Fara í efni

Bæjarráð

800. fundur 05. janúar 2023 kl. 08:00 - 08:45 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Sandra Sigurðardóttir formaður
  • Halldór Benjamín Hreinsson
  • Friðrik Sigurbjörnsson
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Sandra Sigurðardóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 16. desember 2022

2212070

Í bréfinu óskar Atvinnuveganefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar á fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997 (aflvísir), 538. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá mennta- og barnamálaráðuneytinu frá 13. desember 2022

2212071

Í bréfinu sendir innviðaráðuneytið leiðbeiningar til sveitarstjórna vegna breytingu á barnaverndarlögum nr. 80/2002 sem fjalla um barnaverndarþjónustu og umdæmisráð barnaverndar og komu til framkvæmda 1. janúar 2023.

Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá Tónræktinni frá 28. desember 2022

2301008

Í bréfinu óskar Tónræktin eftir afnot af íþróttahúsinu til að halda Þorrablót fyrir Hveragerðinga í febrúar nk.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að loka íþróttahúsinu í tvo daga fyrir skemmtanahald meðan ástand íþróttamála er eins og það er. Bæjarráð þakkar sýndan áhuga og það mikla frumkvæði sem Tónræktin hefur sýnt í menningarmálum í Hveragerði.

4.Bréf frá formanni kórs Menntaskólans að Laugarvatni frá 31. desember 2022

2301007

Í bréfinu óskar formaður kórs Menntaskólans að Laugarvatni eftir styrk vegna tónleikaferðalags kórsins til Ítalíu.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að verða við beiðninni.

5.Lóðaumsóknir Hólmabrún 20

2212076

Fyrir fundinum liggja 5 gildar umsóknir um lóðina Hólmabrún 20. Aðstoðarmaður í tæknideild hefur yfirfarið öll gögn umsækjenda. Kristján Óðinn Unnarsson, fulltrúi sýslumanns hefur umsjón með útdrætti þar sem fleiri en ein umsókn barst.

Halldór B. Hreinsson vék af fundi meðan á afgreiðslu stóð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Sigurður Örn Sigurgeirsson fái úthlutað lóðinni Hólmabrún 20 í samræmi við reglur um úthlutun lóða. Til vara 1. Aron Ýmir Antonsson.

6.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

2212072

Óskað eftir því að barn með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í utan Hveragerðis.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umsóknina samkvæmt reglum um viðmiðunarkostnað, gefnum út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

7.Reykjamörk 22, stækkun lóðar, heimild til skipulagsgerðar

2212074

Lagðar fram umsóknir um stækkun og heimild til skipulagsgerðar á lóðinni Reykjamörk 22.

Friðrik Sigurbjörnsson vék af fundi meðan á afgreiðslu stóð.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

8.Opnun tilboða í verkið - Breiðumörk 2022

2212073

Opnun tilboða í verkið "Breiðamörk 2022" fór fram þann 14. desember s.l. Alls bárust 4 tilboð í verkið.

Stéttafélagið ehf 259.148.033.kr
Auðverk ehf 253.927.022.kr
Aðalleið ehf 272.324.533.kr
ÍAV hf 275.886.728.kr

Kostnaðaráætlun 224.426.843.kr
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði lægstbjóðenda Auðverk ehf verði tekið enda uppfylli tilboð hans skilyrði útboðsgagna.

9.Opnuna tilboða í verkið - Lýsing í hesthúsahverfi

2301010

Opnun tilboða í verki "Lýsing í hesthúsahverfi" fór fram fimmtudaginn 24. nóvember. Alls bárust 2 tilboð í verkið.

Aðalleið ehf 8.700.000.kr
Bokki ehf 9.790.000.kr

Kostnaðaráætlun 4.400.000.kr
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hafna öllum tilboðum þar sem tilboðin eru langt yfir kostnaðaráætlun.

10.Tekjutengdur afsláttur fasteignagjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega vegna ársins 2023

2301012

Lögð fram tillaga vegna viðmiðunartekna við útreikning tekjutengds afsláttar gjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega vegna ársins 2023 (tekjur ársins 2022).
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðmiðunartekjur vegna tekjutengds afsláttar fasteignagjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega hækki um 15,71% frá tölum ársins 2022. Er það sama hækkun og greiðslur frá Tryggingastofnun hafa hækkað á milli áranna.

11.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14. desember 2022

2212075

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerð SASS frá 26. október 2022

2212077

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerð SASS frá 2. desember 2022

2212078

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:45.

Getum við bætt efni síðunnar?