Fara í efni

Bæjarráð

785. fundur 05. maí 2022 kl. 08:00 - 08:50 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Sigrún Árnadóttir
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Eyþór H. Ólafsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 29. apríl 2022.

2205007

Í bréfinu óskar Atvinnuveganefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfivæn orkuöflun), 582. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 2. maí 2022.

2205008

Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um atvinnuréttindi útlendinga (einstaklingar sem flytjast til innan viðskiptafyrirtækis), 482. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 2. maí 2022.

2205013

Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um sorgarleyfi, 593. mál.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 3. maí 2022.

2205017

Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu í þágu barna, snemmtækur stuðningur), 530. mál.
Lagt fram til kynningar.

5.Bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu frá 2. maí 2022.

2205018

Í bréfinu hvetur félags- og vinnumálaráðherra sveitarfélög til að efla félagsstarf fullorðinna á árinu 2022, með það að markmiði að rjúfa félagslega einangrun sem orðið hefur vegna COVID-19. Þar sem eldri borgarar hafa víða þurft að þola skerta samveru og félagslega einangrun vegna samkomutakmarkana og sjálfsskipaðrar sóttkvíar. Af þeim sökum er sérstaklega mikilvægt að leggja aukna áherslu á frístundaiðkun, geðrækt, hreyfingu, tæknilæsi og forvarnir með það að markmiði að auka lífsgæði og heilbrigði fólks, fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun. Á þessum grundvelli gefst sveitarfélögum kostur á að sækja um fjárframlag vegna viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna árið 2022.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra í málefnum aldraðra að sækja um styrk vegna viðbótaverkefna í félagsstarfi fullorðinna.

6.Bréf frá Skipulagsstofnun frá 27. apríl 2022.

2205006

Í bréfinu er að finna álit Skipulagsstofnunar vegna matsáætlunar á niðurdælingu CO2 á Heillisheiði.
Lagt fram til kynningar.

7.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 28. apríl 2022.

2205012

Í bréfinu óskar Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Kristins G. Kristjánssonar kt. 301247-4789,um tímabundið áfengisleyfi 6. maí 2022 frá kl. 20:00-23:00 í Skyrgerðinni Hveragerði, Breiðumörk 25.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að leyfið verði veitt.

8.Bréf frá Tónræktinni frá 4. maí 2022.

2205020

Í bréfinu óskar Tónræktin eftir heimild Hveragerðisbæjar til að halda tónlistarhátíðina Allt í blóma í Lystigarðinum dagana 16.-18. júní. Jafnframt er óskað eftir styrk frá Hveragerðisbæ að upphæð kr. 850 þúsund vegna hátíðarinnar.
Bæjarráð samþykkir erindið.

9.Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags.

2205009

Óskað er eftir að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í skóla utan Hveragerðis skólaárið 2022-2023.
Bæjarráð samþykkir umsóknina.

10.Verkfundargerð - Vorsabær áfangi 2 frá 20. apríl 2022.

2205010

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

11.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. apríl 2022

2205014

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerð SASS frá 25. apríl 2022.

2205011

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerð Tónlistarskóla Árnesinga frá 3. maí 2022.

2205019

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:50.

Getum við bætt efni síðunnar?