Fara í efni

Bæjarráð

805. fundur 16. mars 2023 kl. 08:00 - 08:38 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Sandra Sigurðardóttir formaður
  • Halldór Benjamín Hreinsson
  • Alda Pálsdóttir
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Sandra Sigurðardóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndarsviði Alþingis frá 8. mars 2023

2303040

Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs, þjónustustöðvar), 782. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 9. mars 2023

2303042

Í bréfinu óskar allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til
þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026, 795. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 9. mars 2023

2303043

Í bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til
þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 126. mál.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 9. mars 2023

2303041

Í bréfinu óskar allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga um
grunnskóla (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 128. mál.
Lagt fram til kynningar.

5.Bréf frá Innviðaráðuneytinu frá 28. febrúar 2023

2303044

Í bréfinu kemur fram að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur yfirfarið fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga lagt fram til kynningar. Í bréfinu er fjallað um almenn viðmið eftirlitsnefndar en ekki skilgreinda mælikvarða samkvæmt sveitarstjórnarlögum og reglugerðum. Samkvæmt gildandi fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar er gert ráð fyrir að skilyrði um fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga, eins og þau er skilgreind í lögum og reglugerðum, verði uppfyllt við lok áætlunartímabilsins árið 2026.

Sandra Sigurðardóttir.
Halldór Benjamín Hreinsson.

Fulltrúar D-listans lögðu fram bókun á bæjarstjórnarfundi vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2023 þar sem m.a. kom fram að mikil lántaka virtist vera framundan hjá sveitarfélaginu og þær aðgerðir sem meirihlutinn hygðist fara í varðandi hagræðingu í rekstri væru að mati fulltrúa D-listans illa ígrundaðar og forgangsröðun ekki eins og best væri á kosið. Uppbygging væri úr takti við allan raunveruleika.

Því miður virðast þessi varnaðarorð nú strax vera að raungerast. Með of miklum og hröðum fjárfestingum er meirihluti O og B lista að missa tökin á útgjöldum sveitarfélagsins sem eru langt umfram getu bæjarins. Hér er verið að rúmlega sexfalda fjárfestingar í sveitarfélaginu frá árinu 2022 og taka miklu hærri upphæð að láni en nokkurtíma áður hefur verið gert. Bókun D-listans vegna fjárhagsáætlunargerðar nýs meirihluta hefur nú raungerst eins og sjá má í bréfi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga en í því bréfi kemur meðal annars fram að samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 uppfyllir sveitarfélagið ekki lágmarksviðmið eftirlitsnefndar fyrir A-hluta. Eftirlitsnefndin leggur áherslu á það við sveitarstjórn, sem ber ábyrgð á fjárhag sveitarfélagsins, að nauðsynlegt sé að fara vel yfir fjárhagslegar forsendur sveitarfélagsins til að ná framangreindum lágmarksviðmiðum. Þessi fyrstu skref nýs meirihluta við fjárhagslega stjórnun bæjarfélagsins vekur ugg um þá framtíð sem í vændum er fyrir Hvergerðinga.

Alda Pálsdóttir

6.Bréf frá leikskólastjóra Leikskólans Undralands frá 6. febrúar 2023

2303045

Í bréfinu óskar leikskólastjóri Leikskólans Undralands eftir að fá að halda fagfundi utan opnunartíma og greiða fyrir fundarsetur í yfirvinnu.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

7.Minnisblað frá leikskólastjórum vegna niðurfellingar leikskólagjalda í dymbilviku

2303054

Lagt fram minnisblað frá leikskólastjórum frá 14. mars 2023 þar sem þær leggja til að foreldrar sem ekki nýta sér leikskóladvöl í dymbilviku fái afslátt af vistunargjaldi af þeim dögum sem ekki eru nýttir mest þrír dagar.
Bæjarráð samþykkir að veittur verði afsláttur af þeim dögum sem ekki eru nýttir.

8.Umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags

2303047

Óskað er eftir því að barn með lögheimili í Hveragerði fái leikskólavist í leikskóla utan Hveragerðis vorið 2023 eða á meðan beðið er eftir plássi í Hveragerði.
Bæjarráð samþykkir umsóknina frá miðjum apríl og þar til barnið kemst á leikskóla í Hveragerði.

9.Erindi til bæjarráðs Hveragerðisbæjar - Berlínarferð starfsmanna íþróttamannvirkja

2303046

Lagt fram erindi frá forstöðumönnum íþróttamannvirkja þar sem þau óska eftir liðsinni og leyfi til menningar- og endurmenntunarferðar til Berlína dagana 31. maí - 4. júní 2023.
Bæjarráð samþykkir að starfsmenn íþróttamannvirkja fari í menningar- og endurmenntunarferð daganna 31. maí - 4. júní 2023.

10.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. febrúar 2023

2303048

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð NOS frá 14. febrúar 2023

2303049

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerð NOS frá 16. febrúar 2023

2303050

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 3. mars 2023

2303051

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:38.

Getum við bætt efni síðunnar?