Fara í efni

Bæjarráð

727. fundur 17. október 2019 kl. 08:00 - 08:37 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Garðar R. Árnason áheyrnarfulltrúi
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 10.október 2019.

1910024

Í bréfinu óskar Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, nr. 86/2011 (staðsetning áfengisverslunar), 53. mál.
Bæjarráð tekur undir þá tillögu sem hér er lögð fram og hvetur Alþingi til að veita henni brautargengi.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 11.október 2019.

1910021

Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 41.mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 11.október 2019.

1910022

Í bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 116. mál.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 11.október 2019.

1910023

Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 35. mál.
Lagt fram til kynningar.

5.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 15.október 2019.

1910030

Í bréfinu óskar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2019-2023, 148. mál.
Bæjarráð vísar í fyrri bókun sína um málefnið frá bæjarráðsfundi þann 5. september sl. sem send hefur verið í samráðsgátt. Jafnframt vill bæjarráð ítreka mikilvægi þess að ríkissjóður veiti sérstök fjárframlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna framlaga sjóðsins við sameiningar sveitarfélaga til að fjármagna þann stuðning.

6.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 1.október 2019.

1910016

Í bréfinu er leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barns í leik- eða grunnskóla.
Lagt fram til kynningar en sveitarfélagið mun hafa þetta álit til hliðsjónar berist umsókn um tvöfalda skólavist barna.

7.Bréf frá Lionsklúbbnum Eden frá 10.október 2019.

1910027

Í bréfinu óskar Lions klúbburinn Eden eftir styrk frá Hveragerðisbæ vegna Hrekkjavökuballs sem haldið verður fyrir börn í Hveragerði.
Bæjarráð samþykkir að styrkja barnaballið um kr. 50.000.-

8.Áætlun 2020 - Skatttekjur.

1910028

Farið yfir áætlun um fasteignagjöld og útsvarstekjur fyrir árið 2020.
Lagt fram til kynningar.

9.Verkfundur 10 - Gatnagerð Kambaland frá 8.október 2019.

1910018

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

10.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.september 2019.

1910014

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð SASS frá 27.september 2019.

1910029

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerð NOS frá 8.október 2019.

1910019

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerð Bergrisans frá 7.október 2019.

1910026

Vegna ráðningar verkefnastjóra Bergrisans til eins árs óskar Hveragerðisbær frekar eftir að verkefnastjórinn verði ráðin beint til Bergrisans og heyri undir stjórn hans.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

14.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 2.október 2019.

1910015

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:37.

Getum við bætt efni síðunnar?