Fara í efni

Bæjarráð

678. fundur 06. júlí 2017 kl. 08:00 - 09:40 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Njörður Sigurðsson
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Í upphafi fundar bókaði bæjarráð þakkir til landsmótsnefndar, HSK, UMFÍ, félögum í Hamri og öðrum sem komu að landsmóti 50+ fyrir gott starf við undirbúning og framkvæmd mótsins. Landsmótið tókst mjög vel.

1.Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu frá 14. júní 2017.

1706028

Í bréfinu er staðfest að eftirfylgni með úttekt á Leikskólanum Óskalandi er lokið. Ráðuneytið telur að Hveragerðisbær hafi gert fyllilega grein fyrir umbótum í kjölfar úttektar ráðuneytisins.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá Velferðarráðuneytinu frá 21.júní 2017.

1706041

Í bréfinu fagnar ráðuneytið því að Hveragerðisbær hafi samþykkt byggingu nýs leikskóla þar sem börnum býðst leikskólavistun frá eins árs aldri. Í bréfinu koma einnig fram þakkir til bæjarins fyrir ábendingar um lengingu fæðigarorlofs.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga ódagsett.

1706043

Í bréfinu sem er afrit af bréfi frá Vináttu í verki þar sem óskað er eftir styrk frá Hverageðrisbæ vegna hamfaranna sem urðu á Grænlandi þann 18. júní sl.
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 100.000.- kr.

4.Bréf frá Búmönnum frá 18. júní 2017.

1706029

Í bréfinu er fréttatilkynning frá húsnæðissamvinnufélagi Búmanna hsf. að afloknum aðalfundi félagsins 15. júní s.l. Í henni kemur fram að félagið stendur mjög vel núna þrátt fyrir að hafa nær orðið gjaldþrota 2015.
Lagt fram til kynningar.

5.Minnisblað frá byggingarfulltrúa: Gatnagerð í Hólmabrún.

1706026

Lagt fram minnisblað frá byggingarfulltrúa um kostnaðaráætlun í gatnagerð í Hólmabrún.
Bæjarráð samþykkir að fela byggingarfulltrúa að hefja nú þegar hönnun og gerð útboðsgagna vegna gatnagerðarinnar. Ákvörðun um framkvæmdir verður tekin þegar þau gögn liggja fyrir.

6.Lögreglusamþykkt fyrir Suðurland, síðari umræða.

1706020

Lögð fram til síðari umræðu lögreglusamþykkt fyrir Suðurland.
Lögreglusamþykktin samþykkt samhljóða.

7.Minnisblað frá bæjarstjóra: Breiðamörk 1B - Hótel örk.

1706040

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra vegna Breiðumörk 1B - Hótel Örk en á fundi bæjarráðs þann 8, júní var samþykkt að bæjarstjóri gerði tímabundinn samning við Hótel Örk um afnotarétt. Við nánari skoðun kom í ljós að í gildi er samkomulag til 25 ára við Nóa- fasteignafélag um nýtingu lóðarinnar.
Bæjarráð biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi mistök hafa valdið lóðarhafa en ljóst er að um úthlutun á umræddri lóð verður ekki að ræða á meðan að samningurinn er í gildi.

8.Lóðarumsóknir Dynskógar 13.

1706045

Fyrir fundinum liggja 8 umsóknir um lóðina Dynskógar 13. Kristján Óðinn Unnarsson fulltrúi sýslumanns hafði umsjón með útdrætti um lóðina.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Indriða Hrannari Blöndal lóðina Dynskógar 13 samkvæmt þeim reglum sem gilda um úthlutun lóða í Hveragerði.

Samþykkt var að draga þrjá til vara: 1. Janus Bjarnason, 2. Agnar Guðmundsson og 3. Sandra Sigurðardóttir.

Bæjarráð samþykkir að framsal lóða er óheimilt og mun bæjarráð ekki samþykkja nafnabreytingar á úthlutaðri lóð fyrr en framkvæmdir teljast hafnar og lóðarleigusamningur hefur verið gefinn út.

9.Samkomulag Hveragerðisbæjar við Suðursali ehf.

1706049

Lagt fram samkomulag milli Hveragerðisbæjar og Suðursala ehf um lóðirnar Sunnumörk 1 og 3, Austurmörk 24 og Austurmörk 25.
Samningurinn samþykktur.

10.Minnisblað frá byggingarfulltrúa: Viðhaldsvinna, Friðarstaðir Hveragerði.

1706047

Lagt fram minnisblað frá byggingarfulltrúa um kostnað við að skipta um forðakút á Friðarstöðum og tengja hann við eldra kerfi.
Afgreiðslu málsins frestað.

11.Leigusamningur við Kvenfélag Hveragerðis um Fljótsmörk 2 ásamt áætlun um breytingu á húsnæði.

1706039

Lagður fram nýr leigusamningur við Kvenfélag Hveragerðis um leigu á húsnæði Fljótsmörk 2 fyrir skóla- og velferðaþjónustu Árnesþings. Einnig er lögð fram áætluð kostnaðarhlutdeild Hveragerðisbæjar vegna breytinga á fyrirhuguðu húsnæði upp á kr. 3.211.102.-
Bæjarráð samþykkir leigusamninginn og áætlaða kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins vegna breytinga á húsnæðinu.

12.Þarfagreining á félagslegum leiguíbúðum í Árnessýslu utan Árborgar.

1706032

Lögð fram þarfagreining á félagslegu leiguhúsnæði í sveitarfélögum utan Árborgar er forstöðumaður Skóla- og velferðaþjónustu Árnesings gerði.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerð skipulag- og mannvirkjanefndar frá 27.júní 2017.

1706046

Með fundargerðinni fylgdu athugasemdir Skipulagsstofnunar á Aðalskipulagi Hveragerðis 2017-2029 og minnispunktar frá Skipulagsfulltrúa um svar við athugasemdunum.

Liðir afgreiddir sérstaklega: 1, 2, 3, 4, 5, 6 og 7.
Liður 1 "Heildarendurskoðun aðalskipulags Hveragerðis 2005-2017 - verkstaða" afgreiddur sérstaklega.
Að mati bæjarráðs eru athugasemdir Skipulagsstofnunar minniháttar og hafa ekki áhrif á þá stefnumörkun sem sett er fram í skipulagstillögunni. Því samþykkir bæjarráð að tillit verði tekið til athugasemda stofnunarinnar og að aðalskipulagstillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim breytingum sem skipulagsfulltrúi leggur til í minnisblaði sínu.

Liður 2 "Austurmörk, Sunnumörk og Mánamörk, deiliskipulagstillaga" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst með ofangreindum breytingum sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhlíða tillögu að heildarendurskoðun aðalskipulags Hveragerðis.

Liður 3 "Edenreitur, deiliskipulagstillaga" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhlíða tillögu að heildarendurskoðun aðalskipulags Hveragerðis.

Liður 4 "Sunnumörk 6, athafna- og íbúðarhús, breyttir aðaluppdrættir" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarráð samþykkir byggingaráformin. Bæjarráð vill minna á ákvæði í gildandi deiliskipulagi um gróður og græn svæði á athafnalóðum á þessu svæði. Skipulagsfulltrúa falið að fylgja þessum ákvæðum eftir og gera bæjarráði grein fyrir niðurstöðum þeirra vinnu eins fljótt og hægt er.

Liður 5 "Borgarheiði 11v, viðbygging" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarráð samþykkir byggingaráformin.

Liður 6 "Heiðmörk 54 og 56, fyrirspurn um stækkun bílskúra" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarráð samþykkir stækkun bílskúranna.

Liður 7 "Austurmörk 1, umsókn um stöðuleyfi fyrir færanlegu húsi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarráð samþykkir stöðuleyfið í 6 mánuði.

14.Fundargerð Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings frá 20. júní 2017.

15.Fundargerð menningar-, íþrótta- og frístundanefndar frá 12. júní 2017.

1706025

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

16.Fundargerð NOS frá 15.júní 2017.

1706038

Varðandi lið 2 "Beiðni um starfsaðstöðu fyrir náms- og starfsráðgjafa uppsveita og Flóa" tekur bæjarráð undir bókun nefndarinnar og hafnar erindinu.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

17.Leikskóli Þelamörk 62, verkfundargerð frá 20. júní 2017.

1706030

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

18.Leikskólin Þelamörk 62, verkfundargerð frá 4.júlí 2017.

1707001

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

19.Hjallabrún gatnagerð, verkfundargerð frá 21. júní 2017.

1706033

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

20.Fræðslunet Suðurlands - Ársreikningur og ársskýrsla 2016.

21.Fundargerð stjórnar SASS frá 21.júní 2017.

1706037

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Getum við bætt efni síðunnar?