Fara í efni

Bæjarráð

681. fundur 17. ágúst 2017 kl. 08:00 - 08:10 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Njörður Sigurðsson
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 11.ágúst 2017.

1708001

Í bréfinu óskar sýslumaður eftir umsögn Hveragerðisbæjar um ósk um leyfi til tímabundins áfengisleyfis fyrir Ölverk í Hveragerði.
Bæjarráð samþykkir leyfið.

2.Opnun tilboða - Fráveita Breiðamörk og Brattahlíð 2017.

1708002

Tilboð úr verðkönnun voru opnuð í verkið "Fráveita Breiðamörk og Brattahlíð 2017" á skrifstofu bæjarins þann 9. ágúst kl. 11:00.
Sex aðilum var boðið að bjóða í verkið en þrír skiluðu tilboðum. Þeir voru:

Aðalleið ehf kr. 16.845.500,-
Arnon ehf kr. 15.444.200,-
Guðmundur Sigurðsson kr. 16.957.000,-

Kostnaðaráætlun nam kr. 14.822.500,-
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.

3.Fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar frá 8.ágúst 2017.

1708003

Eftirtaldir liðir bornir upp og afgreiddir sérstaklega, 1, 2 og 3.

Liður 1 "Brattahlíð 1-3 breyting á deiliskipulagi". Bæjarráð samþykkir umræddar breytingar.
Liður 2 "Tillaga um að leikskvæði í Heiðarbrún verði breytt í einbýlishúsalóð". Bæjarráð samþykkir að ákvörðun um framtíðarnotkun lóðarinnar verði frestað þar til reynsla er komin á ný leiksvæði í grenndinni.
Liður 3 "Edenreitur, tillaga að götuheitum". Bæjarráð samþykkir tillögur nefndarinnar um að göturnar tvær á reitnum fái heitin Aldinmörk og Edenmörk. Með nafngiftinni er vísað til þeirrar starfsemi sem þarna var áður fyrr í garðyrkju- og söluskálanum Eden.

Fundargerðin borin upp og samþykkt að öðru leyti.

4.Leikskóli Þelamörk 62, verkfundagerð frá 15.ágúst 2017.

1708006

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 10.ágúst 2017.

1708004

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:10.

Getum við bætt efni síðunnar?