Fara í efni

Bæjarráð

820. fundur 05. október 2023 kl. 08:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
  • Eyþór H. Ólafsson
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Í upphafi fundar lagði formaður fram eftirfarandi bókun.

Bæjarráð harmar uppsagnir starfsmanna sem nú eru fram undan hjá Ás dvalar- og hjúkrunarheimili. Alls munu 38 starfsmenn missa vinnuna, þar af 21 íbúi í Hveragerði sem er um 1% vinnandi fólks í bænum. Það er mikið högg fyrir samfélagið og fyrir þá sem fyrir slíku verða. Bæjarráð hvetur forsvarsmenn til að endurskoða uppsagnirnar og hefur bæjarstjóri þegar setið fund með forstjóra Grundarheimila til að koma þeim tilmælum á framfæri.

Bókunin samþykkt samhljóða.

1.Bréf frá nefnda og greiningarsviði Alþingis frá 29. september 2023

2310013

Í bréfinu óskar Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016 (lántökuskilyrði vegna íbúðafjárfestinga) 171. mál.

Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefndar og greiningasviði Alþingis frá 29. september 2023

2310014

Í bréfinu óskar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024 til 2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024 til 2028, 182. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá nefndar og greiningasviði Alþingis frá 22. september 2023

2310016

Í bréfinu óskar Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um réttlát græn umskipti, 3. mál.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá stjórnarráði Íslands frá 26. september 2023

2310017

Í bréfinu ræðir Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið um innviði fyrir orkuskipti.
Lagt fram til kynningar.

5.Bréf frá Stjórnarráði Íslands frá 29. september 2023

2310023

Í bréfinu er fjallað um minningardag Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðaslysa sem haldinn verður sunnudaginn 19. nóvember 2023, dagurinn er jafnan haldinn þriðja sunnudag í nóvember til að heiðra minningu allra þeirra sem látist hafa í umferðarslysum.
Lagt fram til kynningar.

6.Bréf frá stjórnarráði Íslands frá 22. júní 2023

2310003

Í bréfinu biður Mennta- og barnamálaráðuneytið um umsögn landshlutasamtaka sveitarfélaga um svæðisbundið samráð sveitarfélaga í þágu farsældar barna.
Lagt fram til kynningar.

7.Bréf frá Innviðaráðuneyti frá 2. október 2023

2310018

Í bréfinu ræðir Innviðaráðuneytið um aðkomu Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélag að verkefninu Römpum upp Ísland.
Bæjarráð fagnar framtaki Römpum upp Ísland og því að þeir bjóði nú hinu opinbera, ríki og sveitarfélögum samstarf um gerð rampa við húsnæði í þeirra eigu.

Bæjarráð felur mannvirkjafulltrúa að vinna áfram með málið.

8.Bréf frá Innviðaráðuneyti frá 29. september 2023

2310019

í bréfinu ræðir Innviðaráðuneytið um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags.
Lagt fram til kynningar.

9.Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands frá 12. september 2023

2309088

Í bréfinu er bókun Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 11. september 2023 vegna fráveitu Hveragerðisbæjar.
Á fundi bæjarráðs þann 20. september bókaði bæjarráð vegna þessa liðar í fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands "Bæjarráð vill koma því á framfæri að bæjarstjóri og umhverfisfulltrúi áttu gagnlegan fund með starfsmönnum og stjórn HSL þann 14. ágúst s.l. Eins og fram hefur komið í samskiptum við HSL eru umbeðin gögn í vinnslu og verða afhent um leið og þau eru tilbúin. Bæjaryfirvöld leggja áherslu á að leysa fráveitumál bæjarins með farsælum hætti í góðri samvinnu við HSL". Bæjarstjóri hefur þegar komið sjónarmiðum Hveragerðisbæjar á framfæri við Heilbrigðiseftirlitið.

10.Bréf frá Byggingafélagi Námsmanna ses frá 15. september 2023

2309078

Í bréfinu óskar Byggingarfélag Námsmanna ses eftir lóðum og samstarfi við Hveragerðisbæ um uppbyggingu námsmannaíbúða.
Bæjarráð fagnar áhuga Byggingafélags Námsmanna um að byggja námsmannaíbúðir í Hveragerði sem er í samræmi við áður samþykkta húsnæðisáætlun Hveragerðisbæjar og felur bæjarstjóra að ræða við félagið.

11.Bréf frá Félagi eldri borgara í Hveragerði frá 1. október 2023

2310005

Í bréfinu óskar Félag eldri borgara í Hveragerði eftir að gerður sé viðauki við þjónustusamning félagsins í því
formi að starfsmaður á vegum sveitarfélagsins komi
að rekstri félagsins.
Bæjarráð þakkar Félagi eldri borgara í Hveragerði fyrir erindið og fagnar því góða og metnaðarfulla starfi sem félagið sinnir í Hveragerði, samfélaginu til heilla. Bæjarráð felur bæjarstjóra að finna lausn á mönnun á verkefninu, sem um ræðir, til áramóta. Bæjarráð vísar erindinu að öðru leyti til gerðar fjárhagsáætlunar 2024 með tilliti til endurskoðunar og útvíkkunar á þjónustusamningi við FEB.

12.Bréf frá Sjóðnum góða ódagsett

2310022

Í bréfinu óskar Sjóðurinn góði, sem er samstarfsverkefni félagasamtaka í Árnessýslu eftir fjárframlagi.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Sjóðurinn góði verði styrktur um kr 100.000,-.

13.Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun

2310024

Lögð fram tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar vegna kjarasamningsbundinna launahækkana.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka upp á kr. 79.100.000.- vegna kjarasamningsbundna hækkana á laun niður á deildir eins og fram kemur í beiðninni. Útgjöldunum verði mætt með auknum tekjum af útsvari.

14.Fyrirspurn frá fulltrúa D-listans - Bílastæði við Árhólma

2310021

Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.

Ég óska eftir því að það verði settur inn liður á bæjarráðið á fimmtudaginn þar sem farið verði yfir hvernig tekjur og kostnaður hafa þróast af bílastæðunum inni í Reykjadal og hvernig "hagnaði" ef einhver er hefur verið ráðstafað en ég geri þó almennt ráð fyrir að honum sé ráðstafað til að standa straum af gerð bílastæðanna enn sem komið er.
Lagt fram yfirlit yfir rekstur bílastæðanna við Árhólma í Reykjadal árið 2022 og janúar til september 2023. Hagnaður hefur verið notaður til að stækka bílastæðið.

15.Minnisblað frá Brunavörnum Árnessýslu frá 20. september 2023

2309089

Minnisblað Brunavarna Árnessýslu um ástand bílaplans og aðkomu að áhaldahúsi Hveragerðisbæjar og slökkvistöð að Austurmörk 20 í Hveragerði.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.

16.Umsókn um lóð

2309098

Fyrir fundinum liggur umsókn um lóðina Vorsabær 11, umsækjandi er Táta ehf.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthluta Táta ehf lóðinni Vorsabæ 11 í samræmi við reglur um úthlutun lóða.

17.Lóðaskipti við Hólmabrún

2310004

Í bréfinu óskar Ríkarður Traustason sem er lóðarhafi að lóðinni Hólmabrún 4 eftir að fá að skipta um lóð og fá lóðina Hólmabrún 8 í stað lóðar Hólmabrún 4.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lóðarskiptin.

18.Verkfundargerð Grunnskólinn í Hveragerði 28. september 2023

19.Verkfundargerð Hólmabrún frá 26. september 2023

2310006

Fundargerðin samþykkt.

20.Verkfundagerð Breiðamörk frá 15. september 2023

2310008

Fundargerðin samþykkt.

21.Verkfundagerð Breiðamörk frá 27. september 2023

2310007

Fundargerðin samþykkt.

22.Fundargerð Samband Íslenskra sveitarfélaga frá 18. september 2023

2310015

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

23.Fundargerð SASS frá 17. ágúst 2023

2310010

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

24.Fundargerði SASS frá 1. september 2023

2310011

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

25.Fundargerð SASS frá 18. september 2023

2310012

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?