Fara í efni

Bæjarráð

677. fundur 15. júní 2017 kl. 08:00 - 09:00 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Njörður Sigurðsson
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Landgræðslu ríkisins frá 7. júní 2017.

1706014

Í bréfinu er rætt um förgun og nýtingu á seyru til uppgræðslu. Óskað er eftir samstarfi sveitarfélaganna Árborgar, Hveragerðis og Ölfuss við þetta verkefni.
Bæjarráð telur verkefnið áhugavert og felur bæjarstjóra og formanni Umhverfisnefndar að fylgjast með framvindu þess fyrir hönd bæjarins.

2.Bréf frá Íbúðalánasjóði frá 8. júní 2017.

1706021

Í bréfinu er kynnt að íbúðalánasjóður hyggist hafa samband við sveitarfélög með það í huga að bjóða til viðræðna um möguleg kaup þeirra á fasteignum í eigu sjóðsins innan viðkomandi sveitarfélaga.
Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara og meta hvort umræddar eignir séu á einhvern hátt nauðsynlegar fyrir Hveragerðisbæ.

3.Bréf frá Styrktarsjóði EBÍ frá 9. júní 2017.

1706023

Í bréfinu kemur fram að Hveragerðisbær fékk ekki styrk sem sótt var um úr sjóðnum vegna uppbyggingar í og við rústir gömlu rafstöðvarinnar við Varmá.
Lagt fram til kynningar.

4.Lögreglusamþykkt fyrir Suðurland.

1706020

Lögð fram til fyrri umræðu lögreglusamþykkt fyrir Suðurland.
Samþykkt að vísa lögreglusamþykktinni til síðari umræðu.

5.Minnisblað: forkaupsréttur á Öxnalækjarlandi.

1706022

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra vegna forkaupsréttar að Öxnalækjarlandi fastanúmer 234-3314.
Bæjarráð samþykkir að nýta forkaupsrétt að umræddri spildu og felur jafnframt bæjarstjóra að hefja nú þegar viðræður við Vegagerðina vegna uppkaupa á landi fyrir nýjan Suðurlandsveg.

6.Samningar um auglýsingastand við Suðurlandsveg.

1706024

Lagðir fram samningar um eignarhald og þjónustu á auglýsingastandi við Suðurlandsveg við Dengsa ehf og samningur við meistaraflokk Hamars í knattspyrnu um heimild þeirra til leigu flata á auglýsingastandinum.
Samningarnir samþykktir en eldri samningar sem gerðir voru um auglýsingastandinn gera að verkum að meistaraflokkur í knattspyrnu mun sjá um að selja auglýsingar á standinum á meðan að samningur þessi er í gildi. Bæjarstjóra falið að undirrita samninganna í samræmi við umræður á fundinum.

7.Fundargerð fræðslunefndar frá 8. júní 2017.

1706015

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

8.Verkfundargerð Leikskóli Þelamörk 62, frá 6. júní 2017.

1706017

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

9.Verkfundargerð gatnagerð Hjallabrún frá 7. júní 2017.

1706018

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

10.Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga frá 4. maí 2017.

1706016

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð SASS frá 31. maí 2017.

1706013

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 6. júní 2017.

1706012

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerð Almannavarna Árnessýslu frá 7. júní 2017.

1706019

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Getum við bætt efni síðunnar?