Fara í efni

Bæjarráð

824. fundur 16. nóvember 2023 kl. 08:00 - 09:17 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
  • Alda Pálsdóttir
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Íris Bjargmundsdóttir
Fundargerð ritaði: Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
Bæjarráð býður Írisi velkomna til starfa á sinn fyrsta fund sem ritari bæjarráðs.

1.Bréf frá nefndar- og greiningarsviði Alþingis frá 10. nóvember 2023

2311173

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um bættar vegasamgöngur yfir Hellisheiði, 58. mál.
Bæjarráð Hveragerðisbæjar fagnar erindinu og tekur undir mikilvægi þess að samgöngur séu greiðar á þessum fjölfarnasta vegakafla landsins.

2.Bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti frá 10. nóvember 2023.

2311171

Í bréfinu er vakin athygli á Grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks í samráðsgátt stjórnvalda.
Lagt fram til kynningar. Erindinu vísað til deildarstjóra velferðarsviðs.

3.Bréf frá byggðarþróunarfulltrúa SASS frá 31. október 2023

2311186

Í bréfinu er óskað eftir þátttöku Hveragerðisbæjar um sameiginlega atvinnustefnu aðildarsveitarfélaga að SASS.
Bæjarráð samþykkir þátttöku Hveragerðisbæjar í vinnu við atvinnustefnu fyrir sveitarfélög sem heyra undir byggðarþróunarfulltrúa SASS. Lagt er til að fulltrúar Hveragerðisbæjar í þessari vinnu verði formaður menningar- atvinnu- og markaðsnefndar og menningar- atvinnu- og markaðsfulltrúi.

4.Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga frá 7. nóvember 2023

2311177

Í bréfunum er vakin athygli á fresti til að skila inn umsóknum í Jöfnunarsjóð er varðar akstursþjónustu fyrir fatlað fólk úr dreifbýli, umsóknir nemenda um tónlistarnám utan síns sveitarfélags og viðbótarframlag vegna skólaaksturs úr dreifbýli.

Lagt fram til kynningar.

5.Bréf frá sveitarfélaginu Ölfusi frá 3. nóvember 2023

2311183

Í bréfinu er óskað eftir umræðum um tækjakaup.
Meirihluti bæjarráðs felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við bréfritara. Fulltrúi minnihlutans á móti.

6.Bréf frá Ferðamálasamtökum Hveragerðis frá 8. nóvember 2023

2311176

Í bréfinu er óskað eftir styrk frá bænum vegna útgáfu á borðkorti.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk fyrir prentkostnaði og umbroti á borðkorti.

7.Bréf frá Hestamannafélaginu Ljúfur frá 8. nóvember 2023

2311174

Í bréfinu er óskað eftir styrk vegna byggingar reiðhallar
Vegna gríðarlegar fólksfjölgunar í Hveragerði sem kallað hefur á mikla innviðauppbyggingu, stækkun grunnskóla, stækkun fráveitu og fjölgun leikskólaplássa er ekki rými í fjárhagsáætlun 2024 fyrir þessari fjárfestingu. Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu að svo stöddu. Bæjaryfirvöld lýsa yfir vilja um frekara samtal um aðstöðu hestamannafélagsins og hvernig sú uppbygging getur orðið á næstu árum með aðkomu bæjarfélagsins.

8.Bréf frá foreldrafélagi GÍH frá 6. nóvember 2023

2311172

Í bréfinu er óskað eftir styrk fyrir starfsemi foreldrafélags GÍH.
Bæjarráð vísar erindinu til deildarstjóra fræðslusviðs til að endurnýja þjónustusamning.

9.Bréf frá Aflinu - Samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi frá 1. nóvember 2023.

2311185

Í bréfinu er óskað eftir styrk fyrir Aflið.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu.

10.Minnisblað frá forstöðumanni stuðningsþjónustu og málefna aldraðra

2311188

Tillaga frá velferðarþjónustu Hveragerðisbæjar um endurskoðun á gjaldskrá vegna akstursþjónustu eldri borgara og að farið verði í endurskoðun á reglum og fyrirkomulagi aksturs á árinu 2024.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hækkun á gjaldskrá vegna akstursþjónustunnar. Bæjarráð samþykkir einnig að reglur og fyrirkomulag aksturs verði endurskoðað á árinu 2024.

11.Samningur við nemendur 7. bekkjar í Grunnskólanum í Hveragerði um umhverfishreinsun

2311190

Lagður fram samningur við 7. bekk Grunnskólans í Hveragerði um umhverfishreinsun veturinn 2023-2024.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

12.Samningur um aðstoð við skólastarf í Grunnskólanum í Hveragerði

2311189

Lagður fram samningur við 10. bekk Grunnskólans í Hveragerði um aðstoð við skólastarf veturinn 2023-2024.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

13.Fyrirspurn frá fulltrúa D- listans vegna lóðaframboðs í Hveragerði

2311195

Hver er staðan á lóðaframboði hjá Hveragerðisbæ? Samkvæmt heimasíðu bæjarins eru lausar íbúðalóðir við Hólmabrún og á Varmársvæðinu, eru það réttar upplýsingar? Mikil íbúafjölgun hefur átt sér stað í Hveragerði á undanförnum árum en ef ekki eru lóðir og aðrir innviðir í boði er nær öruggt að þessi þróun stöðvist. Ýmsir möguleikar eru á frekari uppbyggingu og má þar t.d. nefna Kambalandið en þar er engin frekari gatnagerð í gangi. Hver eru áform meirihluta O og B lista í þessum efnum?



Alda Pálsdóttir

Bæjarfulltrúi D-lista
Fulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar þakka fyrirspurnina en lausar lóðir við Hólmabrún eru tvær. Lausar lóðir við Varmársvæði eru sex. Við athafnasvæði bæjarins Vorsabæ eru þrjár lóðir lausar og hesthúsalóðir tvær. Þessar upplýsingar má finna á heimasíðu bæjarins og staðfestist hér með að þær eru réttar.

Unnið er að samkomulagi við landeigendur í Kambalandi og því hefur ekki enn verið hægt að fara af stað með gatnaframkvæmdir og úthlutun lóða þar. Einnig er rétt að nefna að einkaaðilar vinna að fjölgun íbúða á þéttingareitum. Má þar nefna Tívolíreitinn, framkvæmdir HLNFÍ við Lindarbrún og við Hlíðarhaga.

Einnig má nefna mikilvægi þess að fjölga félagslegu húsnæði jafnt og þétt og þá hefur Byggingafélag námsmanna sóst eftir samstarfi við Hveragerðisbæ og er sú vinna hafin. Fyrirgreint rímar við samþykkta húsnæðisáæltun Hveragerðisbæjar 2021-2029 sem og þau markmið sem fulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar hafa sett sér í vinnu við fjárhags- og fjárfestingaáætlun næstu þriggja ára.

Mikilvægt er að uppbygging innviða og úthlutun lóða haldist í hendur og hefur meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar einsett sér að borga inn á innviðaskuldina. Mikil íbúafjölgun hefur átt sér stað í Hveragerði sem hefur kallað á mikla innviðauppbyggingu, samanber stækkun grunnskólans,fjölgun leikskólaplássa og bættri starfsmannaaðstöðu við Leikskólann Óskaland. Þess má geta að fulltrúar minnihluta sátu hjá við fyrirtöku fjárhagsáætlunar 2023 og samþykktu því ekki að setja fjármögnun í þessi verkefni. Þá er unnið að bættri íþróttaaðstöðu í góðu samstarfi við minnihluta og hafin vinna við stækkun hreinsistöðvar.

14.Verkfundagerð Breiðamörk frá 25. október 2023

2311182

Fundargerðin samþykkt.

15.Verkfundargerð Grunnskólinn í Hveragerði 31. október 2023

2311187

Fundargerðin samþykkt.

16.Fundargerð Samband Íslenskra sveitarfélaga frá 27. október 2023

2311184

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Fundargerð aðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands bs frá 27. október 2023

2311194

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:17.

Getum við bætt efni síðunnar?