Fara í efni

Bæjarráð

790. fundur 18. ágúst 2022 kl. 08:00 - 09:13 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Sandra Sigurðardóttir formaður
  • Halldór Benjamín Hreinsson
  • Friðrik Sigurbjörnsson
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Sandra Sigurðardóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð fræðslunefndar frá 27. júlí 2022

2207006F

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð menningar-íþrótta og frístundanefndar frá 27. júlí 2022

2207007F

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð umhverfisnefndar frá 20. júlí 2022

2207005F

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð skólaþjónustu- og velferðarnendar Árnesþings frá 13. júlí 2022

2208022

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð byggingarnefndar Grunnskólans í Hveragerði frá 16. ágúst 2022

2208060

Liðir afgreiddir sérstaklega 2, 3 og 4.
Liður 2 "Aðaluppdrættir, staða hönnunar" afgreiddur sérstaklega. Bæjarráð samþykkir að áfram verði unnið að hönnun skólans í samræmi við uppdrætti arkitekts.

Liður 3 "Verkfræðilegir séruppdrættir, staða hönnunar" afgreiddur sérstaklega. Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í fullnaðarhönnun 3. áfanga og því verki verði lokið fyrir næstu áramót.

Liður 4 "Frumkostnaðaráætlun fyrir 3. og 4. áfanga og tímaáætlun fyrir 3. áfanga" afgreiddur sérstaklega. Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

6.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 4. ágúst 2022

2208021

Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Tónræktarinnar ehf, kt. 610404-2780 um tækifærisleyfi - tímabundið áfengisleyfi vegna bæjarhátíðar í Lystigarðinum, Fossflöt þann 13. ágúst 2022 frá 12:00-23:30.

Bæjarráð gerir ekki athugsemd við að leyfið verði veitt.

7.Bréf frá Íþróttafélaginu Hamri frá 15. ágúst 2022

2208005

Bréf frá Íþróttafélaginu Hamri þar sem óskað er eftir viðbótarfjármagni vegna breytinga á fyrirkomulagi á æfingum fyrir börn í 1. og 2. bekk.
Ljóst er að mikið brottfall hefur verið úr íþróttastarfi hjá Hamri bæði vegna heimsfaraldurs og hvarfs Hamarshallarinnar og því teljum við nauðsynlegt að Hveragerðisbær styðji enn frekar við þennan málaflokk. Mikilvægt er að leita allra leiða til að sporna við brottfalli barna úr íþrótta- og tómstundastarfi, því öll vitum við hversu góð forvörn það starf er.

Það er vert að geta þess að ánægjulegt er að sjá hve fljótt stjórn Hamars hefur náð að bregðast við breyttum aðstæðum, með öllum þeim hagsmunaðilum sem að málinu hafa komið.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vera tengiliður bæjarins við íþróttafélagið. Auknum kostnaði vegna verksins 1.500.000 kr. verði mætt með auknum tekjum af staðgreiðslu.

8.Bréf frá Kirkjugarðsnefnd Kotstrandarkirkjugarðs frá 29. júlí 2022

2208006

Bréf frá Kirkjugarðsnefnd Kotstrandarkirkjugarðs þar er fjallað um að komið er að viðhaldi á aðkomuveg og stígum í Kotstrandarkirkjugarði. Hveragerðisbær og Sveitarfélagið Ölfus skipta með sér kostnaði á hluta af því verkefni og verður kostnaðaráætlun send þegar hún liggur fyrir. Einnig óskar kirkjugarðsnefnd eftir að sveitarfélagið gefi bæjarbekk til afnota í kirkjugarðinn á flötina við duftkerjasvæði.
Bæjarráð samþykkir að kaupa bekk til afnota í kirkjugarðinum við Kotströnd. Bæjarráð samþykkir að ákvörðun varðandi viðhald á aðkomuvegi og stígum verði tekin þegar kostnaðaráætlun liggur fyrir.

9.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

2208027

Óskað eftir því að barn með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í utan Hveragerðis veturinn 2022-2023.
Bæjarráð samþykkir umsóknina.

10.Ráðgjafasamningur við Landhönnun landslagsarkitekta ehf vegna leikskólans í Kambalandi

2208008

Lögð fram drög að ráðgjafasamningi við Landhönnun landslagsarkitekta vegna uppbyggingar lóðar við nýjan leikskóla í Kambalandi.
Samningurinn samþykktur samhljóða.

11.Ráðgjafasamningur við Mannvit vegna leikskólans í Kambalandi

2208028

Lögð fram drög að ráðgjafarsamningi við Mannvit um hönnun burðarvirkis og lagna (hita-, vatns-, loftræsi- og raflagna) fyrir nýjan leikskóla í Kambalandi.
Samningurinn samþykktur samhljóða.

12.Minnisblað frá fasteignafulltrúa- Kostnaðarmat klæðning á slökkvistöð

2208029

Lagt fram minnisblað frá fasteignafulltrúa frá 11. ágúst 2022 vegna viðhalds á slökkvistöð.
Bæjarráð samþykkir að klæða með báruklæðningu hluta af útvegg í Austurmörk 20, slökkvistöð. Aukin kostnaður vegna verksins kr 1.200.000.- verði mætt með auknum tekjum af staðgreiðslu.

13.Minnisblað frá fasteignafulltrúa - flutningur á kennslustofum

2208030

Lagt fram minnisblað frá fasteignafulltrúa frá 11. ágúst 2022 vegna færanlegar kennslustofu.
Bæjarráð samþykkir að færa kennslustofuna. Kostnaður vegna flutningsins rúmast innan fjárfestingaráætlunar.

Fulltrúi D-listans samþykkir tillöguna með eftirfarandi bókun

Fulltrúi D-listans setur fyrirvara við það kostnaðarmat sem fylgir tillögunni. Samkvæmt úttekt og kostnaðarmati sem verkfræðistofan EFLA gerði fyrir Hveragerðisbæ í byrjun árs 2020 um umrædda bráðabirgðastofu kom fram að færsla og kostnaður við að gera stofuna hæfa til kennslu á öðrum stað myndi nema milli 6-7 milljónir króna. Ekki hefur náðst að selja stofuna eins og til stóð og því hefur hún staðið óupphituð á geymslusvæði Hveragerðisbæjar í rétt meira en 2 ár, ansi líklegt verður því að teljast að ástand stofunar sé ekki jafn góð og hún var áður en hún var flutt á geymslusvæðið og að kostnaður við að gera stofuna aftur hæfa til kennslu verði mun meiri en kostnaðarmat gerir ráð fyrir.

14.Fyrirspurn og tillaga frá fulltrúa D-lista - Árhólmar

2208054

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn og tillaga.
Hverjar hafa tekjur af innheimtu bílastæðagjalda við Árhólma verið frá byrjun maí og til loka júlí á þessu ári?
Jafnframt leggur fulltrúi D-listans til að upplýst verði á fyrsta bæjarráðsfundi hvers mánaðar hverjar tekjur síðast liðins mánaðar eru af bílastæðinu við Árhólma.

Friðrik Sigurbjörnsson
Bæjarstjóri upplýsti að á þessum þremur mánuðum hefðu tekjur af innheimtu bílastæðisgjalda við Árhólma verið um 17.202.000.-
Meirihluti sér ekki ástæðu til að skoða sérstaklega einn þátt í rekstri bæjarins á bæjarráðsfundi í hverjum mánuði en bendir á að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa aðgang að gögnum bæjarins og geta alltaf kallað eftir upplýsingum sem þörf er á að hverju sinni. Þá stendur jafnframt til að opna bókhald bæjarins og þar verði hægt að sjá þessa stöðu fyrir þá sem áhuga hafa.
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsókn leggur til að yfirlit reksturs alls bæjarins verði lagt fyrir bæjarráð ársfjórðungslega. Einnig að ársuppgjör reksturs bæjarfélagsins þegar nýr meirihluti tekur við liggi fyrir næsta bæjarráð svo hægt sé að glöggva sig á stöðu við stjórnarskiptin.

15.Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista - Hönnunarhópur Hamarshallar

2208055

Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.
Hvenær mega bæjarfulltrúar vænta þess að fá tillögur frá hönnunarhóp um uppbyggingu Hamarshallar í hendurnar sem meirihluti bæjarstjórnar samþykkti að ætti að skila í síðasta lagi 15. ágúst 2022?

Greinagerð
Á bæjarstjórnarfundi þann 18. júlí 2022 samþykktu fulltrúar O-listans og Framsóknarflokksins tillögu þeirra að skipaður yrði hönnunarhópur um uppbyggingu nýs Hamarshallar. D-listinn sat hjá við afgreiðslu þessarar tillögu en skipaði jafnframt tvær konur í nefndina til að laga kynjahlutföllin þar sem verulega hallaði á konur í nefndinni.
Á fundinum var samþykkt að hönnunarhópurinn skildi skila af sér tillögu í síðasta lagi 15. ágúst 2022, nú er sú dagsetning liðin og ekkert hefur borið á tillögum hönnunarhópsins þrátt fyrir samþykkt bæjarstjórnar um skýr tímamörk á tillögu skilum.

Friðrik Sigurbjörnsson
Bæjarstjóri upplýsti að hönnunarhópurinn er að ljúka þessari vinnu og áætlar að skila skýrslunni 22. ágúst næstkomandi. Skýrslan verður því lögð fyrir næsta bæjarráðsfund þar á eftir. Mikilvægt er að þessi vinna sé unnin vel og vandlega en vegna sumarleyfa og anna vegna sumarleyfa töfðust skilin um viku.

16.Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista - Ærslabelgur

2208056

Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið með besta móti í sumar þá líður senn að hausti og því spurt hver staðan sé á uppsetningu nýs ærslabelgs?

Greinagerð
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.
Á bæjarstjórnarfundi þann 7. júní 2022 samþykkti bæjarstjórn samhljóða að settur yrði upp nýr ærslabelgur strax í sumar. Á fundi bæjarráðs þann 7. júlí 2022 var samþykkt tilboð sem barst í nýjan ærslabelg og að hann yrði settur upp við Dynskóga þar sem fyrri ærslabelgur var staðsettur. Nú er kominn ágústmánuður og nýr ærslabelgur hefur ekki enn verið settur upp.

Friðrik Sigurbjörnsson
Bæjarstjóri upplýsti að því miður þá hefur birgja gengið illa að fá ærslabelginn til landsins en samkvæmt upplýsingum frá honum ætti ærslabelgurinn að vera kominn upp seinni partinn í september.

17.Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista - Heildarstefnumótun tilboð

2208057

Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.
Hafa borist tilboð í úttekt á rekstri og þjónustu Hveragerðisbæjarlíkt og samþykkt var á bæjarstjórnarfundi?

Greinagerð:
Á bæjarstjórnarfundi þann 7. júní 2022 samþykkti bæjarstjórn samhljóða að leitað yrði tilboða í úttekt á rekstri og þjónustu Hveragerðisbæjar. Formanni bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar var falið að leita tilboða í verkið. Nú eru liðnir meira en tveir mánuðir frá því að samþykkt var að leita tilboða í verkið og enn hefur tilboð í úttektina ekki verið lagt fyrir bæjarstjórn í úttektina.

Friðrik Sigurbjörnsson
Bæjarstjóri upplýsti að verið er að afla tilboða og ættu því málin að skýrast á næstunni. Gögn vegna þessa verða því lögð fyrir bæjarstjórnarfund.

18.Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista - Leikskóli

2208058

Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.
Á bæjarstjórnarfundi þann 7. júní 2022 samþykkti bæjarstjórn að leitað yrði lausna þannig að 12 mánaða börn fengu öll pláss á leikskólum bæjarins í haust. Hefur fundist hentug lausn og hvenær má reikna með að þessi lausn verði kynnt?
Einnig óskar fulltrúi D-listans eftir upplýsingum um hver staðan sé á biðlista eftir leikskólaplássum í Hveragerði.
Friðrik Sigurbjörnsson
Bæjarstjóri upplýsti að verið er að leita allra leiða til að leysa þetta vandamál og lausnin er vonandi í augsýn.
Fjöldi barna á biðlista sem verða ársgömul fyrir október 2022 eru 10.

19.Verkfundargerð frá 2. ágúst 2022 Leikskólinn Óskaland - breytingar á lóð

2208009

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

20.Verkfundargerð frá 15 ágúst 2022 Leikskólinn Óskaland - breytingar á lóð

2208059

Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um hvort framkvæmdin verði innan kostnaðaráætlunar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:13.

Getum við bætt efni síðunnar?