Fara í efni

Bæjarráð

809. fundur 22. maí 2023 kl. 08:00 - 09:30 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Sandra Sigurðardóttir formaður
  • Halldór Benjamín Hreinsson
  • Alda Pálsdóttir
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Sandra Sigurðardóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Í upphafi fundar lagði Alda Pálsdóttir fram eftirfarandi bókun.

Fulltrúi D-listans lýsir yfir undrun sinni á afgreiðslu fyrirspurnar varðandi biðlistamál leikskólanna í Hveragerði.
Fyrirspurnina sendi fulltrúi D-listans inn fjórum dögum fyrir Bæjarráðsfund og var svarað með þeim orðum að ekki væri hægt að taka erindið fyrir í bæjarráði fyrr en 1. júní nk. Vill fulltrúi D-listans benda á að til að framfylgja samþykktum um stjórn Hveragerðisbæjar skal bæta fyrirspurninni inn í dagskrá þessar fundar. Ef engin svör liggja fyrir á fundinum í dag þá skal það fært til bókar og fyrirspurninni vísað til næsta fundar.

Alda Pálsdóttir

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 5. maí 2023

2305071

Í bréfinu óskar Umhverfis - og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 1028. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefndarsviði Alþingis frá 17. maí 2023

2305083

Í bréfinu óskar Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á kosningalögum, nr. 112/2021 (lækkun kosningaaldurs), 497. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá Innviðaráðuneytinu frá 9. maí 2023

2305078

Í bréfinu ræðir Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga almennt um eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2023.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá Sunddeild Hamars frá 2. maí 2023

2305023

Í bréfinu skorar Sunddeild Hamars á Hveragerðisbæ að lagfæra gufulögn að Sundlauginni Laugaskarði.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara og leita leiða til að lagfæra gufulögnina.

5.Bréf frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands frá 9. maí 2023

2305069

Með bréfinu fylgdi ársskýrsla ÍSÍ sem var gefin út í tilefni 76. Íþróttaþings ÍSÍ sem fór fram í Íþróttamiðstöðinni Ásvöllum, Hafnarfirði 5. og 6. maí sl.
Lagt fram til kynningar.

6.Bréf frá Landskerfi bókasafna frá 17. apríl 2023

2305035

Í bréfinu er boðað til aðalfundar Landskerfis bókasafna sem haldið var þriðjudaginn 9. maí.
Forstöðumaður bókasafns Hveragerðis mætti á aðalfundinn fyrir hönd Hveragerðisbæjar.

7.Bréf frá Varmá frá 17. maí 2023

2305084

Í bréfinu óskar bréfritari eftir fresti vegna framkvæmda á lóðunum Breiðamörk 50 og 52 (Friðarstaðir 5 og 7).
Bæjarráð samþykkir að veita Varmá ehf, lóðarhafa á lóðunum Breiðamörk 50 og 52 (Friðarstaðir 5 og 7) auka frest um eitt ár eða til 14. júní 2024 til þess að skila inn fullgildum aðaluppdráttum til byggingarfulltrúa og til 31. desember 2024 til þess að reisa sökkla.

8.Bréf frá Tónræktinni frá 19. maí 2022

2305086

Í bréfinu óskar Tónræktin eftir heimild Hveragerðisbæjar til að halda tónlistarhátíðina Allt í blóma í Lystigarðinum dagana 30. júní til 1. júlí. Jafnframt er óskað eftir að fá að hafa matarvagna og veitingarsölu frá Reykjadalsskála. Eins er óskað eftir styrk frá Hveragerðisbæ fyrir hátíðina.
Bæjarráð þakkar Tónræktinni fyrir flott framtak og samþykkir erindið og styrk að fjárhæð kr. 1 milljón.

9.Samkomulag um breytingar á samningi um greiðslu gistináttagjalds

2305026

Lagðar fram um breytingar á samningi milli Reykjavíkurborgar og Hveragerðisbæjar um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum (neyðarskýlum) Reykjavíkurborgar fyrir utangarðsfólk.
Bæjarráð samþykkir breytinguna.

10.Beiðni frá Sveitarfélaginu Árborg um aukna þjónustu við nemanda með lögheimili í Hveragerði

2305070

Lögð fram beiðni frá Sveitarfélaginu Árborg um aukna þjónustu við nemanda með lögheimil í Hveragerði sem stundar nám við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og óskar eftir nánari útskýringum á kostnaðarliðum.

11.Álit frá KPMG samkvæmt 66. gr. vegna framkvæmda við grunnskólann

2305085

Lagt fram álit KPMG á fjárfestingu við viðbyggingu grunnskólans skv. 66. gr. sveitarstjórnarlaga.
Meirihluti bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Stéttarfélagið ehf vegna tilboðs þeirra í viðbyggingu við grunnskólann.
Fulltrúi D-listans sat hjá.

12.Fyrirspurn frá D-listanum.

2305087

Óskað er eftir upplýsingum um hversu mörg börn séu á biðlista eftir leikskólaplássum í Hveragerði. Hver aldursdreifing barna er á biðlistum? Hvernig skiptingin á biðlista er milli umsókna á leikskóla Óskalands og hins vegar Undralands og þeirra sem sækja um á báðum leikskólum? Hver er aldursskipting á deildum í vetur og hvort sama aldurskipting verði næsta vetur? Hversu mörg börn eru nú skráð á hvorn leikskóla fyrir sig? Hver er heimilaður fjöldi barna á hvorum leikskóla fyrir sig?
Þá óskar fulltrúi D-listans eftir upplýsingum um hversu margir hafi sótt um og nýtt sér foreldragreiðslur sem samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í september sl.?
Óskað er eftir skriflegum svörum á fundi bæjarráðs.
Alda Pálsdóttir
Afgreiðsla á málinu verður tekin fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

13.Verkfundargerð - Breiðamörk frá 26. apríl 2023

14.Verkfundargerð frá 10. maí 2023 - Breiðamörk

15.Verkfundargerð - Austurmörk og Grænamörk færsla gatnamóta frá 9. maí 2023

2305075

Fundargerðin samþykkt.

16.Verkfundargerð frá 10. maí 2023 - Kaplahraun

17.Verkfundargerð Hólmabrún frá 9. maí 2023

2305077

Fundargerðin samþykkt.

18.Fundargerð Samband íslenskra sveitarfélaga frá 28. apríl 2023

2305027

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Fundargerð SASS frá 5. maí 2023

2305072

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Fundargerð Bergrisans frá 18. apríl 2023

2305082

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga frá 28. apríl 2023

2305079

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

22.Fundargerð Tónlistarskóla Árnesinga 5. maí 2023

2305080

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

23.Fundargerð Tónlistarskóla Árnesinga 9. maí 2023

2305081

Fundargerðin lögð fram til kynningar. Tónlistarskóli Árnesinga stendur fyrir mjög öflugu menningarstarfi á Suðurlandi og viljum við óska þeim til hamingju með menntaverðlaun Suðurlands 2022.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Getum við bætt efni síðunnar?