Bæjarráð
Dagskrá
Eyþór H. Ólafsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 2. febrúar 2022.
2202067
Í bréfinu óskar velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012 (móttaka einstaklinga með vernd, innflytjendaráð), 271. mál.
Lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 9. febrúar 2022.
2202068
Í bréfinu óskar atvinnuveganefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis, 93. mál.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð styður tillöguna þar sem hún styrkir tekjustofna viðkomandi sveitarfélaga. Jafnframt hvetur bæjarráð til þess að tekjustofnar allra sveitarfélaga verði styrktir til að mæta síauknum kröfum til þjónustu þeirra.
3.Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga frá 11. febrúar 2022.
2202074
Í bréfinu er auglýst eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga en kosið verður í stjórn og varastjórn á aðalfundi sjóðsins.
Lagt fram til kynningar.
4.Bréf frá Skipulagsstofnun frá 3. febrúar 2022.
2202072
Í bréfinu kemur fram ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu vegna aukinnar massavinnslu jarðhitavökva á Hellisheiði.
Bæjarráð furðar sig á þeirri niðurstöðu Skipulagsstofnunar að aukin massavinnsla jarðhitavökva á Hellisheiði sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Gögn ON geta þess að niðurdæling vökva og vinnsla jarðhita geti haft áhrif á jarðskjálftavirkni og að mati ON kemur fram að vart hafi orðið við talsvsert örvaða skjálftavirkni á Hengilssvæðinu, bæði vegna niðurdælingar og massavinnslu. Stærstu skjálftarnir finnast vel í byggð. Ennfremur kemur fram að aukning í massavinnslu á Hverahlíðarsvæðinu geti aukið líkur á að skjáftar finnist á einstaka stöðum í nærliggjandi byggð og er sérstaklega getið í umsögn Skipulagsstofnunar að þeirra geti orðið vart í Hveragerði. Orðrétt segir í umsögn Skipulagsstofnunar: Ætla má að hlutfallsleg aukning finnanlegra skjálftavirkni gæti orðið í samræmi við hlutfallslega aukningu í massavinnslu, en hún er 15%.
Hveragerðisbær hefur ítrekað og mun áfram gera athugasemdir við þau neikvæðu áhrif sem virkjanír á Hellisheiði og á Hengilssvæðinu hafa á nærliggjandi svæði, hvort sem er hér fyrir austan fjall eða á höfuðborgarsvæðinu. Það er því í hæsta máta sérstakt að breytingar eins og hér eru boðaðar skuli ekki vera háðar mati á umhverfisáhrifum sérstaklega þar sem tekið er undir það sjónarmið að ekki sé ásættanlegt að íbúar í nálægð við virkjunarsvæðin þurfi að búa við endurtekna skjálftavirkni af þeirra völdum.
Hveragerðisbær hefur ítrekað og mun áfram gera athugasemdir við þau neikvæðu áhrif sem virkjanír á Hellisheiði og á Hengilssvæðinu hafa á nærliggjandi svæði, hvort sem er hér fyrir austan fjall eða á höfuðborgarsvæðinu. Það er því í hæsta máta sérstakt að breytingar eins og hér eru boðaðar skuli ekki vera háðar mati á umhverfisáhrifum sérstaklega þar sem tekið er undir það sjónarmið að ekki sé ásættanlegt að íbúar í nálægð við virkjunarsvæðin þurfi að búa við endurtekna skjálftavirkni af þeirra völdum.
5.Bréf frá Sveitarfélaginu Árborg frá 19. janúar 2022.
2202069
Í bréfinu er fjallað um kostnaðarþáttöku sveitarfélaga á Suðurlandi vegna nýtingar á þjónustu Vinaminni, sérstækri dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun.
Bæjarráð samþykkir að greiða fyrir þá þjónustuþega sem hér búa í samræmi við upplýsingar sem fram koma í erindinu.
6.Bréf frá eigendum Eignafell ehf frá 15. febrúar 2022.
2202075
Í bréfinu óska forsvarsmenn Eignafells ehf eftir að lóðirnar Dalahraun 17-19-21, verði færðar á nafn Klakafells ehf.
Bæjarráð samþykkir breytingarnar enda eru forsvarsmenn fyrirtækjanna þeir sömu.
7.Bréf frá Foss stéttarfélagi ódagsett.
2202070
Í bréfinu er fjallað um könnun sem FOSS stéttarfélag í almanna þjónustu ásamt öðrum bæjarstarfsmannafélögum innan BSRB, munu leggja fyrir félagsmenn með aðstoð Gallup. Þar er leitað að fyrirmyndar sveitarfélaginu m.a. út frá starfsumhverfi og áhrifum stjórnunar á heilsu og líðan starfsfólks.
Bæjaráð leggur til við bæjarstjórn að ekki verði greitt fyrir þátttöku í þessari könnun í þetta sinn.
8.Bréf frá Arkþing/Nordic fyrir hönd landeiganda Öxnalækjar.
2202071
Í bréfinu óskar Arkþing/Nordic eftir samstarfi við sveitarfélagið fyrir hönd landeiganda að Öxnalæk að kanna möguleika á uppbyggingu í landi Öxnalækjar.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til Skipulags- og mannvirkjanefndar til frekari skoðunar.
9.Vetrarþjónusta um veginn yfir Hellisheiði - umræður.
2202076
Bæjarráð kallar eftir skriflegum upplýsingum frá Vegagerðinni um þær verklagsreglur sem í gildi eru varðandi mokstur á Hellisheiði. Ennfremur kallar bæjarráð eftir upplýsingum um þær breytingar sem urðu helstar á samningum Vegagerðarinnar við það útboð sem nú er nýafstaðið t.d. fjölda véla og getu þeirra.
10.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 4. febrúar 2022.
2202073
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:44.
Getum við bætt efni síðunnar?