Fara í efni

Bæjarráð

816. fundur 21. ágúst 2023 kl. 15:30 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
  • Alda Pálsdóttir
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Geir Sveinsson bæjarstjóri
Dagskrá
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags

2306074

Hugsanleg afturköllun ákvörðunar bæjarráðs frá 4. júlí sl. vegna nýrra gagna um að veita nemanda með lögheimili í Hveragerði leyfi til að stunda nám í skóla utan Hveragerðis skólaárið 2023-2024
Meirihluti bæjarráð samþykkir að afturkalla ekki ákvörðun bæjarráðs frá 04.júlí sl. Fulltrúi minnihlutans sat hjá.

2.Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags

2308010

Óskað er eftir að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í skóla utan Hveragerðis skólaárið 2023-2024. Um endurnýjun á umsókn er að ræða.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir skólaárið 2023-2024 samkvæmt reglum um viðmiðunarkostnað, gefnum út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

3.Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags

2308011

Óskað er eftir að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í skóla utan Hveragerðis skólaárið 2023-2024. Um endurnýjun á umsókn er að ræða.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir skólaárið 2023-2024 samkvæmt reglum um viðmiðunarkostnað, gefnum út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?