Fara í efni

Bæjarráð

766. fundur 01. júlí 2021 kl. 08:00 - 09:10 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Eyþór H. Ólafsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála frá 28. júní 2021.

2106880

Lagður fram úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála frá 28. júní 2021 þar sem tekin var fyrir kæra á afgreiðslu bæjarráðs frá 1. október 2020 þar sem kærð voru truflandi áhrif rekstur tjaldsvæðis á búsetu kæranda.
Lagt fram til kynningar en niðurstaða nefndarinnar var sú að málinu var vísað frá.

2.Bréf frá Brunabótafélagi Íslands frá 22. júní 2021.

2106878

Í bréfinu er tilkynnt að Hveragerðisbær hafi hlotið styrk úr Styrktarsjóði EBÍ að upphæð kr. 400.000.- til verkefnisins "Hveragerði - í þjóðleið frá landnámi".
Bæjarráð þakkar góðar viðtökur við styrkumsókn bæjarins og felur menningar- og frístundafulltrúa að sjá um gerð skiltisins sem gera myndi grein fyrir "Hveragerði - í þjóðleið frá landnámi" og sem staðsett yrði við gönguleið upp að Skífu.

3.Bréf frá Reykjadalsfélaginu frá 29. júní 2021.

2106881

Lagt fram bréf frá Reykjadalsfélaginu slf þar sem þeir óska eftir breytingum á deiliskipulagi á reit VÞ1 í Ölfusdal og að fulltrúar félagsins fái að koma að þeirri vinnu.
Bæjarráð samþykkir að fela Skipulags- og mannvirkjanefnd að hefja nú þegar endurskoðun deiliskipulags á Árhólmum í góðri samvinnu við lóðarhafa á svæðinu. Hugmyndir lóðarhafa um framtíðaruppbyggingu verði hafðar til hliðsjónar við endurskoðunina sem og stefnumörkun bæjarstjórnar um uppbyggingu á Árhólmum.

4.Bréf frá Einari Michael Guðjónssyni og Halldóru Sigurðardóttur frá 16. júní 2021.

2106879

Bæjarstjóra falið að svara erindinu í samráði við starfsmenn og lögmenn bæjarins.

5.Ríkiskaup - Opnun tilboða - Sorphirða.

2106882

Opnun tilboða í útboðið 21120 fór fram 25. júní 2021. Alls bárust 3 tilboð frá:

Íslenska gámafélaginu ehf 84.697.080.- á ári m.vsk.
Terra hf 89.134.007.- á ári m. vsk.
Kubbur ehf 118.877.457.-

Kostnaðaráætlun er 80.000.000.- á ári með vsk.
Frávikstilboð voru ekki heimil skv. útboðsgögnum í þessu útboði.
Öll þrjú tilboðin sem bárust eru gild og þar með er það lægsta verð sem er ráðandi við val á tilboði. Bæjarráð samþykkir að send verði út tilkynning um val á tilboði þar sem fyrirhugað sé að taka tilboði lægstbjóðenda, Íslenska gámafélagsins ehf að loknum lögbundnum biðtíma enda uppfylli tilboð þeirra öll skilyrði útboðsgagna. Reynist sú skoðun án athugasemda þá samþykkir bæjarráð töku tilboðs lægstbjóðanda.

6.Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun - fjárfesting kaup á Öxnalækjarlandi.

2106884

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun vegna kaupa á Öxnalækjarlandi.
Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2021 vegna fjárfestinga upp á kr. 84 m.kr.. Fjármögnun fjárfestingarinnar verði með nýju láni. Aukinn kostnaður (afskriftir og vextir) vegna viðaukans fara af handbæru fé.

7.Kaupsamningur Öxnalækjarland.

2106883

Lagður fram kaupsamningur vegna kaupa á Öxnalækjarlandi
Bæjarráð samþykkir kaupsamninginn með þeirri breytingu að leiðrétt verði eignarhald varðandi dánarbú og að liður 1.2 breytist og að við bætist ákvæði um sölurétt á 3,1ha spildu út úr landi L171613 sem er spilda fyrir neðan þjóðveg en seljendur hafa skipt þeirri spildu út úr landinu og undanskilið í kaupunum. Seljendur hafa rétt til að selja kaupanda þessa spildu og kaupandi skyldu til að kaupa spilduna komi til beitingar söluréttar seljanda fyrir kr. 8.000.000. Kaupsamning skal halda innan 30 daga frá því að seljendur senda kaupanda sannanlega tilkynningu um virkjun á sölurétti sínum og skal kaupverðið greitt við undirritun samnings. Skal spildan afhent án veðbanda eða annarra kvaða. Réttur seljenda til að selja kaupanda greinda spildu gildir í 12 mánuði frá undirritun kaupsamnings þessa. Að þeim tíma liðnum fellur söluréttur seljenda niður.

8.Sveitarfélög í breyttu umhverfi - framtíðaráskoranir.

2106874

Lögð fram skýrsla sem unnin var að Framtíðarsetri Íslands fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga "Sveitarfélög í breyttu umhverfi. Hvað gerist handan við hornið. Framtíðaráskoranir".
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með þá vinnu sem lögð var í að greina þær áskoranir sem sveitarfélög á Íslandi standa frammi fyrir og mun hafa skýrsluna til hliðsjónar við framtíðarstefnumörkun í sveitarfélaginu.

9.Ársreikningur og ársskýrsla Fræðslunetsins fyrir árið 2020.

2106877

Lagður fram ársreikningar og ársskýrsla Fræðslunets Suðurlands árið 2020.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 22. júní 2021.

2106875

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:10.

Getum við bætt efni síðunnar?