Fara í efni

Bæjarráð

786. fundur 14. júní 2022 kl. 08:00 - 09:14 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Sandra Sigurðardóttir formaður
  • Halldór Benjamín Hreinsson
  • Friðrik Sigurbjörnsson
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Sandra Sigurðardóttir, formaður, setti fund og stjórnaði.
Þetta er fyrsti fundur nýs bæjarráðs frá sveitarstjórnarkosningum þann 14. maí.
Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 17. maí 2022.

2206017

Í bréfinu óskar allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 595. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 18. maí 2022.

2206018

Í bréfinu óskar velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda, 592. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 18. maí 2022.

2206019

Í bréfinu óskar umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, 563. mál.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá mennta- og barnamálaráðuneytinu frá 6. maí 2022.

2206020

Í bréfinu segir frá því að mennta- og barnamálaráðuneytið hefur ákveðið að veita tímabundinn fjárhagslegan stuðning til sveitarfélaga þar sem börn á flótta frá Úkraínu og fjölskyldur þeirra verða með búsetu til að styðja við móttöku, undirbúning á skólastarfi og virka þátttöku barnanna.
Lagt fram til kynningar. Félagsmálastjóra falið að sækja um styrk vegna barna og ungmenna flóttamanna sem eru í Hveragerði.

5.Bréf frá innviðaráðuneytinu frá 6. júní 2022.

2206023

Í bréfinu kemur fram að nýr starfshópur hefur verði skipaður til að koma með tillögur sem nýtast eiga við smíði frumvarps til fyrstu heildarlaga um almenningssamgöngur á Íslandi. Starfshópurinn hyggst halda vinnustofu miðvikudaginn 15. júní nk. þar sem til stendur að gefa fulltrúum allra sveitarfélaga landsins kost á að taka þátt í umræðum og koma að sjónarmiðum sem nýst geta starfshópnum við mótun framangreindra tillagna.
Bæjarráð samþykkir að Sandra Sigurðardóttir, formaður bæjarráðs og Helga Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri verði fulltrúar Hveragerðisbæjar á vinnustofunni.

6.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 4. maí 2022.

2206022

Í bréfinu segir frá að á fundi stjórnar Sambanda íslenskra sveitarfélaga hafi verið tekið fyrir bréf frá Velferðarvaktinni þar sem fram kemur að Velferðarvaktin hafi fjallað um rannsóknarskýrsluna Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum.
Lagt fram til kynningar og vísað til umræðu í fræðslunefnd.

7.Bréf frá SASS frá 6. maí 2022.

2206024

Í bréfinu er kynntar niðurstöður viðhorfskönnunar um almenningssamgöngur sem framkvæmd var í febrúar-mars 2022. Könnunin var framkvæmd af Maskínu fyrir SASS.
Bæjarráð vill koma á framfæri óánægju með akstur á milli Hveragerðis og Árborgar á veturna þar sem sá akstur fellur niður ef Hellisheiðin er lokuð.

8.Bréf frá SASS frá 7. júní 2022.

2206021

Í bréfinu er erindi frá mennta- og barnamálaráðuneytinu sem sent var til SASS þar sem óskað er eftir tilnefningu á einum aðila í starfshóp um framtíðarfyrirkomulag á Reykjum og Reykjatorfunni.

Stjórn SASS komst svo að þeirri niðurstöður að óska eftir að sveitarstjórnin í Ölfus og Hveragerði komist að sameiginlegri niðurstöðu um tilnefningu á einum karli og einni konu í starfshópinn. Mennta- og barnamálaráðuneytið sem skipar í starfshópinn velur svo úr tilnefningum svo kynjaskipting sé sem jöfnust.
Hveragerðisbær tilnefnir Njörð Sigurðsson í starfshópinn.

9.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 27. maí 2022.

2206025

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar S&E veitingar ehf., kt. 450522-0580 um leyfi til reksturs veitinga í flokk II, Veitingaleyfi-E Kaffihús.

Friðrik Sigurbjörnsson vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsókn S&E veitingar ehf kt. 450522-0580 um leyfi til reksturs í flokk II, veitingarleyfi-E kaffihús, Árhólmar 1. 810 Hveragerði. Fasteignanúmer: 235-7356. Rýmisnúmer: 01-0101.

10.Bréf frá Félagi atvinnurekanda frá 31. maí 2022.

2206026

Í bréfinu vill stjórn Félags atvinnurekanda koma fram með eftirfarandi ályktun sem gerð var á fundi þeirra þann 31. maí 2022, „Stjórn Félags atvinnurekenda ítrekar áskoranir sínar til sveitarfélaga að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár til að bregðast við miklum hækkunum fasteignamats fyrir árið 2023".
Á fundi bæjarstjórnar þann 7. júní var samþykkt að að við gerð næstu fjárhagsáætlunar verði álagningahlutfall fasteignagjalda lækkað til að mæta hækkun á fasteignamati.

11.Bréf frá Brunabótafélagi Íslands frá 2. júní 2022.

2206034

Í bréfinu er tilkynnt að Hveragerðisbær hafi ekki hlotið styrk að þessu sinni.
Lagt fram til kynningar.

12.Bréf frá Eignarhaldsfélagi Suðurlands frá 31. maí 2022.

2206038

Í bréfinu er boðað til aðalfundar Eignarhaldsfélags Suðurlands hf miðvikudaginn 15. júní nk. kl. 16:00 á Hótel Selfossi.
Fulltrúi Hveragerðisbæjar verður Sandra Sigurðardóttir.

13.Bréf frá Sameignarfélag Ölfusborga frá 9. júní 2022.

2206062

Í bréfinu óskar Sameignarfélag Ölfusborga eftir endurnýjun á samningi um kaup á köldu neysluvatni.
Bæjarráð samþykkir að fela skrifstofustjóra að endurnýja samninginn. Samningurinn verði með 9 mánaða uppsagnarákvæði og Sameignarfélag Ölfusborga sjái um allt viðhald á kaldavatnsleiðslum á svæðinu.

14.Bréf frá orlofsnefnd húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu frá 6. maí 2022.

2206027

Í bréfinu eru lagðar fram skýrslur um starfsemi Orlofs húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu ásamt reikningum ársins 2021.
Bæjarráð þakkar orlofsnefnd skilmerkilega skýrslu um greinilega góð og skemmtileg ferðalög kvenna. Um leið er ekki annað hægt en að ítreka fyrri bókanir bæjarráðs til margra ára um þá undarlegu tímaskekkju sem orlofsferðir sem þessar eru. Tregða löggjafarvaldsins til að afnema orlof húsmæðra er fyrir löngu orðin algjörlega óskiljanleg en slík mismunun á milli kynja og án nokkurrar skoðunar á fjárhagslegri stöðu þiggjenda er í undarlegri mótsögn við rekstur sveitarfélaga almennt og þær lagaskyldur sem á þau eru lagðar.

15.Bréf frá Helgu Björt Guðmundsdóttur frá 1. júní 2022.

2206028

Í bréfinu óskar Helga Björt Guðmundsdóttir lóðarhafi að lóð 16 í Hólmabrún eftir því að bæjarstjórn endurskoði ákvörðun sína að leggja álag á lóðir við Hólmabrún sem nemur frá 30%-60%.
Bæjarráð samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 3. mars að nýta heimild í 6. grein samþykktar um byggingagjöld í Hveragerði og leggja byggingarréttargjöld á lóðir í Hólmabrún. Bæjarráð sér engar nýjar forsendur nú til að falla frá þeirri ákvörðun.
Varðandi greiðslu er bent á að samkvæmt 12. grein samþykktar um byggingagjöld í Hveragerði er heimilt er að veita vaxtareiknaðan greiðslufrest á greiðslu hluta gatnagerðargjalds og hluta gjalds vegna sölu byggingarréttar til allt að tveggja ára með mánaðarlegum afborgunum eða samkvæmt sérstakri samþykkt sem bæjarstjórn setur. Vextir skulu miðast við almenna óverðtryggða skuldabréfavexti viðskiptabanka á hverjum tíma.
Í ljós hefur komið að ósamræmi er í samþykkt um byggingagjöld í Hveragerði og reglum um úthlutun lóða hvað varðar hvenær gjöld eru lögð á byggingalóðir og verður það ósamræmi lagað sem allra fyrst.

Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi bókun.

Fulltrúi D-listans kannast ekki við þær fullyrðingar sem bréfritari setur fram um ástæðu byggingaréttargjalda við Hólmabrún. Því vill fulltrúi D-listans árétta það sem kemur fram í bréfi þessu varðandi þau svör sem bréfritari segist ítrekað hafa fengið frá fyrrum meirihluta varðandi ástæðu þess að ákveðið var að leggja byggingaréttargjald á lóðir við Hólmabrún.
Á fundi bæjarráðs frá 3. mars 2022 þegar lóðum við Hólmabrún var úthlutað kom skýrt fram ástæðu þess að lagt var byggingaréttargjald á umræddar lóðir og var öll bæjarstjórn síðar einhuga um það að leggja á umrætt byggingaréttargjald.
Úr bókun bæjarráðs „Þar sem hér er um að ræða einstakar lóðir á besta stað í Hveragerði og gatnagerð á svæðinu er afar umfangsmikil, samþykkir bæjarráð að leggja til við bæjarstjórn að samþykkt verði að nýta heimild 6. greinar samþykktar um byggingagjöld í Hveragerði til að leggja byggingaréttargjald á umræddar lóðir með eftirfarandi hætti.“

Öllum þeim sem sóttu um lóðir við Hólmabrún hefði átt að vera full kunnugt um að byggingaréttargjald hafi verið lagt á þær lóðir.

Friðrik Sigurbjörnsson.

16.Minnisblað - viðbygging við leikskólann Óskaland.

2206029

Minnisblað frá Guðmundi F. Baldurssyni frá 18. maí varðandi viðbyggingu við leikskólann Óskaland.
Bæjarráð samþykkir að fela Guðmundi F. Baldurssyni að gera verðkönnun á þeim grunni að verkinu yrði skipt upp í 2-3 verkþætti í samræmi við tillögur
hans og að fyrsti hluti verði lóðarframkvæmdir.

17.Minnisblað - hreinsistöðvar að Flúðum - vettvangsferð.

2206030

Minnisblað frá Guðmundi F. Baldurssyni frá 3. maí varðandi vetfangsferð í hreinsistöð fráveitu á Flúðum.
Lagt fram til kynningar.

18.Minnisblað - skólphreinsistöð í Hveragerði, núverandi staða og tillögur um aðgerðir.

2206031

Minnisblað frá Guðmundi F. Baldurssyni frá 19. maí varðandi skólphreinsun í Hveragerði, núverandi staða og tillögur um aðgerðir.
Bæjarráð samþykkir að vísa minnisblaðinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

19.Minnisblað frá skipulagsfulltrúa vegna eignarlóða í Hrauntungu, Kambalandi.

2206032

Minnisblað frá skipulagsfulltrúa frá 2. júní 2022 vegna kaupa Hveragerðisbæjar á eignarlóðum í Hrauntungu, Kambalandi.
Bæjarráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að ganga til samninga við eigendur eignalóða í Hrauntungu, Kambalandi á þeim forsendum sem kynntar eru í minnisblaðinu. Kaupsamningar komi síðan til bæjarráðs til samþykktar.

20.Leikskóli í Kambalandi - samningur um hönnun.

2206033

Lagt fram minnisblað frá Ask arkitektum og uppkast af ráðningarsamningi um hönnun á nýjum leikskóla í Kambalandi. Um er að ræða aðaluppdrætti og séruppdrætti arkitekts.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja ráðningasamninginn. Kostnaður sem er umfram áætlun rúmast innan fjárfestingaáætlunar.

Bæjarfulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi bókun.

Bæjarfulltrúi D-listans fagnar því að fulltrúar O-lista og Framsóknar hafi nú samþykkt samning við ASK arkitekta um hönnun á nýjum leikskóla í Kambalandi sem byggist á hönnun leikskólans Undralands, vinnu sem sett var af stað af fyrrum meirihluta D-listans.
Friðrik Sigurbjörnsson.

21.Tjónamat Hamarshöllin Hveragerði, kostnaðarmat Sjóvá Almennar.

2206035

Tjónamat frá Sjóvá vegna skemmda sem urðu á íþróttaaðstöðu Hamars við Vorsabæjarvelli.
Tjónamatið er í skoðun hjá tæknideild bæjarins og hjá verkfræðistofunni Verkís. Bæjarráð óskar eftir fundi með fulltrúum Sjóvá, verkfræðistofunni Verkís og starfsmönnum tæknideildarinnar um miðjan júlí.

Bæjarfulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi bókun.

Hér er lagt fram tjónamat frá Sjóvá og þarf nú að fara í samningagerð við tryggingafélagið um endanlegar tjónabætur.

Samkvæmt tjónamatinu kemur fram að fyrstu tölur bóta vegna fall Hamarshallarinnar séu 108.306.065kr..

Í kostnaðarmati sem unnið var af byggingatæknifræðingi fyrir Sjóvá kemur einnig fram að heildarkostnaður við endurnýjun loftborinnar Hamarshallar sé 168.998.129kr. m. vsk..

Sé tekið tillit til þessa kostnaðarmats og þeirra fyrstu tölu bóta sem liggja fyrir sést að kostnaður Hveragerðisbæjar við að reisa nýja loftborna íþróttahöll er 60.692.064kr..

Í ljósi þess að nú virðist allir bæjarfulltrúar vera fylgjandi loftborinni íþróttahöll og hve lítið myndi kosta Hveragerðisbæ að reisa að nýju loftborna íþróttahöll hvetur bæjarfulltrúi D-listans fulltrúa allra lista til að sameinast um að velja þennan hagkvæmasta og fljótlegasta kost og ganga strax frá samningi við Duol sem tryggir að venjubundið íþróttastarf komist á í Hveragerði í haust líkt og alltaf hefur verið stefnt að.

Friðrik Sigurbjörnsson

22.Lóðarumsókn Friðarstaðir 5 og 7 - ósk um framlengingu á frest vegna framkvæmda.

2206065

Í bréfinu óskar lóðarhafi af lóðunum Friðarstaðir 5 og 7 eftir frest til að skila inn fullgildum aðaluppdráttum vegna framkvæmda.
Bæjarráð samþykkir að veita Varmá ehf, lóðarhafa á lóðunum Friðarstaðir 5 og 7 frest til 14. júní 2023 til þess að skila inn fullgildum aðaluppdráttum til byggingarfulltrúa og til 31. október 2023 til þess að reisa sökkla.

23.Umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags.

2206036

Óskað er eftir því að barn með lögheimili í Hveragerði fái leikskólavist í leikskóla utan Hveragerðis þar sem ekki býðst sambærilegt leikskólapláss í Hveragerði.
Bæjarráð samþykkir umsóknina skólaárið 2022-2023 vegna sérstakra aðstæðna.

24.Umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags.

2206064

Óskað eftir því að barn með lögheimili í Hveragerði fái leikskólavist í leikskóla utan Hveragerði sumarið 2022.
Bæjarráð samþykkir umsóknina vegna sérstakra aðstæðna.

25.Umsóknir um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.

2206037

Óskað eftir því að börn með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í utan Hveragerðis veturinn 2022-2023.
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.

26.Verkfundargerð Vorsabær - áfangi 2 frá 4. maí 2022.

2206044

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

27.Verkfundargerð - Hólmabrún frá 10. maí 2022.

2206045

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

28.Verkfundargerð - Hólmabrún frá 24. maí 2022.

2206046

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

29.Verkfundargerð - Hólmabrún 7. júní 2022.

2206061

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

30.Verkfundargerð - Ölfusvegur um Varmá frá 19. maí 2022.

2206047

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

31.Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 19. nóvember 2022.

2206039

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

32.Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 2. febrúar 2022.

2206040

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

33.Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 9. mars 2022.

2206041

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

34.Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 29. apríl 2022.

2206042

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

35.Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 16. maí 2022.

2206043

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

36.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 17. maí 2022.

2206053

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

37.Fundargerð Markaðsstofu Suðurlands frá 11. apríl 2022.

2206048

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

38.Fundargerð Markaðsstofu Suðurlands frá 5. maí 2022.

2206049

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

39.Fundargerð aðalfundur Markaðastofu Suðurlands frá 5. maí 2022.

2206051

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

40.Fundargerð Markaðsstofu Suðurlands frá 13. maí 2022.

2206050

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

41.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 6. maí 2022.

2206052

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

42.Fundargerð Bergrisans frá 12. apríl 2022.

2206055

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

43.Fundargerð Bergrisans frá 10. maí 2022.

2206056

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

44.Fundargerð Bergrisans frá 23. maí 2022.

2206057

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

45.Fundargerð framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu frá 26. apríl 2022.

2206054

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:14.

Getum við bætt efni síðunnar?