Fara í efni

Bæjarráð

811. fundur 15. júní 2023 kl. 08:00 - 09:17 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
  • Alda Pálsdóttir
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Orlofsnefnd húsmæðra frá 15. maí 2023

2306006

Í bréfinu eru lagðar fram skýrslur um starfsemi Orlofs húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu ásamt reikningum ársins 2022.
Bæjarráð þakkar orlofsnefnd skilmerkilega skýrslu um greinilega góð og skemmtileg ferðalög húsmæðra.

2.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 16. maí 2023

2306028

Sýslumaðurinn óskar eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Músíkhús ehf kt. 660423-1170, Laufskógar 11, fasteignanúmer: 221-0673 rýmisnúmer: 02-0101 og 03-0101 um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-C minna gistiheimili.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við leyfið.

3.Bréf frá Brunabótafélagi Íslands frá 13. júní 2023

2306043

Í bréfinu er tilkynnt að Hveragerðisbær hafi ekki hlotið styrk frá Styrktarsjóði EBÍ að þessu sinni.
Lagt fram til kynningar

4.Bréf frá Eignarhaldsfélagi Suðurlands frá 9. júní 2023

2306037

Í bréfinu er boðað til aðalfundar Eignarhaldsfélags Suðurlands mánudaginn 26. júní nk. kl.12:00 í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Lagt fram til kynningar. Hveragerðisbær á 1 fulltrúa á fundinum.

5.Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands frá 13. júní 2023

2306066

Í bréfinu er tilkynnt að frestur til að skila inn úrbótaáætlun til heilbrigðisnefndar vegna fráveitu Hveragerðisbæjar er 4. júlí nk.
Mikil vinna hefur verið lögð í fráveitumál Hveragerðisbæjar undanfarna mánuði, allt frá því erindi barst frá Heilbrigðisnefnd í vetur um stöðuna og kröfur um úrbætur. Bæjaryfirvöld taka stöðunni alvarlega og leggja kapp á að koma fráveitumálum bæjarins í viðunandi horf. Úrbótaáætlun verður skilað innan veitts frests skv. fyrirliggjandi tilkynningu og er bæjarstjóra falið að fylgja verkefninu eftir.

6.Bréf frá Elvari Þrastarsyni frá 30. maí 2023

2306007

Í bréfinu óskar Elvar Þrastarson eftir fresti til 30. maí 2024 til að skila inn fullgildum aðaluppdráttum vegna framkvæmda á Friðarstöðum 3 í Hveragerði.
Bæjarráð samþykkir að veita Elvari Þrastasyni, lóðarhafa á lóðinni Friðarstaðir 3 (lóð 19 á deiliskipulagsuppdrætti) auka frest til 30. maí 2024 til þess að skila inn fullgildum aðaluppdráttum til byggingarfulltrúa og til 31. desember 2024 til þess að reisa sökkla.

7.Bréf frá Stjórn Körfuknattleiksdeildar og Knattspyrnudeildar frá 31. maí 2023

2306008

Í bréfinu sækja stjórnir Knattspyrnudeildar og Körfuknattleiksdeildar um formlegt leyfi fyrir því að halda Blómaballið 19. ágúst 2023 í íþróttahúsinu og vera með sölubás alla helgina með vínveitingaleyfi þar sem til sölu verður ýmis varningur.
Bæjarráð samþykkir að Knattspyrnudeild og Körfuboltadeild Hamars fái að halda Blómaballið 19. ágúst 2023 í íþróttahúsinu að uppfyltum nánari skilyrðum bæjarins. Sækja þarf um heimild til vínveitinga hjá Sýslumanni og sölubása hjá byggingafulltrúa samkvæmt samþykkt og gjaldskrá um götu og torgsölu í Hveragerðisbæ.

8.Bréf frá Meistaraflokksráði körfuknattleiksdeildar Hamars ódagsett

2306038

Í bréfinu óskar Meistaraflokksráð karla í körfuknattleiksdeild eftir úrbótum í íþróttahúsinu við Skólamörk vegna fyrirhugaðra sjónvarpsútsendinga frá úrvalsdeild karla í körfuknattleik veturinn 2023-2024.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að láta gera kostnaðaráætlun á þær breytingar sem þarf að gera í íþróttahúsinu.

9.Bréf frá Baldri Sigurðssyni frá 7. júní 2023

2306031

Í bréfinu óskar bréfritari eftir upplýsingum um hvort starfsmaður í stjórnsýslunni (Hveragerðisbæjar) geti beitt valdníðslu og mismunun gegn fyrirtækjum og íbúum bæjarins vegna persónulegrar óvildar.
Beðist er velvirðingar á hversu langan tíma tók að svara fyrra erindi fyrirspyrjanda. Í erindi frá 7. júní sl. er spurt hvort að starfsmaður í stjórnsýslu Hveragerðisbæjar geti beitt valdníðslu og mismunun gegn fyrirtækjum og íbúum í sveitarfélaginu. Hveragerðisbær hafnar því að starfsmenn bæjarins hafi gerst sekir um slíkt. Starfsmenn sveitarfélagsins fylgja í störfum sínum þeim reglum sem gilda um stjórnsýslu sveitarfélaga. Almennt eru meginreglur um stjórnsýslu sveitarfélaga að finna í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011, stjórnsýslulögum nr. 37/1993 og öðrum sérlögum eftir því sem við á. Stjórnsýsla Hveragerðisbæjar er svo nánar útfærð í sérstökum samþykktum.

10.Hugmyndir af opnunartíma gámsvæðis

2306032

Lagðar fram þrjár tillögur frá umhverfisfulltrúa að breyttum opnunartíma gámasvæðisins í Hveragerði.
Bæjarráð samþykkir að breyta opnunartíma gámasvæðis til prufu til loka september þannig að gámasvæðið verði opið til 19:00 þriðjudaga og fimmtudaga en lokað á mánudögum. Opnunartími á öðrum dögum verði óbreyttur.
Með þessu er reynt að koma til móts við óskir bæjarbúa um aukið aðgengi að gámasvæðinu utan hefðbundins vinnutíma.

11.Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista - Hver er staðan á fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu á svokallaða Fagrahvammstúni

2306034

Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.
Hver er staðan á fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu á svokallaða Fagrahvammstúni? Hver eru næstu skref og hvenær er áætlað að deiliskipulagsvinnunni ljúki?

Alda Pálsdóttir
Lagt fram minnisblað frá skipulagsfulltrúa um stöðu skipulagsmála á Fagrahvammstúni og Reykjamörk 22.

12.Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista - Hver er staðan á uppbyggingu á íþróttamannvirki uppi í dal

2306035

Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.
Hver er staðan á uppbyggingu á íþróttamannvirki uppi í dal? Er fyrirhugað að reisa þar stálgrindar eða límtréshús á þessu ári og/eða næsta? Raunhæfur kostur við uppbyggingu íþróttamannvirkis miðað við fjárhagsstöðu Hveragerðisbæjar er að blása aftur upp dúkinn. Hefur sá kostur verið skoðaður til að koma iðkendum og íþróttastarfinu í skjól fyrir veturinn?
Alda Pálsdóttir
Á fundi bæjarstjórnar 3. apríl sl. var öllum tilboðum í Hamarshöllina hafnað og ákveðið að fara í samkeppnisviðræður við bjóðendur. Þetta var ákveðið með atkvæðum meirihlutans en Sjálfstæðisflokkurinn sat hjá og tók því ekki afstöðu til málsins. Undirbúningur að samkeppnisviðræðum hefur staðið undanfarnar vikur. Samhliða hafa verið skoðaðar fjármögnunarleiðir í ljósi breytts umhverfis í efnahagslífinu sem hafa haft veruleg áhrif á rekstur sveitarfélaga og lánakjör þeirra. Verið er að horfa til þess að klára samkeppnisviðræður sem allra fyrst. Enginn kostur við uppbyggingu nýrrar Hamarshallar hefur verið útilokaður og lagt er kapp á að koma nýrri Hamarshöll upp sem fyrst og að nýta fjármagn sveitarfélagsins sem best í slíkri framkvæmd. Rétt er að geta þess að allar framkvæmdir er varðar uppbyggingu nýrrar Hamarshallar, þ.m.t. að koma upp loftbornu íþróttahúsi, þurfa að fara útboðsleið.

13.Verkfundargerð - Grunnskólinn í Hveragerði 31. maí 2023

2306009

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

14.Verkfundargerð - Grunnskólinn í Hveragerði 13. júní 2023

2306033

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

15.Verkfundur Hólmabrún frá 6. júní 2023

2306021

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

16.Verkfundargerð frá 24. maí 2023 - Kaplahraun 2023

2306039

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

17.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. maí 2023

2306017

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Fundargerð Samband íslenskra sveitarfélaga frá 2. júní 2023

2306026

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Bæjarráð Hveragerðisbæjar fagnar að samningar hafa nást við BSRB félög og að verkfallsaðgerðum hafi verið aflýst.

19.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 25. maí 2023

2306010

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Fundargerð Bergrisans frá 15. maí 2023

2306011

Fundargerðin, ársreikningur og starfsreglur þjónusturáðs lögð fram til kynningar.

21.Fundargerð Bergrisans frá 19. maí 2023

2306012

Fundargerðin, ársreikningur og starfsreglur þjónusturáðs lögð fram til kynningar.

22.Fundargerð Bergrisans frá 23. maí 2023

2306022

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

23.Fundargerð Arnardrangs frá 18. apríl 2023

2306023

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

24.Fundargerð Arnardrangs 15. maí 2023

2306024

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

25.Fundargerð Almannavarna Árnessýslu frá 2. júní 2023

2306027

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

26.Fundargerð Byggðasafns Árnesinga frá 30. maí 2023

2306029

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

27.Fundargerð SASS frá 2. júní 2023

2306036

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:17.

Getum við bætt efni síðunnar?