Bæjarráð
Dagskrá
1.Viktori Sveinssyni frá 31.janúar 2017.
1701033
Í bréfinu óskar handhafi lóðarinnar Austurmörk 6-8-10, Viktor Sveinsson, eftir nafnabreytingu á lóðarréttindum og handhafi þeirra verði Valgarð Sorensen. Viktor Sveinsson mætti til fundarins og kynnti fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðinni.
Bæjarráð samþykkir nafnabreytinguna. Ennfremur frestar bæjarráð afturköllun lóðarinnar til 1. apríl enda hafi þá teikningar verið lagðar fram af húsinu og framkvæmdir séu fyrirhugaðar.
2.Starfsmannafélagi Áss frá 5. janúar 2017.
1701023
Í bréfinu er óskað er afslætti í sund fyrir starfsmenn Dvalarheimilisins Áss.
Bæjarráð samþykkir 10% afslátt af stökum miðum gegn framvísun starfsmannaskírteinis.
3.Boð á aðalfund Heilsulindasamtaka Íslands sem fer fram 14.febrúar 2017.
1701034
Í bréfinu er boðað til aðalfundar Heilsulindasamtaka Íslands með dagskrá.
Forseti bæjarstjórnar mun sækja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
4.Samningur velferðarráðuneytisins og Hveragerðisbæjar um móttöku, aðstoð og stuðning við hóp flóttafólks 2017-2019.
1701031
Lagður fram samningur milli velferðarráðuneytisins og Hveragerðisbæjar sem bæjarstjóri undirritaði, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar, í móttöku sem haldin var þegar flóttamenn frá Sýrlandi komu til landsins.
Bæjarráð samþykkir samninginn og lýsir um leið yfir ánægju með sérlega gott samstarf við starfsmenn Velferðarráðuneytisins að verkefninu.
5.Minnisblað frá skipulags- og byggingafulltrúa, gatnagerð í Dynskógum og Hjallabrún.
1701032
Í minnisblaðinu gerir skipulags- og byggingafulltrúi grein fyrir aðstæðum hvað varðar gatnagerð sem framundan er í sveitarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir tillögur sem settar eru fram varðandi gatnagerð í Dynskógum. Varðandi Hjallabrún samþykkir bæjarráð að fela skipulags- og byggingafulltrúa að hefja nú þegar undirbúning að útboði gatnagerðar í samræmi við fjárhagsáætlun þar sem gert er ráð fyrir að yfirborðsfrágangur fari fram árið 2018. Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að útboðið fari fram hið allra fyrsta þar sem mikilvægt er að úthlutun lóða geti hafist sem fyrst.
6.Lóðir Breiðás ehf við Heiðmörk 39 og 41 og Þórsmörk 2.
1701029
Í erindinu er óskað eftir því að bæjarráð aðlagi lóðir við Heiðmörk og Þórsmörk í gildandi deiliskipulagi fyrir Grímsstaðareit og taki tillit til deiliskipulagsins þannig að lóðamörkin verði sem eðlilegust og að lóðamörkum verði í framhaldinu breytt til samræmis við það.
Bæjarráð samþykkir að Breiðás ehf fái lóðirnar Heiðmörk 41 og 43 í stað lóðarinnar Þórsmörk 2 sem falli þá til bæjarfélagsins.
7.Lóðarumsókn Dynskógar 15, Ásta Magnúsdóttir.
1701026
Lögð fram lóðarumsókn frá Ástu Magnúsdóttir þar sem sótt er um lóðina Dynskógar 15.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Ástu lóðinni með þeim skiilmálum sem gilda um úthlutun lóða í Hveragerði.
8.Verkfundargerð "Leikskóli Þelamörk 62" frá 10.janúar 2017.
1701024
Varðandi lið 8 þar sem verktaki óskar eftir upplýsingum um hvort Hveragerðisbær hyggist nýta sér rétt til að fresta innréttingu á tveimur deildum um eitt ár samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að ræða við verktaka með það fyrir augum að innrétting skólans verði að fullu kláruð árið 2017 en þó þannig að það verði í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt.
9.Verkfundargerð "Leikskóli Þelamörk 62" frá 24.janúar 2017.
1701025
Fundargerðin samþykkt.
10.Starfshópur um sameiningu sveitarfélaga frá 16.janúar 2017.
1701030
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
11.Sorpstöð Suðurlands frá 19.janúar 2017.
1701027
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
12.Fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga frá 24.janúar 2017.
1701028
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:35.
Getum við bætt efni síðunnar?
Hér var gengið til dagskrár: