Fara í efni

Bæjarráð

777. fundur 20. janúar 2022 kl. 08:00 - 09:56 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Eyþór H. Ólafsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Lagastoð frá 20. desember 2021.

2201049

Lagt fram bréf frá lögfræðistofunni Lagastoð fyrir hönd íbúa í Heiðmörk 35 þar sem lagðar eru fram kröfur á hendur Hveragerðisbæ.
Bæjarráð felur lögmanni bæjarins að svara erindinu.

2.Bréf frá Lagastoð frá 20. desember 2021.

2201050

Lagt fram bréf frá lögfræðistofunni Lagastoð fyrir hönd íbúa í Heiðmörk 35 þar sem lagðar eru fram kröfur á hendur Hveragerðisbæ.
Bæjarráð felur lögmanni bæjarins að svara erindinu.

3.Bréf frá persónuverndarfulltrúa frá 17. janúar 2022.

2201052

Bréf frá persónuverndafulltrúa Hveragerðisbæjar þar sem hann óskar eftir því að veitt verði heimild til auka vinnustunda umfram það sem er í þjónustusamning vegna þeirrar vinnu sem framundan er við persónuvernd.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að vinna persónuverndarfulltrúa aukist um fimm vinnustundir á mánuðir frá því sem nú er, næstu fimm mánuði.

4.Bréf frá Sigurhæðum frá 16. desember 2021.

2201040

Bréf frá Sigurhæðum - þjónustu við þolendur kynbundis ofbeldi á Suðurlandi þar sem óskað er eftir styrk fyrir árið 2022.
Bæjarráð fagnar metnaðarfullu starfi Sigurhæða og leggur til við bæjarstjórn að Hveragerðisbær styrki starfsemina um umbeðna fjárhæð kr. 584.694,- á árinu 2022.

5.Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Suðvesturlandi 2022-2033, sbr. lið 5 í fundargerð SOS.

2201042

Í bréfinu er rætt um sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2022 - 2033. Tillagan er send til formlegar staðfestingar aðildarsveitarfélaga, óskað er eftir staðfestingu sveitarstjórnar fyrir 26. febrúar 2022.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að svæðisáætlunin verði staðfest. Það er ljóst að í framtíðinni mun umtalsverður, óumflýjanlegur, kostnaður leggjast á íbúa vegna meðhöndlunar úrgangs. Er meðhöndlun úrgangs, flokkun, hirða, förgun, endurnýting, endurvinnsla jafnframt sá málaflokkur sveitarfélaga sem hvað mestur þungi mun felast í á næstu árum. Því er enn og aftur full ástæða til að hvetja bæjarbúa til að huga að neyslu sinni og því með hvaða hætti við getum öll lagt okkar af mörkum þegar kemur að því að minnka þann úrgang sem frá okkur fer og þarfnast í framhaldinu kostnaðarsamrar meðhöndlunar.

6.Minnisblað frá skrifstofustjóra: Tekjutengdur afsláttur fasteignagjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega vegna ársins 2022.

2201063

Minnisblað frá skrifstofustjóra: Tekjutengdur afsláttur fasteignagjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega vegna ársins 2022.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðmiðunartekjur vegna tekjutengds afsláttar fasteignagjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega hækki um 7,64% frá tölum ársins 2021.

7.Ráðning skipulagsfulltrúa.

2201017

Lögð fram greinargerð frá Hagvangi vegna stöðu skipulagsfulltrúa hjá Hveragerðisbæ og gögn um umsækjendur.
Bæjarráð hefur farið ýtarlega yfir fyrirliggjandi gögn um alla umsækjendur. Það er niðurstaða bæjarráðs að Hildur Gunnarsdóttir uppfylli best þær kröfur sem gerðar voru í auglýsingu og samþykkir því að henni verði boðið starf skipulagsfulltrúa í Hveragerði.

8.Afgreiðslur umsókna um leikskólavist/skólavist utan lögheimilissveitarfélags.

2201015

Lagðar fram tvær umsóknir þar sem óskað er eftir að nemendur með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám utan Hveragerðis á árinu 2022. Einnig er óskað eftir því að barn með lögheimili í Hveragerði fái leikskólavist í leikskóla utan Hveragerðis skólaárið 2022.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að heimila nám utan lögheimilissveitarfélags í öllum þremur tilvikunum til loka núverandi skólaárs. Foreldrar eru jafnframt minntir á reglur um umsóknir um námsvist utan lögheimilissveitarfélags sem aðgengilegar eru á vef Hveragerðisbæjar.

9.Sundlaugin Laugaskarði - umræða.

2201076

Á fundinum kynnti menningar- og frístundafulltrúi ýtarlega greinargerð og svör við spurningum Okkar Hveragerðis.
Bæjarráð þakkar góðar upplýsingar og vonast til þess að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til og framundan eru tryggi hita í sundlaugarhúsinu, sundlauginni og pottum eins og mögulegt er. Ljóst er af upplýsingunum að vandi sundlaugarinnar felst að mestu í lækkandi hitastigi og þrýstingsfalli á gufuveitu auk þess sem notkun á gufunni hefur aukist gríðarlega með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á sundlaugarhúsinu og umhverfi þess.
Svör við spurningum Okkar Hveragerðis má finna í meðfylgjandi greinargerð frá menningar- og frístundafulltrúa.

10.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14. janúar 2022.

2201078

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð SASS frá 7. janúar 2022.

2201044

Varðandi lið 3, i, leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að stjórn Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (NOS) verði falið að fjalla um málið og kanna vilja sveitarfélaga til samstarfs um umdæmisráð barnaverndar. Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

12.Fundargerð NOS frá 13. desember 2021.

2201046

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerð Bergrisans frá 10. janúar 2022

2201045

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 1. desember 2021.

2201043

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fundur lögreglustjóra með bæjar- og sveitarstjórum haldinn 12. janúar 2022.

2201048

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fundur lögreglustjóra með bæjar- og sveitarstjórum haldinn 18. janúar 2022.

2201075

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Skýrsla um kaup og framkvæmdir Byggðasafns Árnesinga að Búðarstíg 22.

2201047

Skýrslan lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:56.

Getum við bætt efni síðunnar?