Fara í efni

Bæjarráð

769. fundur 03. september 2021 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Sigrún Árnadóttir
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Eyþór H. Ólafsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar frá 30.ágúst 2021.

2108677

Í bréfinu óska Samtök ferðaþjónustunnar eftir svörum við nokkrum spurningum vegna gjaldtöku við bílastæðið í Reykjadal.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

2.Bréf frá Landssamtökum hjólreiðamanna frá 27. ágúst 2021.

2108672

Með bréfinu vilja Landssamtök hjólreiðamanna hvetja sveitarfélög til að taka þátt í Evrópsku samgönguvikunni sem er haldin 16. - 22. september, átakið hefur það markmið að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga.
Bæjarráð tekur undir sjónarmið bréfritara og þá sérstaklega hvatningu til að nýta virka ferðamáta innanbæjar. Í Hveragerði eru vegalengdir yfirleitt frekar stuttar svo flestir gætu sleppt notkun einkabílsins miklu oftar en gert er í dag. Menningar- og frístundafulltrúa falið að kynna áherslur samgönguviku fyrir bæjarbúum.

3.Minnisblað frá Lotu - Útboð á lýsingarbúnaði fyrir götulýsingu.

2108676

Lagt fram minnisblað frá Lotu frá 30. ágúst 2021 þar sem farið er yfir útboðslýsingu fyrir götulýsingu.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa útboð á LED lömpum fyrir götu- og stígalýsingu í samræmi við gögn Lotu ehf. Verkinu verði skipt í tvo áfanga og kostnaði þannig dreift á tvö ár. Tekið verði tillit til þessa kostnaðar við gerð fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð samþykkir einnig að fela Lotu ehf að sjá um útboð á uppsetningu lampanna.

4.Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun - Bungubrekka.

2109021

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun frá Bungubrekku - frístundaheimilinu Skólasel að upphæð kr. 1.500.000.- vegna fjölda barna með sérþarfir.
Bæjarráð samþykkir viðaukann. Kostnaði vegna hans verði mætt með fjárveitingu af lið 21-01-9980.

5.Minnisblað frá skrifstofustjóra - stytting vinnutíma bæjarskrifstofu.

2108526

Lagt fram minnisblað frá 24. ágúst 2021 þar sem óskað eftir að áfram verði lokað eftir hádegi á föstudögum þannig starfsmenn taki út styttingu vinnuvikunnar á þeim tíma í staðin fyrir að vera með breytilega tíma í styttingu.
Bæjarráð felst á rök skrifstofustjóra og samþykkir til reynslu eða að næstu sex mánuði verði bæjarskrifstofan lokuð eftir hádegi á föstudögum og þannig verði styttingu vinnutíma starfsmanna mætt.

6.Minnisblað frá bæjarstjóra - gatnagerð í Hólmabrún.

2109009

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 31. ágúst 2021 varðandi gatnagerð í Hólmabrún.
Í ljósi mikillar eftirspurnar eftir lóðum í bæjarfélaginu samþykkir bæjarráð að fela skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa að kanna stöðu hönnunar á götum og veitulögnum í Hólmabrún með það fyrir augum að útboð á gatnagerð fari fram fyrir áramót og úthlutun þessara glæsilegu lóða geti þar með farið fram á vormánuðum 2022.

Bæjarráð óskar einnig eftir því að sömu aðilar geri tillögu til bæjarráðs varðandi tengingar Hólmabrúnar við nærliggjandi götur áður en endanleg ákvörðun um útboð verður tekin af bæjarráði.

7.Minnisblað frá bæjarstjóra - innheimta stöðugjalda á Árhólmum.

2109008

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 1. september 2021 er varðar innheimtu stöðugjalda á Árhólmum.
Bæjarráð samþykkir þær breytingar á gjaldskrá sem hér eru lagðar fram. Jafnframt samþykkir bæjarráð að keypt verði greiðsluvél til að auðvelda ferðamönnum greiðslu stöðugjalda á Árhólmum.

8.Minnisblað frá bæjarstjóra - úthlutun lóða á Friðarstöðum.

2109022

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 1. september 2021 um úthlutun lóða á Friðarstöðum.
Bæjarráð samþykkir að lóðir sem ætlaðar eru fyrir verslun og þjónustu á Friðarstöðum verði auglýstar lausar til úthlutunar með eftirfarandi hætti:

Fyrirkomulagið verði í samræmi við 11. gr samþykktar um úthlutun lóða. Eftir að hefðbundnum auglýsingatíma, sem er 4 vikur, er lokið verði þær hugmyndir sem þá hafa borist kynntar fyrir bæjarráði (á fyrri fundi október mánaðar). Í kjölfarið, mun bæjarráð að fengnu ráðgefandi áliti skipulagshöfunda og skipulagsfulltrúa, úthluta lóðunum.

Bæjarráð mun taka tillit til raunhæfni tillagna, vænts framkvæmdahraða en einnig þess með hvaða hætti tillögurnar geta aukið fjölbreytni hvað varðar þjónustu og atvinnu í bæjarfélaginu. Skulu tillögur taka tillit til skilmála í deiliskipulagi og forsendna í aðalskipulagi.

Bæjarráð mun einnig horfa til gæða þeirra hugmynda sem fram koma í samræmi við framangreint og á fundi sínum velja aðila til frekari viðræðna áður en til formlegrar úthlutunar kemur.

Þar sem hér er um einstakar lóðir að ræða hvað varðar staðsetningu þá samþykkir bæjarráð að gjald fyrir byggingarétt verði 0,6 og leggist ofan á gatnagerðargjöld í samræmi við heimild í samþykkt um byggingargjöld í Hveragerði nr. 457/2007.

9.Erindi frá leikskólastjórum frá 1. september 2021.

2109010

Í bréfinu óska leikskólastjórar bæjarins eftir að leikskólar sjái um kaupa inn bleyjur fyrir þau börn sem þær nota og að foreldrar borgi ákveðið bleyjugjald á meðan börn þeirra nota bleyjur.
Bæjarráð samþykkir erindið sem er í samræmi við mikinn meirihlutavilja foreldra leikskólabarna. Bæjarráð vekur athygli á að mikilvægt er að greiðsluþátttaka foreldra taki breytingum í samræmi við verðlagsþróun og felur leikskólastjórum að fylgjast með að svo sé. Bæjarráð vill jafnframt hvetja leikskólastarfsmenn til að taka vel í það ef að foreldrar/forráðamenn vilja nota taubleyjur fyrir börn sín. Einnig vill bæjarráð hvetja foreldra til að velja umhverfisvænar lausnir í stað mengandi einnota sem er í samræmi við stefnu og áherslur bæjarins í umhverfismálum.

10.Opnun tilboða í verkið - verðkönnun, stálgrind dæluhús.

2108690

Opnun tilboða (verðkönnunar) vegna verksins stálgrind dæluhús við Hamarshöll fór fram þriðjudaginn 31. ágúst 2021.

Alls bárust tvö tilboð í verkið.

Suðulist 4.595.000.kr
Vélsmiðja Suðurlands ehf 2.708.500.kr
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði lægstbjóðenda Vélsmiðju Suðurlands ehf verði tekið.

11.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. ágúst 2021.

2108687

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerð SASS frá 13. ágúst 2021.

2108527

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 27. ágúst 2021 og drög að samþykkt um vatnsvernd.

2108678

Fundargerðin lögð fram til kynningar. Afgreiðslu samþykktar um vatnsvernd vísað til bæjarstjórnar

14.Fundargerð NOS frá 31. ágúst 2021.

2109013

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fundargerð Bergrisans frá 9. apríl 2021

2109014

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fundargerð Bergrisans frá 7. júní 2021

2109015

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Fundargerð Bergrisans frá 15. júlí 2021

2109019

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Getum við bætt efni síðunnar?