Fara í efni

Bæjarráð

672. fundur 06. apríl 2017 kl. 08:00 - 09:23 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Garðar R. Árnason
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 15.mars 2017.

1703038

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgangna (innleiðing alþjóðlegra skuldbindinga, EES-reglur), 234. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 16.mars 2017.

1703037

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um útlendinga(frestun réttaráhrifa o.fl), 236. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá nefndarsviði Alþingis frá 17.mars 2017.

1703034

Í bréfinu er óskað eftir umsög um frumvarp til laga um Umhverfisstofnun(heildarlög), 204. mál.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 28.mars 2017.

1703045

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga(sérstakt framlag úr jöfnunarsjóði), 234. mál.
Bæjarráð Hveragerðisbæjar leggst eindregið gegn samþykkt umrædds frumvarps þar sem það felur í sér grundvallarbreytingu á starfsemi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Boðuð breyting felur ekki í sér jöfnun á tekjum sveitarfélaga og með engu móti er tekið tillit til þess hvort sveitarfélög þurfi að fullnýta tekjustofna til að sinna þjónustu við íbúa. Með samþykkt frumvarpsins er einsýnt að meginhluti umrædds framlags mun renna til sveitarfélaga sem þegar hafa hvað styrkasta tekjustofna og möguleika til tekjuöflunar á meðan hin sitja eftir með skarðan hlut. Þá felur frumvarpið í sér fordæmalausa skerðingu á tekjustofnum sveitarfélaga með afturvirkum hætti. Slíkt orkar tvímælis í ljósi 78. gr. stjórnarskrár um að tekjustofnar sveitarfélaga skuli ákveðnir með lögum en brýtur einnig blað varðandi samskipti ríkis og sveitarfélaga þar sem sveitarfélög geta þá ekki lengur byggt á gildandi lögum varðandi áætlanir um tekjur þeirra.

Í ljósi framangreinds samþykkir bæjarráð Hveragerðisbæjar að undirbúa málsókn, í samvinnu við fleiri sveitarfélög, þar sem krafist verður viðurkenningar á bótaábyrgð íslenska ríkisins vegna skerðingar á jöfnunarframlögum til sveitarfélaganna, verði fyrirliggjandi frumvarp að lögum.

5.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 28.mars 2017.

1703046

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um umferðarlög(bílastæðagjöld), 307. mál.
Bæjarráð Hveragerðisbæjar fagnar framkomnu frumvarpi og hvetur Alþingi til að samþykkja það.

6.Bréf frá Félagi opinberra starfsmanna á Suðurlandi ódagsett.

1703032

Í bréfinu er rætt um fjarvistarskráningu og þá verkferla sem Hveragerðisbær notar vegna tilkynninga starfsmanna á veikindum.
Bæjarráð samþykkir að fela lögfræðingi bæjarins að svara bréfinu í samvinnu við bæjarstjóra.

7.Bréf frá Ingibjörgu Sigmundsdóttur og Hreini Kristóferssyni frá 4.mars 2017.

1704005

Í bréfinu óska bréfritarar eftir að Hveragerðisbær falli frá forkaupsrétti af húseigninni Hveramörk 7.
Bæjarráð óskar eftir nánari upplýsingum um skráð kaupverð umræddrar eignar og frestar afgreiðslu málsins þar til þær upplýsingar hafa borist.

8.Bréf frá Gámaþjónustunni frá 20.mars 2017.

1703030

Í bréfinu er kynnt að Gámaþjónustan muni verða við ósk Hveragerðisbæjar um breytingu á tíðni á losun allra sorpíláta við heimili bæjarbúa úr losun á fjögurra vikna fresti í losun á þriggja vikna fresti. Breytingin mun eiga sér stað fyrstu vikuna í maí.
Bæjarráð fagnar því að loks skuli komið að þessari breytingu en vonir stóðu til að þetta fyrirkomulag gæti hafist í byrjun árs. Samhliða breytingunni er umhverfisfulltrúa falið að kynna mikilvægi sorpflokkunar fyrir bæjarbúum með áberandi hætti með það að markmiði að sorp sem fer til urðunar minnki enn frekar frá því sem nú er.

9.Bréf frá Orkustofnun frá 16.mars 2017.

1703036

Í bréfinu er rætt um áhuga stofnunarinnar á að koma á fót samstarfi milli sveitarfélaga og stofnunarinnar um kortlagningu á möguleikum þeirra til smávirkjana í vatnsafli.
Bæjarráð vísar bréfinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

10.Bréf frá Garðari Sverrissyni frá 22.mars 2017.

1703031

Í bréfinu óskar bréfritari sem er lóðarhafi að lóðinni Dalsbrún 1 eftir að fá stækkun á lóð sinni.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til Skipulags- og mannvirkjanefndar.

11.Bréf frá Brú lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga frá 21.mars 2017.

1703041

Í bréfinu er rætt um uppgjör sveitarfélaga við A deild Brúar lífeyrissjóðs vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997.
Lagt fram til kynningar.

12.Lóðaumsókn Heiðmörk 54.

1704006

Hugi Þór Hauksson sækir um lóðina Heiðmörk 54.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Huga Þór lóðinni Heiðmörk 54 samkvæmt þeim reglum sem gilda um úthlutun lóða í Hveragerði.

13.Lóðarumsóknir Heiðmörk 56.

1703027

Tvær umsóknir hafa borist í lóðina Heiðmörk 56 frá Heimi Frey Haukssyni og Viktori Heiðdal Sveinssyni.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Heimi Freyr lóðinni Heiðmörk 56 samkvæmt þeim reglum sem gilda um úthlutun lóða í Hveragerði.

14.Lóðarumsókn Mánamörk 7.

1703028

Hilmar Sigursteinsson sækir um lóðina Mánamörk 7.
Bæjarráð felar bæjarstjóra að óska eftir frekari gögnum samkvæmt þeim reglum sem gilda um úthlutun lóða í Hveragerði.

15.Lóðaumsóknir Hjallabrún.

1704004

Borist hafa 184 umsóknir í 14 lóðir við Hjallabrún.
Bæjarráð fagnar miklum áhuga á lóðum við Hjallabrún en í ljósi mikils fjölda umsókna er úthlutun frestað til næsta fundar en ekki verður tekið við fleiri umsóknum.

16.Staða úrgangsmála á Suðurlandi 2016.

1703047

Lögð fram áfangaskýrsla um stöðu úrgangsmála á Suðurlandi 2016 sem unnin var af Environice fyrir Sorpstöð Suðurlands.
Bæjarráð fagnar afar góðri og gagnlegri skýrslu um stöðu úrgangsmála á Suðurlandi. Í skýrslunni kemur fram að sorp frá íbúum í Hveragerði sé nálægt meðaltali sveitarfélaganna á Suðurlandi. Athygli vekur að blandaður úrgangur (gráa tunnan) var um 22% þess úrgangs sem féll til árið 2016 eða 143kg/íbúa. Þetta er mun minna en í öðrum sveitarfélögum á Suðurlandi. Í þessu sambandi munar miklu að á árinu var safnað um 125 tonnum (51 kg/íbúa) af lífrænum úrgangi til jarðgerðar, en Hveragerði er eina þéttbýlið á Suðurlandi þar sem slík söfnun fer fram. Samkvæmt tiltækum gögnum fóru samtals 184 kg til urðunar frá hverjum íbúa
Hveragerðisbæjar (um 29% af heildarmagni). Það er langlægsta urðunarhlutfall á Suðurlandi. Bæjarráð fagnar þeim árangri sem náðst hefur í flokkun sorps í bæjarfélaginu og vísar skýrslu Environice jafnframt til Umhverfisnefndr til umfjöllunar.

17.Samningur við Rósagarðinn um afnot af Eden hurðunum.

1703051

Lagður fram samningur við Rósagarðinn um afnot af Eden hurðum.
Samningurinn samþykktur samhljóða.

18.Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun - Óskaland.

1703033

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun frá leikskólanum Óskaland vegna langvarandi veikinda.
Bæjarráð samþykkir viðauka við laun hjá leikskólanum Óskalandi upp á kr. 1.880 þúsund. Fjárhæðin fari af lið 21010-9980 Til síðari ráðstöfunar v/ starfsm.

19.Tilboð í leigu á Gróðurhúsum Þelamörk 29.

1703029

Alls bárust tvö tilboð í leigu á Gróðurhúsum Þelamörk 29. Annað frá Kristmundi Stefáni Hannessyni og Þorvaldi Snorrasyni fyrir hönd óstofnaðs félags og hins vegar frá nemendum í Landbúnaðarháskólanum að Reykjum.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Kristmundar og Þorvaldar og verði leigutími fimm ár og fimm mánuðir með gagnkvæmum uppsagnarfresti á leigutímanum. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi við aðila í samræmi við umræður á fundinum.

20.Viðræður um sameiningu sveitarfélaga í Árnessýslu.

1703044

Lagður fram samningur við KPMG, dags. 20. janúar, vegna vinnu við sviðsmyndagerð í tengslum við mögulega sameiningu sveitarfélaganna í Árnessýslu ásamt afgreiðslu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á styrkbeiðni til verkefnisins og síðustu fundargerð starfshóps frá 7. febrúar.
Bæjarráð staðfestir samninginn.

Í kjölfar þess að sveitarfélögin öll í Árnessýslu ákváðu að kanna kosti og galla sameiningar sveitarfélaganna var leitað til KPMG til að stýra verkefninu. Það verður gert með sviðsmyndavinnu þar sem leitast verður við að horfa til framtíðar og rýna hvernig samfélag íbúa og atvinnulífs í Árnessýslu geti þróast í framtíðinni og ekki síður með tilliti til þeirra skyldna og krafna sem gerðar verða til sveitarfélaganna. Í þessu vinnuferli verður mikið lagt upp úr samtali við íbúa og sveitarstjórnarmenn til að greina helstu drifkrafta í starfsumhverfi sveitarfélaganna í Árnessýslu og móta í kjölfarið ólíkar (yfirleitt 3-4) sviðsmyndir um hugsanlega þróun, bæði með og án sameiningar. Undirbúningur er þegar hafinn og gagnaöflun sem felst m.a. í viðtölum við íbúa, rafrænum könnunum og fjárhagslegri greiningu. Í vor verða svo haldnir vinnufundir með sveitarstjórnarmönnum og einnig íbúafundir. Reiknað er með að niðurstöður vinnunnar verði kynntar haustið 2017.

21.Leigusamningur Álfafell fyrir hluta af vinnuskúr og bílskúr, Róbert Pétursson.

1703049

Lagður fram samningur um afnotarétt við Róbert Pál Pétursson um rétt til afnota af hluta vinnuskúrs og bílskúrs í Álfafelli.
Bæjarráð samþykkir samninginn.

22.Leigusamningur Álfafell fyrir hluta af vinnuskúr og bílskúr, Ólafur Schram.

1703050

Lagður fram samningur um afnotarétt við Ólaf Schram um rétt til afnota af hluta vinnuskúrs og bílskúrs í Álfafelli.
Bæjarráð samþykkir samninginn.

23.Þjónustusamningur við Ljósbrá steinasafn.

1703048

Lagður fram þjónustusamningur við Ljósbrá steinasafn.
Bæjarráð samþykkir samninginn.

24.Minnisblað frá byggingarfulltrúa: Úrbætur á Tjaldsvæði

1704003

Lagt fram minnisblað frá byggingarfulltrúa frá 29. mars 2017 vegna úrbóta á Tjaldstæði.
Bæjarstjóra falið að ræða við leigutaka tjaldsvæðisins og leggja í kjölfarið fram tillögu að þeirri leið sem vænlegust er til að bæta aðstöðu á svæðinu.

25.Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2016.

1704001

Lögð fram drög af ársreikningi Hveragerðisbæjar fyrir árið 2016.
Bæjarráð samþykkir að undirrita ársreikningin og að senda ársreikninginn til endurskoðenda og til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

26.Leikskóli Þelamörk 62, verkfundagerð frá 21.mars 2017.

1703040

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

27.Leikskóli Þelamörk 62, verkfundargerð frá 4.apríl 2017.

1704008

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

28.Verkfundagerð Dynskógar 11-17 frá 28.mars 2017.

1703052

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

29.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 17.mars 2017.

1703039

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

30.Fundargerð fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga frá 21.mars 2017.

1703042

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

31.Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 22.mars 2017.

1703043

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

32.Fundargerð aukaaðalfundar Bergrisans frá 21. mars 2017.

1703053

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:23.

Getum við bætt efni síðunnar?