Fara í efni

Bæjarráð

803. fundur 13. febrúar 2023 kl. 08:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Sandra Sigurðardóttir formaður
  • Halldór Benjamín Hreinsson
  • Friðrik Sigurbjörnsson
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Sandra Sigurðardóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram

1.Minnisblað bæjarstjóra vegna fræðslu- og velferðaþjónustu Hveragerðisbæjar

2302025

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 11. febrúar þar sem rætt er um starsmannamál hjá fræðslu- og velferðaþjónustu Hveragerðisbæjar.
Meirihluti bæjarráð samþykkir að auglýst verði eftir félagsráðgjafa og tveimur sérfræðingum til þess að leiða og stýra þróunarvinnu þjónustunnar, annars vegar á sviði velferðamála og hins vegar á sviði fræðslumála bæjarins.

Fulltrúi D-listans sat hjá með eftirfarandi bókun.

Líkt og bæjarfulltrúar D-listans bentu á á síðasta bæjarstjórnarfundi fagna fulltrúar D-listans því að loks sé komin hreyfing á málum tengdum fræðslu- og velferðarmálum í Hveragerði í kjölfar úrsagnar Hveragerðisbæjar úr skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.

Fulltrúi D-listans telur sig ekki geta tekið upplýsta ákvörðun til framlagðs minnisblaðs frá bæjarstjóra í ljósi þess að engin gögn liggja fyrir um málið.

Friðrik Sigurbjörnsson.

2.Verkfundargerð frá 25. janúar 2023 - "Breiðamörk"

2302020

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

3.Byggingarnefnd Grunnskólans í Hveragerði frá 7. febrúar 2023

4.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. janúar 2023

2302022

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?