Fara í efni

Bæjarráð

679. fundur 20. júlí 2017 kl. 08:00 - 22:59 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Njörður Sigurðsson
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Þjóðskrá Íslands frá 12.júlí 2017.

1707006

Í bréfinu er kynnt fasteignamat fyrir árið 2018. Í Hveragerði hækkar fasteignamat íbúðahúsnæðis um 17,9% og fasteignamat alls húsnæðis um 14,8%.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá Sigríði Elísabetu Sigmundsdóttur frá 10.júlí 2017.

1706048

Í bréfinu óskar bréfritari eftir að leigusamningur sem hún hefur um Tjaldsvæðið í Hveragerði verði færður yfir á Plis ehf.
Bæjarráð samþykkir erindið og að nýr leigusamningur verði gerður.

3.Bréf frá Bacha Terfasa Dube frá 17.júlí 2017.

1707007

Í bréfinu óskar bréfritari eftir stöðuleyfi fyrir léttan matarvagn við hliðina á Dalakaffi. Einnig óskar hann efir að fá úthlutað lóð undir 25-50 fm aðstöðuhús á sama stað fyrir árið 2018.
Bæjarráð hafnar erindinu þar sem unnið er að uppbyggingu á svæðinu í samræmræmi við gildandi deiliskipulag.

4.Orteka Partners-framkvæmdir í Ölfusdal. (áður á dagskrá bæjarstjórnar 8.júní 2017).

1707005

13. júlí barst tölvupóstur frá Orteka Partnes þar sem þeir fara fram á byggingu bráðabirgða þjónustuhúsnæðis á svæðinu og óska eftir áframhaldandi viðræðum um framtíðaruppbyggingu.
Bæjarráð telur að erindið fullnægi ekki þeim skilyrðum sem bæjarstjórn setti á fundi sínum þann 8. júní sl og hafnar því erindinu og lítur svo á að lóðarúthlutun á svæðinu sé afturkölluð.

5.Bréf frá Elínu Káradóttur og Sigurði Vilberg Svavarssyni frá 18.júlí 2017.

1707008

Í bréfinu óska bréfritarar, sem eru lóðarhafar að Hraunbæ 1, eftir stækkun á lóð sinni til austurs að möninni við lóðarmörkin á Hótel Örk.
Erindinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.

6.Fundargerð Fasteignafélags Hveragerðis frá 6.júlí 2017.

1707003

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

7.Verkfundargerð "Hjallabrún" frá 5.júlí 2017.

1707002

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

8.Verkfundargerð "Hjallabrún" frá 18.júlí 2017.

1707009

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

9.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.júní 2017.

1707004

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 22:59.

Getum við bætt efni síðunnar?