Bæjarráð
Dagskrá
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá nefndar- og greiningarsviði Alþingis frá 10. október 2023
2310058
Í bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, 238. mál.
Lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá nefndar og greiningarsviði Alþingis frá 12. október 2023 - 2310075
2310075
Í bréfinu óskar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028, 315. mál.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með framkomna þingsályktunartillögu frá innviðaráðherra um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 og fagnar jafnframt þeim framkvæmdum sem nú þegar hafa farið fram í Suðurlandsvegi.
Samgöngur hafa mjög mikil áhrif á daglegt líf fólks og eru lykilþáttur í allri þjóðfélagsþróun til framtíðar. Markmiðið er að þjónustan endurspegli þarfir samfélagsins hverju sinni með tilliti til búsetu og atvinnuhátta.
Bæjarráð lýsir yfir sérstakri ánægju með liði 2.2. og 5.7. úr þingsályktunartillögunni. Báðir þessir liðir eru mjög mikilvægir fyrir þá bæjarbúa Hveragerðis sem sækja vinnu og/eða ýmsa þjónustu til höfuðborgarinnar.
2.2. Fylgdarakstur með snjóruðningstækjum. Mótaðar verði verklagsreglur um fylgdarakstur með snjóruðningstækjum.
5.7. Endurskoðun á vinnureglum vetrarþjónustu. Unnið verði að yfirferð á gildandi vinnureglum í vetrarþjónustu á þjóðvegum landsins. Við tillögugerð verði vegir skoðaðir eftir tegund, umferðarmagni og öðrum hagsmunum vegna flutningsleiða, atvinnusvæða, skólaaksturs, ferðaþjónustu o.s.frv. Unnið verði í samstarfi við fulltrúa sveitarfélaga, atvinnulífs og annarra hagsmunaaðila.
Bæjarráð ítrekar þó fyrri bókun sína sem gerð var á bæjarráðsfundi 4. júlí 2023.
"Í drögum að samgönguáætlun 2024-2038 er gert ráð fyrir að tilfærsla þjóðvegar 1 við Hveragerði úr núverandi vegstæði, vegkaflinn ,,Varmá - Kambar“, hefur aftur verið seinkað og nú um þrjú ár.
Hveragerðisbær vill benda á að það var á sínum tíma Vegagerðin sem fór fram á þessa framkvæmd og þrýsti á sveitarfélagið að gera breytingu á aðalskipulagi bæjarins eins og fram kemur í meðfylgjandi skýrslu. Allt skipulag Hveragerðisbæjar hefur verið aðlagað að tilfærslu þjóðvegarins og öll vinna tekið mið af því að þjóðvegurinn yrði færður í síðasta lagi árið 2024. Óvissa um tilfærslu á þjóðveginum hefur því hamlandi áhrif á byggðaþróun í Hveragerði og veldur auk þess lóðaskorti í ófyrirsjáanlegan tíma. Það er því mjög bagalegt að enn á ný hafi framkvæmdinni verið frestað. Benda má á að núverandi aðalskipulag bæjarins gerir ráð fyrir að hluti af núverandi hringvegi verði aðaltengivegur að Kambalandshverfinu en nú fer öll umferðin um Finnmörk. Sú gata ber ekki þessa miklu umferð í stækkandi hverfi. Þá er ljóst að út frá umferðaröryggissjónarmiðum og einnig skipulagslegum ástæðum, sérstaklega á svæðum sem liggja næst hringveginum, væri farsælast að þessi framkvæmd færi í gang sem fyrst. Nú er þegar hafin endurskoðun á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar og færsla þjóðvegarins lykilatriði við þá endurskoðun.
Hveragerðisbær átti fund með innviðaráðherra um þetta mál þann 28. júní 2023 þar sem afstaða sveitarfélagsins vegna tafa á færslu þjóðvegarins í samgönguáætlun kom fram. Á fundinum var lagt var fram minnisblað Guðmundar F. Baldurssonar, verkefnastjóra hjá Hveragerðisbæ og fyrrum skipulags- og byggingarfulltrúa bæjarins, þar sem rakin er saga þessa máls síðustu 17 ár og liggur minnisblaðið fyrir þessum fundi. Bæjarráð Hveragerðis tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í minnisblaðinu og að það sé „ekki óeðlileg krafa að Vegagerðin eða ríkissjóður komi verkinu í gang sem allra fyrst, í stað þess að draga það á langinn“
Samgöngur hafa mjög mikil áhrif á daglegt líf fólks og eru lykilþáttur í allri þjóðfélagsþróun til framtíðar. Markmiðið er að þjónustan endurspegli þarfir samfélagsins hverju sinni með tilliti til búsetu og atvinnuhátta.
Bæjarráð lýsir yfir sérstakri ánægju með liði 2.2. og 5.7. úr þingsályktunartillögunni. Báðir þessir liðir eru mjög mikilvægir fyrir þá bæjarbúa Hveragerðis sem sækja vinnu og/eða ýmsa þjónustu til höfuðborgarinnar.
2.2. Fylgdarakstur með snjóruðningstækjum. Mótaðar verði verklagsreglur um fylgdarakstur með snjóruðningstækjum.
5.7. Endurskoðun á vinnureglum vetrarþjónustu. Unnið verði að yfirferð á gildandi vinnureglum í vetrarþjónustu á þjóðvegum landsins. Við tillögugerð verði vegir skoðaðir eftir tegund, umferðarmagni og öðrum hagsmunum vegna flutningsleiða, atvinnusvæða, skólaaksturs, ferðaþjónustu o.s.frv. Unnið verði í samstarfi við fulltrúa sveitarfélaga, atvinnulífs og annarra hagsmunaaðila.
Bæjarráð ítrekar þó fyrri bókun sína sem gerð var á bæjarráðsfundi 4. júlí 2023.
"Í drögum að samgönguáætlun 2024-2038 er gert ráð fyrir að tilfærsla þjóðvegar 1 við Hveragerði úr núverandi vegstæði, vegkaflinn ,,Varmá - Kambar“, hefur aftur verið seinkað og nú um þrjú ár.
Hveragerðisbær vill benda á að það var á sínum tíma Vegagerðin sem fór fram á þessa framkvæmd og þrýsti á sveitarfélagið að gera breytingu á aðalskipulagi bæjarins eins og fram kemur í meðfylgjandi skýrslu. Allt skipulag Hveragerðisbæjar hefur verið aðlagað að tilfærslu þjóðvegarins og öll vinna tekið mið af því að þjóðvegurinn yrði færður í síðasta lagi árið 2024. Óvissa um tilfærslu á þjóðveginum hefur því hamlandi áhrif á byggðaþróun í Hveragerði og veldur auk þess lóðaskorti í ófyrirsjáanlegan tíma. Það er því mjög bagalegt að enn á ný hafi framkvæmdinni verið frestað. Benda má á að núverandi aðalskipulag bæjarins gerir ráð fyrir að hluti af núverandi hringvegi verði aðaltengivegur að Kambalandshverfinu en nú fer öll umferðin um Finnmörk. Sú gata ber ekki þessa miklu umferð í stækkandi hverfi. Þá er ljóst að út frá umferðaröryggissjónarmiðum og einnig skipulagslegum ástæðum, sérstaklega á svæðum sem liggja næst hringveginum, væri farsælast að þessi framkvæmd færi í gang sem fyrst. Nú er þegar hafin endurskoðun á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar og færsla þjóðvegarins lykilatriði við þá endurskoðun.
Hveragerðisbær átti fund með innviðaráðherra um þetta mál þann 28. júní 2023 þar sem afstaða sveitarfélagsins vegna tafa á færslu þjóðvegarins í samgönguáætlun kom fram. Á fundinum var lagt var fram minnisblað Guðmundar F. Baldurssonar, verkefnastjóra hjá Hveragerðisbæ og fyrrum skipulags- og byggingarfulltrúa bæjarins, þar sem rakin er saga þessa máls síðustu 17 ár og liggur minnisblaðið fyrir þessum fundi. Bæjarráð Hveragerðis tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í minnisblaðinu og að það sé „ekki óeðlileg krafa að Vegagerðin eða ríkissjóður komi verkinu í gang sem allra fyrst, í stað þess að draga það á langinn“
3.Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga frá 13. október
2310073
Í bréfinu er fjallað um ársreikning Hveragerðis fyrir árið 2022.
Lagt fram til kynningar.
Bæjaryfirvöld leggja ríka áherslu á að Hveragerðisbær uppfylli öll skilyrði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 um fjármál sveitarfélaga og áætla að Hveragerðisbær verði innan allra viðmiða fyrir árið 2026, rétt eins og lög kveða á um. Höfð er hliðsjón af umræddum skilyrðum við gerð fjárhagsáætlunar fyrr komandi ár og verður útkomuspá fyrir árið 2023 skilað til Eftirlitsnefndarinnar þegar hún liggur fyrir.
Bæjaryfirvöld leggja ríka áherslu á að Hveragerðisbær uppfylli öll skilyrði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 um fjármál sveitarfélaga og áætla að Hveragerðisbær verði innan allra viðmiða fyrir árið 2026, rétt eins og lög kveða á um. Höfð er hliðsjón af umræddum skilyrðum við gerð fjárhagsáætlunar fyrr komandi ár og verður útkomuspá fyrir árið 2023 skilað til Eftirlitsnefndarinnar þegar hún liggur fyrir.
4.Bréf frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra frá 5. október 2023
2310067
Í bréfinu fjallar Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra um könnun á áfallaþoli sveitarfélaga.
Bæjarstjóra falið að svara könnuninni.
5.Bréf frá Brunabótafélagi Íslands frá 13. október 2023
2310074
Í bréfinu er fjallað um Ágóðagreiðslur frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands.
Lagt fram til kynningar en Hveragerðisbær fær kr. 593.500.- í ágóðahlut.
6.Minnisblað frá Velferðarþjónustu Hveragerðis
2310069
Í bréfinu er óskað eftir að barn með lögheimili í Hveragerði fái leikskóladvöl á Lyngás á vegum Áss styrktarfélags í Reykjavík fram að áramótum.
Bæjarráð samþykkir beiðnina.
7.Bréf frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands frá 16. október 2023
2310072
Í bréfinu er vakin athygli á landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2023.
Bæjarráð fagnar átakinu og hvetur bæjarbúa til þáttöku.
8.Bréf frá Umboðsmanni Barna frá 10. október 2023
2310077
Í bréfinu er vakin athygli á Barnaþingi sem verður haldið þann 17.nóvember 2023.
Bæjarráð fagnar erindinu og felur fulltrúa frístundamiðstöðvarinnar Bungubrekku að hafa milligöngu um þátttöku barna úr sveitarfélaginu sem tengiliður við embætti Umboðsmanns barna. Fellur það vel að störfum Ungmennaráðs sem fellt hefur verið undir handleiðslu Bungubrekku.
9.Bréf frá FOSS frá 12. október 2023
2310076
Í bréfinu er fjallað um Kvennaverkfallið sem verður 24. október 2023.
Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks blésu til heils dags kvennaverkfalls þann 24. október. Konur og kvár sem gátu lögðu niður störf.
Bæjarráð tekur undir þau meginmarkmið kvennaverkfalls að hefðbundin kvennastörf, jafnt launuð sem ólaunuð, skuli meta að verðleikum. Það er klárt að veruleg röskun varð á starfsemi bæjarins án vinnuframlags kvenna. Bæjarráð sendi forstöðumönnum póst þess efnis að dagurinn yrði skipulagður í samráði við starfsfólk. Tryggt var að karlar gengu í öll störf sem þeir gátu og að dregið var úr starfsemi þar sem það var hægt með það að leiðarljósi að nauðsynlegustu almannaþjónustu væri sinnt. Ekki verða dregin laun af starfsfólki vegna þátttöku í verkfallsaðgerðunum.
Bæjarráð tekur undir þau meginmarkmið kvennaverkfalls að hefðbundin kvennastörf, jafnt launuð sem ólaunuð, skuli meta að verðleikum. Það er klárt að veruleg röskun varð á starfsemi bæjarins án vinnuframlags kvenna. Bæjarráð sendi forstöðumönnum póst þess efnis að dagurinn yrði skipulagður í samráði við starfsfólk. Tryggt var að karlar gengu í öll störf sem þeir gátu og að dregið var úr starfsemi þar sem það var hægt með það að leiðarljósi að nauðsynlegustu almannaþjónustu væri sinnt. Ekki verða dregin laun af starfsfólki vegna þátttöku í verkfallsaðgerðunum.
10.Bréf frá stjórn Hamars ódagsett
2310082
Í bréfinu óskar íþróttafélagið Hamar eftir afnotum að kjallara íþróttahússins að Skólamörk undir íþrótta og lýðsheilsustarfsemi.
Bæjarráð fagnar þessu framtaki Hamars til eflingar á starfi íþróttafélagsins. Ósk Hamars rímar vel við nýsamþykkta stefnu Hveragerðisbæjar þar sem lögð er áhersla á að í Hveragerði skipti heilsa og vellíðan máli og hér sé samfélag heilsu og velferðar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að útlista afnot Hamars af húsnæðinu nánar í þjónustusamningi Hveragerðisbæjar við félagið, en leggur áherslu á að við útfærslu þess þarf að gæta að samkeppnissjónarmiðum við aðra atvinnustarfsemi af sambærilegum toga í bæjarfélaginu.
11.Bréf frá stjórn íþróttafélagsins Hamars frá 29. september 2023
2310080
Í bréfinu óskar Hamar eftir styrk til kaupa á búnaði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tækjakaupin verði styrkt að hluta til samræmis við fyrri afgreiðslur bæjaryfirvalda á slíkum beiðnum félagsins og að íþróttafélagið Hamar hljóti þannig 3.000.000 kr. í styrk frá Hveragerðisbæ vegna kaupanna. Þar sem vinna við fjárhagsáætlunargerð fyrir komandi ár er nú í farvegi og ekki er heimild fyrir þessum fjárútlátum í fjárhagsáætlun ársins 2023 leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að endanlegri afgreiðslu styrkbeiðninnar verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2024.
12.Bréf frá Styrktarfélagi Klúbbsins Stróks ódagsett
2310046
Í bréfinu óskar Styrktarfélag Klúbbsins Stróks eftir styrkveitingu frá Hveragerðisbæ.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að starfsemi klúbbsins verði styrkt með 150.000.
13.Verkfundargerð Grunnskólinn í Hveragerði 17. október 2023
2310078
Fundargerðin samþykkt.
14.Fundargerð Samband Íslenskra sveitarfélaga frá 29. september 2023
2310063
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
15.Fundargerð Bergrisans frá 18. september 2023
2310048
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
16.Fundargerð Bergrisans frá 28. ágúst 2023
2310047
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
17.Fundargerð Almannavarna Árnessýslu frá 28. september 2023
2310059
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
18.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 12. september 2023
2310060
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
19.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 28. september 2023
2310061
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
20.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 3. október 2023
2310062
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
21.Fundargerð Tónlistarskóla Árnesþinga frá 25. september 2023
2310050
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
22.Fundargerð Tónlistarskóla Árnesþinga frá 28. september 2023
2310051
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:30.
Getum við bætt efni síðunnar?