Fara í efni

Bæjarráð

813. fundur 20. júlí 2023 kl. 08:00 - 08:47 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
  • Alda Pálsdóttir
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Umhyggju frá 26. júní 2023

2307019

Í bréfinu er Umhyggja, sem er félag langveikra barna að skipuleggja Umhyggjudag 26. ágúst og óska eftir að í tilefni dagsins verði frítt í sund í Hveragerði á milli klukkan 14-16 þann dag.
Bæjarráð samþykkir að það verði frítt í sund laugardaginn 26. ágúst milli kl. 14-16.
Fylgiskjöl:

2.Bréf frá Bændasamtökum Íslands frá 6. júlí 2023

2307018

Í bréfinu er rætt um lausagöngu / ágangs búfjár í ógirtum heimalöndum.
Lagt fram til kynningar.

3.Minnisblað frá Umhverfisstjóra vegna vals á fegurstu görðum Hveragerðis 2023

2307020

Lagt fram minnisblað frá Umhverfisstjóra sem ásamt ráðgjöfum þar sem þau skoðuðu garða í Hveragerði og völdu þrjá garða sem þau töldu fegursta þetta árið.
Bæjarráð samþykkir tillögu hópsins um verðlaunagarða.

4.Tilboð í körfur í íþróttahús Hveragerði

2307021

Lögð fram tvö tilboð í fjórar körfur fyrir íþróttahúsið.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði tvö þ.e. tvær körfur sem koma úr lofti og 2 veggfastar körfur. Kostnaðurinn rúmast innan fárfestingaráætlunar.

5.Minnisblað frá umhverfisstjóra útboð á fyllingu og sökklum við leikskólann Óskaland

2307022

Lagt fram minnisblað frá Umhverfisstjóra vegna fyllingar og sökkla við viðbyggingu við leikskólann Óskaland.
Bæjarráð samþykkir að fara í tvö útboð annars vegar útboð á jarðvinnu og fyllingu og hins vegar í sökkla.

6.Verkfundargerð - Grunnskólinn í Hveragerði 11. júlí 2023

2307016

Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

7.Fundargerð SASS frá 30. júní 2023

2307017

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:47.

Getum við bætt efni síðunnar?