Fara í efni

Bæjarráð

817. fundur 30. ágúst 2023 kl. 08:00 - 08:26 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
  • Alda Pálsdóttir
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Minnisblað vegna viðbyggingar við leikskólann Óskaland.

2308210

Lagt fram minnisblað frá skipulagsfulltrúa þar sem hún óskar eftir heimild bæjarráðs til að fara í útboð á leigðri viðbyggingu við leikskólann Óskaland í samræmi við útboðs- og verklýsingu frá Strengi ehf.
Fulltrúi D-listans óskar eftir að fá skrifleg svör við eftirfarndi spurningum:

Boðað var til þessa aukafundar í bæjarráði með aðeins eitt mál á dagskrá, minnisblað frá skipulagsfulltrúa Hveragerðisbæjar vegna viðbyggingar við leikskólann Óskaland.
Hefur starfslýsingu skipulagsfulltrúa Hveragerðisbæjar verið breytt?
Er það í starfslýsingu skipulagsfulltrúa að hafa skoðanir á útfærslu einstaka framkvæmda með þessum hætti?
Liggja fyrir einhver hugmynd um kostnað við þessa framkvæmd?
Hver tekur grunn og gerir sökkla? Hver ber kostnaðinn af því? Er sá kostnaður inni í leiguverði?
Hver er kostnaðurinn við tengingu vatns og fráveitu? Fellur sá kostnaður beint á bæjarfélagið eða er hann inni í leiguverðinu fyrir húsin?
Hver er kostnaðurinn við stækkun bílastæða og nýja aðkomu? Hver ber þann kostnað?

Alda Pálsdóttir


Spurningum fulltrúa D - listans var svarað munnlega en bæjarstjóra falið að svara spurningunum skriflega á fundi bæjarráðs, 07.09.2023.

Bæjarráð samþykkir að fara í útboðið.

Fulltrúi D- lagði fram eftirfarandi bókun.
Í ljósi vöntunar á leikskólaplássum í Hveragerði fagna ég því að farið er í uppbyggingu en lýsi yfir vonbrigðum með að það sé ekki gert í Kambalandi.

Alda Pálsdóttir.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Eins og áður hefur komið fram á fundum bæjarráðs og bæjarstjórnar á fyrri stigum var ákveðið að fara þá leið að byggja upp frekari aðstöðu á Óskalandi meðal annars með það í huga að framkvæmdin er mjög hagkvæm, bæði í kostnaði og tíma, og verða hinar nýju deildir komnar í starfsemi mun fyrr en fyrirhugað var að leikskólinn í Kambalandi tæki til starfa á fyrri stigum. Áætlað er að nýjar deildir á leikskólanum taki til starfa í vetur. Með þessari breytingu og fyrirhuguðum framkvæmdum er bæði leystur vandinn varðandi biðlista eftir leikskólaplássi og varðandi starfsmannaaðstöðu og sérkennslurými á Óskalandi. Jafnframt er leikskólinn sem fyrirhugaður er í Kambalandi enn á áætlun og verður farið í frekari undirbúning þeirrar framkvæmdar í framhaldi viðbótarinnar við Óskaland.

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.

Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:26.

Getum við bætt efni síðunnar?