Fara í efni

Bæjarráð

763. fundur 20. maí 2021 kl. 08:00 - 09:15 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 12. maí 2021.

2105047

Velferðarnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um barnvænt Íslands - framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 762. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 12. maí 2021.

2105048

Velferðarnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um fjöleignarhús, 597. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá Skógræktinni og Landgræðslunni frá 10. maí 2021.

2105050

Bréf frá Skógræktinni og Landgræðslunni þar sem óskað er eftir þátttöku sveitarfélaga í Bonn-áskoruninni sem er alþjóðlegt átak um útbreiðslu eða endurheimt skóga á stórum samfelldum svæðum eða landslagsheildum. Bonn-áskorunin er skipulögð af alþjóðlegum náttúruverndarsamtökunum IUCN í samstarfi við fleiri aðila.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til Skipulags- og mannvirkjanefndar.

4.Bréf frá Kristni Kristjánssyni frá 11. maí 2021.

2105049

Bréf frá Kristni Kristjánsyni frá 11. maí 2021 þar sem hann óskar eftir að bílastæðum við Breiðumörk 23 verði fjölgað úr fimm í sex.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til Skipulags- og mannvirkjanefndar.

5.Bréf frá Valdimari Bjarnasyni frá 17. maí 2021.

2105059

Bréf frá Valdimari Bjarnasyni, hann fékk úthlutaða lóðina Langahraun 10-12-14 og óskar eftir að færa eignarhald á henni yfir á fyrirtækið Klakafell ehf.
Bæjarráð samþykkir breytingarnar enda eru forsvarsmenn fyrirtækjanna þeir sömu.

6.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.

2105063

Óskað er eftir að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í Vatnsendaskóla skólaárið 2021-2022.
Þar sem erindið er ekki í samræmi við reglur Hveragerðisbæjar um skólasvist utan lögheimilissveitarfélags þá felur bæjarráð bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga og leggja erindið fyrir að nýju á næsta fundi bæjarráðs.

7.Verkfundargerð frá 18. maí 2021 - Grunnskólinn í Hveragerði.

2105060

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

8.Fundargerð SASS frá 7. maí 2021.

2105052

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerð Tónlistarskóla Árnesinga frá 10. maí 2021.

2105058

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 3. febrúar 2021.

2105053

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 13. apríl 2021.

2105054

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerð Almannavarna Árnessýslu frá 22. mars 2021.

2105055

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerð framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu frá 22. mars 2021.

2105057

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Fundargerð framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu 14. maí 2021.

2105061

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19.

2105051

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Getum við bætt efni síðunnar?