Fara í efni

Bæjarráð

804. fundur 02. mars 2023 kl. 08:00 - 09:07 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Sandra Sigurðardóttir formaður
  • Halldór Benjamín Hreinsson
  • Friðrik Sigurbjörnsson
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Sandra Sigurðardóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram

1.Bréf frá nefndarsviði Alþingis frá 28. febrúar 2023

2302078

Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf, 25. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga frá 10. febrúar 2023

2302052

Í bréfinu er auglýst eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá Minjastofnun Íslands frá 15. febrúar 2023

2302079

Í bréfinu er umsögn Minjastofnunar á þremur valkostum sem eru vegna framtíðar hússins Egilsstaðir við Skólamörk.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá Íslandspósti frá 22. febrúar 2023

2302057

Í bréfinu segir Íslandspóstur ohf upp verk/þjónustusamning sem gilt hefur á milli Hveragerðisbæjar (Upplýsingamiðstöðvar) og Íslandspóst ohf. Verksamningurinn er uppsegjanlegur með sex mánaða fyrirvara og gildi því sá samningur sem nú er til loka ágúst 2023.
Bæjarráð lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Íslandspósts ohf um að segja upp þjónustusamningi við Hveragerðisbæ. Lagt er til að bæjarstjóri ræði við bréfritara um framtíðarútfærslu og fyrirkomulagi á póstþjónustu fyrir íbúa Hveragerðisbæjar.

5.Bréf frá Sveitarfélaginu Ölfus frá 24. febrúar 2023

2302070

Í bréfinu sem er afrit af bréfi til Orkustofnunar upplýsir Sveitarfélagið Ölfus að það hyggst nýta sér forgangsrétt sinn til nýtingarleyfis á jarðhita innan marka sveitarfélagsins, í Ölfusdal.
Ölfusdalur er náttúruperla sem er að stærstum hluta innan sveitarfélagamarka Hveragerðisbæjar en janframt að nokkru innan sveitarfélagamarka Sveitarfélagsins Ölfuss, en Varmá skiptir dalnum á milli sveitarfélaganna. Í Ölfusdal er að nú að finna fjölbreytta aðstöðu til útivistar og íþrótta og ekki er gerður greinarmunur á því í hvaða sveitarfélagi sú aðstaða er. Má þar nefna að golfvöllur Golfklúbbs Hveragerðis er að stærstum hluta í Sveitarfélaginu Ölfusi en einnig í Hveragerðisbæ. Gönguleiðin inn í Reykjadal, sem tugþúsundir ferðamanna fara á hverju ári, byrjar í Hveragerði og fer yfir í Ölfus. Í undirbúningi er frekari uppbygging í Ölfusdal í þágu útivistar og nálægðar við náttúruna. Það eru því sameiginlegir hagsmunir beggja sveitarfélaga að öll nýting í Ölfusdal sé í gerð í samráði og með samþykki beggja sveitarfélaga. Í samfélagsumræðunni undanfarin misseri hefur verið rætt um mikilvægi þess að virkjanaáform skili ábata til nærsamfélagsins. Rétt er að benda á að nærsamfélag Ölfusdals er Hveragerðisbær og nágrenni.

Umræður og ákvarðanir um virkjanir í og við náttúrperlur eins og Ölfusdal eru því mál sem þarf að vanda sérstaklega vel til. Þá eru þær sérstöku aðstæður í Ölfusdal að dalurinn er í tveimur sveitarfélögum og virkjun í dalnum myndi hafa mest áhrif á íbúa Hveragerðisbæjar, og þá Ölfusinga sem búa í Ölfusdal og í næsta nágrenni Hveragerðis. Því er fyrsta spurningin sem þarf að spyrja hvort að það þjóni hagsmunum þessara íbúa að sett verði virkjun við túnfót þeirra. Í því samhengi má nefna þau óþægindi sem íbúar Hveragerðis og nágrennis hafa orðið fyrir af borholum á Hellisheiði, með aukinni jarðskjálftavirkni vegna niðurdælingar, loftmengun og hávaðamengun sem fylgir því þegar borholurnar eru látnar blása.

Lagt er til að bæjarstjóra verði falið að ræða við Sveitarfélagið Ölfus um málið og koma sjónarmiðum Hveragerðisbæjar á framfæri og óska eftir nánu samráði um öll virkjanaáform í dalnum.

6.Bréf frá Tailwind ehf frá 10.2.2023

2302076

Bréf frá skipuleggjendum Hengill Ultra Trail keppninnar sem haldin verður ellefta árið í röð dagana 9. til 10. júní, þar sem þeir óska eftir fjárstuðningi og vinnuframlagi með sambærilegu móti og hefur verið síðustu ár.
Bæjarráð þakkar forsvarsmönnum Hengils Ultra fyrir mjög gott samstarf undanfarin ellefu ár og lýsir ánægju yfir hversu vel framkvæmd mótsins í heild sinni hefur tekist. Mótið hefur stækkað ár frá ári og er orðið að einu stærsta utanvegahlaupi á Íslandi og gaman hefur verið að sjá bæinn iða af lífi og gleðina sem hefur ríkt meðal keppenda og áhrofenda á þessum glæsilega íþróttaviðburði. Bæjarráð fagnar viðburðinum og framtíðaráformum mótshaldara og hlakkar til að taka á móti hlaupurum og stuðningsmönnum þeirra sem og öðrum gestum dagana 9. og 10. júní nk.

Bæjarráð samþykkir 1,9 m.kr. styrk til mótshaldara vegna hlaupsins sem að stærstu leyti rennur til Hjálparsveitar skáta í Hveragerði og Íþróttafélagsins Hamars vegna starfa þessara aðila við hlaupið. Gert er ráð fyrir þessum styrk í fjárhagsáætlun ársins undir liðnum 05790 Önnur hátíðarhöld.

7.Bréf frá Kór eldriborgara Hveragerðis frá 22. febrúar 2023

2302071

Í bréfinu óskar Kór eldri borgara eftir styrk vegna afmælisferðar kórsins til Gdansk í Póllandi.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni hversu öflugt og gott starf er unnið hjá Félagi eldriborgara í Hveragerði. Í Hveragerði er gott að eldast og mikilvægt fyrir samfélagið í heild að allir finni eitthvað við sitt hæfi og þar spilar Félag eldriborgara í Hveragerði stórt hlutverk og á þakkir skildar. Bæjarráð telur sér þó ekki fært að verða við styrkbeiðninni að þessu sinni.

8.Bréf frá Dýraverndarsambandi Íslands frá 10. febrúar 2023

2302051

Í bréfinu hvetur Dýraverndarsamband Íslands sveitarfélög til að koma villtum fuglum til aðstoðar þar sem þessi vetur hefur reynst villtum fuglum sérlega erfiður.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð hvetur Hvergerðinga til að aðstoða villta fugla og gefa þeim að borða, sérstaklega þegar mikið frost er í jörðu.

9.Umhverfismat niðurdælingar CO2 til geymslu á Hellisheiði

2205001

Skipulagsstofnun auglýsti 2. febrúar umhverfismatsskýrslu Carbfix vegna umhverfismats niðurdælingar á CO2 til geymslu á Hellisheiði með kynningartíma til 17. mars n.k..
Bæjarráð tekur undir bókun skipulags- og mannvirkjanefndar sem fagnar metnaðarfullum markmiðum og áætlunum um kolefnishlutleysi, en áréttar á sama tíma mikilvægi vöktunar og að gripið verði til mótvægisaðgerða ef neikvæðra áhrifa niðurdælingar CO2 og S2O gætir á grunnvatn og jarðskjálftavirkni í og við Hveragerðisbæ. Bæjarráð áskilur sér rétt á að koma með athugasemdir á seinni stigum, standist áætlanir ekki eins og lagt er upp með.

10.Minnisblað bæjarstjóra - stytting opnunartíma vegna árshátíðar starfsfólks - Sundlaugin Laugaskarði

2302075

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra vegna styttingar opnunartíma vegna árshátíðar starfsfólks.
Bæjarráð samþykkir að loka sundlauginni í Laugaskarði fyrr laugardaginn 11. mars vegna árshátíðar starfsfólks.

11.Minnisblað frá fasteignafulltrúa - utanhúsklæðning Birkimörk 21-27

2302072

Lagt fram minnisblað frá fasteignafulltrúa vegna utanhúsklæðningar Birkimörk 21-27.
Bæjarráð leggur áherslu á að tafir verði sem minnstar á úrbótum á húsnæði við Birkimörk 21-27 og að kostur 2.d verði valinn þar sem að hönnun verður kláruð og verkið boðið út í einu lagi en framkvæmdatímanum skipt upp á tvö ár. Kostnaðaráætlun þessi er hærri en fjárfestingaráætlun gerir ráð fyrir og því hagkvæmast til lengri tíma litið að skipta framkvæmdatímanum á tvö ár og kostnaðinum sömuleiðis.

12.Lóðaumsóknir - Hólmabrún

2302056

Fyrir fundinum liggja umsóknir um lóðina Hólmabrún 2 og Hólmabrún 18 . Aðstoðarmaður í tæknideild hefur yfirfarið öll gögn umsækjenda.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Ágúst Ólafsson fái úthlutað lóðinni Hólmabrún 2 og Sigurður Örn Sigurgeirsson fái úthlutað lóðinni Hólmabrún 18 í samræmi við reglur um úthlutun lóða.

13.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

2302058

Óskað er eftir að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í skóla utan Hveragerðis skólaárin 2022-2023 og 2023-2024.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umsóknina fyrir skólaárið 2022-2023 samkvæmt reglum um viðmiðunarkostnað, gefnum út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

14.Hveragerði og Gallup - Þjónusta sveitarfélaga 2022

2302077

Lögð fram niðurstaða þjónustukönnunar sveitarfélaga 2022 sem framkvæmd var af Gallup.
Lagt fram til kynningar.

Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi bókun
Fulltrúi D-listans undrast mjög hversu langur tími leið frá því að niðurstöður úr þjónustukönnuninni lágu fyrir og þar til bæjarfulltrúar fengu niðurstöðurnar afhentar. En samkvæmt tölvupóstum virðast 26 dagar hafa liðið frá því að niðurstöður bárust og þar til þær voru sendar bæjarfulltrúum.
Hvað könnunina varðar þá þykir fulltrúa D-listans það leitt að sjá að íbúar Hveragerðisbæjar skipa ekki lengur efsta sæti meðal íbúa landsins þegar spurt er um heildaránægju íbúa með sveitarfélagið sem stað til þess að búa á, en í niðurstöðum þjónustukönnunarinnar sem Hveragerðisbær hefur verið þátttakandi í frá árinu 2014 kemur fram að ánægja íbúa samanborið við síðustu könnun hefur dalað mjög. Íbúar Hveragerðisbæjar hafa frá upphafi mælinga skipað sér ofarlega eða í efstu sætin í nær öllum flokkum, en nú eftir að nýr meirihluti tók við, hefur ánægja íbúa með þjónustu sveitarfélagsins færst nær eða fyrir aftan miðju samanborið við hin 20 stærstu sveitarfélög landsins sem eru þátttakendur í könnuninni.
Þjónustukönnun Gallup er gott tæki til að meta ánægju íbúa og hefur bæjarstjórn árlega nýtt sér þær niðurstöður til að gera sífellt betur. Ljóst er að niðurstaða þjónustukönnunarinnar er áfellisdómur fyrir meirihluta O-lista og Framsóknar og sýnir könnunin að lítið traust er til þeirra í samfélaginu.

Friðrik Sigurbjörnsson.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Beðið var eftir heildarniðurstöðu þjónustukönnunar Gallups fyrir Hveragerðisbæ, bárust þær 25. febrúar s.l. og voru gögnin í heild send bæjarfulltrúum samdægurs. Könnunin er því tekin fyrir eins fljótt og hægt er eða á fyrsta fundi eftir að gögn bárust.

Meirihluti bæjarráðs harmar það að bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins túlki niðurstöður sem áfellisdóm á nýjan meirihluta. Merihlutinn hefur tekist á við mörg stór verkefni á árinu og sjáum við fram á bjarta tíma framundan. Hveragerði er er ört stækkandi bæjarfélag og leggjum við metnað okkar og kraft í að gera Hveragerði að enn betri búsetukosti.

Halldór Benjamín Hreinsson.
Sandra Sigurðardóttir



15.Tillaga frá fulltrúa D-listans - Gljúfurársholt

2302073

Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi D-listans leggur til að bæjarstjóra verði falið að ræða við eigendur landsins að Gljúfurárholti með það í huga að Hveragerðisbær kaupi landið sem nú hefur verið auglýst til sölu.

Greinagerð
Það geta verið skipulagslegir hagsmunir í húfi fyrir Hveragerðisbæ varðandi það land sem nú er komið á sölu milli Sólborgarsvæðisins og byggðarinnar í Klettagljúfri, landið sem er í einkaeigu tilheyrir Sveitarfélaginu Ölfus en er við sveitarfélagamörk Hveragerðis og Ölfuss. Samkvæmt sölulýsingunni er hægt að skipuleggja 50 íbúða hverfi á 40 lóðum á þessu svæði og mögulega er það skipulag sem kæmi þar ekki í takt við skipulagið á Sólborgarsvæðinu sem við Hvergerðingar myndum vilja, enda er skipulagsvald þessa svæðis í höndunum á Sveitarfélaginu Ölfusi.

Friðrik Sigurbjörnsson
Bæjarstjóra er falið að ræða við eigendur landsins.

16.Fyrirspurn frá fulltrúa D-listans - Póstþjónusta í Hveragerði

2302074

Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

Hefur átt sér stað samtal milli meirihluta O-lista og Framsóknar og forsvarsmenn Póstsins vegna ákvörðunar Póstsins að loka póstafgreiðslunni í Hveragerði?

Greinagerð
Fulltrúar D-listans harma það að nú standi til að loka póstafgreiðslu Póstsins í Hveragerði. Pósturinn hefur síðustu ár í samkomulagi við Hveragerðisbæ rekið póstafgreiðslu í Upplýsingamiðstöð Suðurlands og hafa Hveragerðisbær og Pósturinn geta samnýtt starfsmenn og boðið þannig uppá góða og persónulega þjónustu við íbúa Hveragerðisbæjar og þá fjölmörgu innlendu sem erlendu ferðamenn sem heimsækja sveitarfélagið með mjög svo hagkvæmum hætti. Í Hveragerði er einnig fjölmennt dvalarheimili og mikill fjöldi eldra fólks býr í bænum, en þessi hópur hefur sérstaklega treyst á persónulega þjónustu Póstsins. Það verður að teljast sérstakt að Pósturinn sem er að öllu leyti í eigu íslenska ríkisins skuli ætla að skerða þjónustu sína við íbúa Hveragerðisbæjar og alls landsins með þessari ákvörðun.

Friðrik Sigurbjörnsson
Bæjarstjóra var tilkynnt símleiðis um ákvörðun Íslandspósts á sama tíma og bréfið barst og því hefur ekkert samtal átt sér stað milli meirihluta bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og forsvarsmanna Íslandspósts. Vísað er í lið 4 þar sem lýst er yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun þessa og lagt er til að bæjarstjóra verði falið að ræða við Íslandspóst um framtíðarútfærslu og fyrirkomulag á póstþjónustu fyrir íbúa Hveragerðisbæjar.

17.Fundargerð byggingarnefndar Grunnskólans í Hveragerði frá 7. febrúar 2023

2302080

Liðir afgreiddir sérstaklega 4 og 5.


Liður 4 "Egilsstaðir" afgreiddur sérstaklega.
Sögulegur kjarni Hveragerðisbæjar er einstakur á margan hátt og standa elstu hús bæjarins enn. Húsið Egilsstaðir er eitt af þessum húsum og telur bæjarstjórn mikilvægt að húsið sé varðveitt og verði endurbyggt. Í umsögn Minjastofnunar kemur fram að stofnunin styðji þá hugmynd að húsið verði varðveitt og endurgert í upprunalegri mynd á ytra borði. Þá kemur jafnframt fram að stofnunin telji vel koma til greina að húsið verði flutt og endurbyggt í elsta hluta miðbæjar Hveragerðis, t.d. á milli Breiðumerkur 24 (gamla kaupfélagshúsið) og 26 (hús Mjólkurbú Ölfusinga) eins og kom fram í bókun bæjarráðs 15. desember s.l. Með því að flytja húsið og endurbyggja á nýjum stað í miðbænum verður sögulegur kjarni bæjarins styrktur.

Lagt er til að bæjarstjóra verði falið að ræða við aðila sem hafa reynslu og getu til að flytja gömul hús og leita verðhugmynda um flutning.


Liður 5 "Hönnun 4. áfanga viðbyggingar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fá tilboð frá núverandi hönnuðum í hönnun á 4. áfanga.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

18.Fundargerð Bergrisans frá 31. janúar 2023

2302059

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:07.

Getum við bætt efni síðunnar?