Fara í efni

Bæjarráð

823. fundur 02. nóvember 2023 kl. 08:00 - 08:41 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður
  • Sandra Sigurðardóttir
  • Alda Pálsdóttir
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndarsviði Alþingis frá 18. október

2310123

Í bréfinu óskar Innviðarráðuneytið eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna tímabundinna undanþágna frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 314. mál
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefndarsviði Alþingis frá 26. október 2023

2310117

Í bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um grunnskóla (kristinfræðikennsla), 47. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá Innviðarráðuneytinu frá 18. október 2023

2310126

Í bréfinu vekur Innviðarráðuneytið athygli á því að ný reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga nr. 922/2023 hefur verið staðfest og birt í Stjórnartíðindum.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 19. október 2023

2310125

Í bréfinu er fjallað um samantekt um kostnaðarþátttöku fyrir samstarf sveitarfélaga um stafrænna þróun og umbreytingu vegna fjárhagsáætlana.
Lagt fram til kynningar. Kostnaði Hveragerðisbæjar vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

5.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 18. október 2023

2310127

Í bréfinu er boðað til málþings um skólamál í samstarfi Sambands Íslenskra sveitarfélag og mennta- og barnamálaráðuneyti.
Lagt fram til kynningar.

6.Umsókn um styrk til SIGURHÆÐA

2310128

Í bréfinu er óskað eftir styrk til verkefnisins Sigurhæða - þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi - vegna starfseminnar árið 2024.
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins þar til ljóst verður hvort Sigurhæðir fái enn óbreytt framlag frá Sóknaráætlun eða ekki. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

7.Bréf frá Jónu Sigríði Gunnarsdóttur frá 24. október 2023

2310119

Í bréfinu óskar bréfritari eftir að Hveragerðisbær komi að uppsetningu á frískáp.
Bæjarráð fagnar erindinu og frumkvæði bréfritara að góðu samfélagslegu verkefni. Bæjarstjóra falið að vinna erindið.

8.Bréf frá Dögum ehf frá 26. október 2023

2310118

Í bréfinu segja Dagar hf upp verksamningi um ræstingar hjá stofnunum Hveragerðisbæjar með þriggja mánaða fyrirvara.
Bæjarstjóra falið að leita mögulegra leiða til ræstinga hjá stofnunum sveitarfélagsins.

9.Verkfundargerð Hlíðarhagi frá 6. október 2023

2310122

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

10.Verkfundagerð Breiðamörk frá 13. október 2023

2310120

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

11.Verkfundur Hólmabrún frá 23. október 2023

2310115

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

12.Fundargerð Samband Íslenskra sveitarfélaga frá 16. október 2023

2310116

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:41.

Getum við bætt efni síðunnar?