Fara í efni

Bæjarráð

825. fundur 07. desember 2023 kl. 08:00 - 09:45 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
  • Alda Pálsdóttir
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Íris Bjargmundsdóttir
Fundargerð ritaði: Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis frá 16. nóvember 2023

2311393

Í bréfinu óskar umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál.

Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis frá 17. nóvember 2023

2311394

Í bréfinu óskar efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.), 468. mál.

Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis frá 24. nóvember 2023

2311395

Í bréfinu óskar velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991 (reglugerðarheimildir), 497. mál.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis frá 27. nóvember 2023

2311398

Í bréfinu óskar umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 73. mál.
Lagt fram til kynningar.

5.Bréf frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis frá 27. nóvember 2023

2311396

Í bréfinu óskar velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um húsnæðisstefnu fyrir árin 2024 - 2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024 - 2028, 509. mál.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að senda inn meðfylgjandi minnisblað til Alþingis um aðgerðaráætlunina.

6.Bréf frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis frá 28. nóvember 2023

2311397

Í bréfinu óskar velferðanefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra, 402. mál.
Lagt fram til kynningar.

7.Bréf frá Stjórnarráði Íslands frá 15. nóvember 2023

2311415

Í bréfi mennta- og barnamálaráðuneytis er tilkynnt um styrk vegna seinni úthlutunar til reynsluverkefnis til stuðnings börnum á flótta.

Lagt fram til kynningar.

8.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 16. nóvember 2023

2311411

Í bréfinu upplýsir Grindavíkurbær um stöðu mála er varða velferðaþjónustu vegna neyðarstigs almannavarna á Grindavíkursvæðinu og leiðbeinir um ferli i einstökum málum sem upp kunna að koma tengt félags- og barnaverndarþjónustu.
Lagt fram til kynningar.

9.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 16. nóvember 2023

2311410

Í bréfinu upplýsir Grindavíkurbær um stöðu fræðslumála vegna neyðarstigs almannavarna á

Grindavíkursvæðinu og leiðbeinir um ferli í einstökum málum sem upp kunna að koma og varða fræðslumál.

Lagt fram til kynningar.

10.Bréf frá jafnréttisstofu frá 10. nóvember 2023

2311384

Í bréfinu er að finna ábendingu um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða við stefnumótun og ákvarðanatöku í breytingum á fyrirkomulagi á dvalartíma barna í leikskólum og gjaldskrám þeim tengdum.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð fagnar erindinu og tekur undir mikilvægi þess að hafa þessi sjónarmið til hliðsjónar við ákvörðunartöku.

11.Bréf frá Tónlistarskóla Árnesinga frá 15. nóvember 2023

2311392

Í bréfinu er fjallað um ástand kennsluhúsnæðis Tónlistarskóla Árnesinga í Hveragerði haustið 2023.
Bæjarstjóra er falið að kanna hvað hægt er að gera varðandi kennsluhúsnæði Tónlistarskóla Árnesinga.

12.Bréf frá Tónlistarskóla Árnesinga frá 24. nóvember 2023

2311413

Í erindinu er uppgjör vegna kostnaðar sveitarfélaga vegna Tónlistarskóla Árnesinga 1. sept. til 31. des. 2023.
Lagt fram til kynningar.

13.Bréf frá Orkuveitu Reykjavíkur frá 28. nóvember 2023

2311400

Í bréfinu er upplýst um fyrirhugað samstarf Orkuveitu Reykjavíkur, sveitarfélagsins Ölfus og Títan hvað varðar nýtingu jarðhita í Ölfusdal.
Bæjarfulltrúi D-lista lagði fram eftirfarandi bókun: Bókun við erindi frá Ölfus varðandi virkjanaáform í Dalnum var afdráttarlaus á fundi bæjarráðs 2. mars 2023. Þar var komið inn á að um væri að ræða verulega hagsmuni Hvergerðinga og bæjarstjóra var falið að koma á viðræðum svo að náið samstarf kæmist þar á og sjónarmiðum Hveragerðisbæjar komið á framfæri. Fulltrúi D-listans undrast vinnubrögð bæjarstjóra og efast um að það hafi í raun þurft hálft ár til að koma á samtali. Það að samtalið hafi átt sér stað níu mánuðum frá því að honum var falið að hafa samband er ekki boðlegt.

Alda Pálsdóttir.

Bæjarráð vísar í bókun bæjarstjórnar sem gerð var á bæjarstjórafundi 29. nóvember 2023.

Bæjarstjóra er falið að boða til fundar með öllum hagsmunaaðilum að málinu.
Fylgiskjöl:

14.Bréf frá foreldraráði Leikskólans á Óskalandi frá 28. nóvember 2023

2312002

Í bréfinu er óskað eftir greiðslum vegna skrifa á skólanámsskrá leikskólans.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra fræðslumála.

15.Bréf frá Samtökum um kvennaathvarf frá 4. desember 2023

2312032

Í bréfinu er óskað eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2024.
Í drögum að fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir kr. 120.000,- styrk til kvennaathvarfs.

16.Umsókn um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum

2309075

Í bréfinu er ósk um endurskoðun á höfnun bæjarráðs um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum frá 20. september á grundvelli búsetu. Með bréfinu fylgdi rökstuningur umsækjanda ásamt bréfi frá leikskólastjóra.
Bæjarráð samþykkir styrkinn í samræmi við reglur um styrk vegna náms í leikskólakennarafræðum.

17.Bréf frá Ferðamálasamtökum Hveragerðisbæjar frá 3. desember 2023

2312033

Í bréfinu er óskað eftir endurskoðun á ákvörðun Hveragerðisbæjar um uppsögn á aðild að Markaðsstofu Suðurlands.
Fulltrúi meirihluta leggja til við bæjarstjórn að gerast aftur aðili að Markaðsstofu Suðurlands. Kostnaðinum verði bætt við fjárhagsáætlun ársins 2024 fyrir síðari umræðu.

Fulltrúi D-lista situr hjá.

18.Viðauki við samning um sérfræðiþjónustu KPMG

2312035

Lögð eru fram drög að viðauka við rammasamning KPMG ehf. og Hveragerðisbæjar um ráðgjafaþjónustu sem var undirritaður 2. október 2022.
Bæjarfulltrúi D-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Það vekur undrun fulltrúa D-listans að nú þegar hefur verið bætt við stöðugildi bæjarritara, sem áður hefur ekki verið hjá Hveragerðisbæ, þá eigi enn að bæta í útgjöld vegna yfirstjórnar Hveragerðisbæjar. Þessu fjárhæð samsvarar hálfri stöðu stjórnenda á árs grundvelli hjá Hveragerðisbæ. Nú sem endranær er mikilvægt að kostnaður við yfirstjórn bæjarins sé haldið í lágmarki.

Alda Pálsdóttir.

Fulltrúar meirihluta í bæjarráði samþykkja viðaukann og óska eftir að fulltrúar frá KPMG mæti á næsta bæjarráðsfund og kynni hvernig þeir sjái fyrir sér innleiðingu stefnumótunar.

Fulltrúi minnihluta er á móti.

19.Íþróttamaður Hveragerðis 2023

2311250

Með fundarboðinu fylgdi reglugerð um kjör íþróttamanns ársins.
Bæjarráð samþykkir að fela menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa að fá tilnefningar frá deildum Hamars og ganga frá vali á Íþróttamanni ársins 2023 og eins að sjá um að viðburður vegna vals á Íþróttamanni ársins 2023 fari fram.

Afgreiðsla á vali á Íþróttamanni ársins 2023 fari fram á næsta fundi menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar.

20.Umsókn í afrek- og styrktarsjóð

2311149

Umsókn um styrk í afrek- og styrktarsjóð.
Bæjarráð samþykkir umsóknina í samræmi við reglur um sjóðinn.

21.Minnisblað skrifstofustjóra vegna ráðningar endurskoðanda

2312034

Lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra vegna ráðningar endurskoðenda. Fengin voru verðtilboð frá þremur endurskoðendum.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerður verði ráðningasamningur við KPMG endurskoðun.

22.Verkfundargerð Grunnskólinn í Hveragerði frá 14. nóvember 2023

2311390

Fundargerðin samþykkt.

23.Verkfundargerð Grunnskólinn í Hveragerði frá 28. nóvember 2023

2311399

Fundargerðin samþykkt.

24.Fundargerð Samband íslenskra sveitarfélaga frá 12. nóvember 2023

2311402

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

25.Fundargerð Samband íslenskra sveitarfélaga frá 24. nóvember 2023

2311401

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

26.Fundargerð SASS frá 6. október 2023

2311386

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

27.Fundargerð SASS frá 25. október 2023

2311387

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

28.Fundargerð ársþings SASS frá 26. og 27. október 2023

2312031

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

29.Fundargerð Héraðsskjalasafns Árnesinga frá 10. nóvember 2023

2311389

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

30.Fundargerð SASS frá 10. nóvember 2023

2311388

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Getum við bætt efni síðunnar?