með þeirri ósk er ítrekað að íþróttaaðstaðan í Hveragerði verði ekki lakari en hún var fyrir fall íþróttahússins við Grýluvöll. Í þriðja lagi hefur ekki farið fram greining á notagildi þess að reisa loftborið íþróttahús (kaupa nýjan dúk, allar undirstöður eru fyrir hendi) í samanburði við framangreindan gervigrasvöll. Þá hefur ekki heldur verið gerður samanburður á rekstrarkostnaði gervigrasvallar í samanburði við rekstrarkostnað loftborins íþróttahúss.

Það er álit bæjarfulltrúa D-listans að loftborið íþróttahús sé í öllum tilfellum mun betri kostur en að útbúa gervigrasvöll þann sem Hveragerðisbær leggur til.

Alda Pálsdóttir

Meirihluti bæjarráðs samþykkir að hafinn verði undirbúningur af hálfu bæjarins að framkvæmdum og útboði við byggingu gervigrasvallar sem áætlað er að rísi á haustmánuðum 2024.
Fulltrúi minnihluta er á móti.

15.Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags

2402057

Lögð fram umsókn um að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í Grunnskólanum í Þorlákshöfn haustið 2023.

Barnið hafði verið í skóla í Þorlákshöfn veturinn 2022-2023. Barnið er komið í skóla í Hveragerði á vorönn 2024.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir haustönn 2023 samkvæmt reglum um viðmiðunarkostnað, gefnum út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Komi til annar kostnaður umfram það sem viðmiðunargjaldið rúmar skal um það samið sérstaklega.

16.Fundargerð Samband Íslenskra sveitarfélaga frá 26. janúar 2024

2402050

Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerð SASS frá 2 febrúar 2024

2402052

Lagt fram til kynningar.

18.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 18. janúar 2024

2402027

Lagt fram til kynningar.

19.Fundargerð Bergrisans frá 27. janúar 2024

2402033

Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:21.

Getum við bætt efni síðunnar?