Fara í efni

Bæjarráð

821. fundur 19. október 2023 kl. 08:00 - 08:16 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir varaformaður
  • Halldór Benjamín Hreinsson
  • Alda Pálsdóttir
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, varaformaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð.

Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi bókun.
Í Samþykktum um stjórn og fundarsköp Hveragerðis segir í 29.gr. "Bæjarstjóri undirbýr bæjarráðsfundi í samráði við formann bæjarráðs. Hann sér um að bæjarráð sé boðað til fundar með skriflegu eða rafrænu fundarboði ásamt dagskrá a.m.k. tveimur sólarhringum fyrir fund." Til þessa fundar var boðað þriðjudag 17. október kl. 16:02. Það nær ekki framangreindum tveggja sólarhringa fresti og telst fundurinn því ólöglega boðaður og þar með ólöglegur.
Einnig var boðað til tveggja bæjarstjórnafunda í síðustu viku. Fyrra fundarboðið var með sömu dagsetningu og daginn sem fundarboðið fór út. Seinna fundarboðið sem fór út var sent út fimmtudaginn 12. október kl. 16:48 og boðaður fundur átti að eiga sér stað mánudaginn 16. október kl. 17:00. Í sömu samþykktum kemur skýrt fram að til bæjarstjórnarfundar skuli boðað með þriggja virkra daga fyrirvara. Þar sem þetta er boðað á fimmtudegi liðu ekki þrír virkir dagar frá boðun hans.
Nú hefur meirihluti O-lista og Framsóknar boðað til þriggja funda, bæjarstjórnar og bæjarráðs, á einni viku og enginn þeirra löglega boðaður. Það var meirihlutanum mikið kappsmál að breyta samþykktunum fyrr á þessu ári en virðast ekki geta farið eftir því sem þau lögðu til og samþykktu. Þá vekur það óneitanlega athygli að fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar lagði O-listinn ríka áherslu á vandaða stjórnsýslu. Þeim orðum fylgja engar efndir.
Alda Pálsdóttir
bæjarfulltrúi D-listans

Fundarhlé var gert kl. 8:10
Fundi fram haldið kl. 8:15.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun.

Fulltrúar meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar þakka framkomna ábendingu um fundarboðun þessa fundar og harma að mistök hafi verið gerð við boðun hans. Meirihlutinn leggur ríka áherslu á vandaða stjórnsýslu og mun tryggja bætta framkvæmd fundarboðana samkvæmt nýuppfærðum samþykktum í framhaldinu.

Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:16.

Getum við bætt efni síðunnar?