Fara í efni

Bæjarráð

665. fundur 15. desember 2016 kl. 08:00 - 09:14 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Garðar R. Árnason
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Í upphafi fundar lagði formaður framm dagskrárbreytingartillögu að inn komi liður 9. "Bréf frá Nefndarsviði Alþingis frá 14. desember 2016".

Dagskrárbreytingartillagan samþykkt samhljóða.

1.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 1.desember 2016.

1612003

Í bréfinu hvetur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sveitarfélög til að hraða vinnu við gerð húsnæðisáætlana.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 6.desember 2016.

1612033

Í bréfinu er kynnt vinna starfshóps sem skipaður var til að fara yfir álit Persónuverndar vegna persónuupplýsinga um grunnskólanemendur og öryggi þeirra í vefkerfinu Mentor.
Vísað til fræðslunefndar.

3.Bréf frá kennurum Tónlistarskóla Árnesinga frá 17.11.2016.

1612022

Í bréfinu eru bókanir af fundi kennara í Tónlistarskóla Árnesinga með sveitarstjórnarmönnum í Árnessýslu og foreldrum. Efni fundarins var kjaramál tónlistarskólakennara og framtíð tónlistarfræðslu í landinu.
Bæjarráð hvetur deiluaðila að leyta allra leiða til að ná samkomulagi hið allra fyrsta.

4.Bréf frá Þresti Stefánssyni og Sævari Frey Sigtryggsyni frá 5.desember 2016.

1612025

Í bréfinu óska bréfritarar eftir að byggingarréttur á lóð númer 49 að Heiðmörk fari af nafni Þrastar Stefánssonar yfir á nafn Snævars Freys Sigtryggssonar.
Bæjarráð samþykkir nafnabreytinguna.

5.Bréf frá starfsmönnum leikskólans Undralands frá 7.desember 2016.

1612027

Í bréfinu ræða starfsmenn leikskólans Undralands um fyrirkomulag sumarlokunar leikskóla Hveragerðisbæjar.
Vísað til fræðslunefndar.

6.Bréf frá Sveitarfélaginu Ölfus frá 1.desember 2016.

1612028

Í bréfinu er bókun frá bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfus frá 24. nóvember vegna nýs leikskóla að Þelamörk í Hveragerði en Sveitarfélagið Ölfus á 9% í leikskólamannvirkjum í Hveragerði.
Lagt fram til kynningar.

7.Bréf frá Þroskahjálp frá 7.desember 2016.

1612029

Í bréfinu er rætt um húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki.
Lagt fram til kynningar.

8.Bréf frá Hestamannafélaginu Ljúf, ódagsett.

1612030

Í bréfinu er óskað eftir stuðningi Hveragerðisbæjar vegna framkvæmda sem Hestamannafélagið Ljúfur hefur hug á að fara í.
Því miður er þegar búið að samþykkja fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 og því er erindið of seint fram komið fyrir næsta ár. Bæjarráð minnir á að í gildi er þjónustusamningur við félagið en felur þó bæjarstjóra að ræða við bréfritara um þau atriði sem þarna eru sett fram.

9.Bréf frá nefndarsviði Alþingis frá 14. desember 2016.

1612035

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (breyting á A-deild sjóðsins), 6. mál.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með að frumvarpið skuli vera komið á dagskrá Alþingis og hvetur alþingismenn til að sjá til þess að það verði að lögum fyrir áramót.

10.Lóðarumsókn Heiðmörk 50.

1612023

Ragnar Ágúst Ragnarsson sækir um lóðina Heiðmörk 50.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Ragnari Ágústi Ragnarssyni lóðinni Heiðmörk 50 samkvæmt þeim reglum sem gilda um úthlutun lóða í Hveragerði.

11.Lóðarumsókn Heiðmörk 52.

1612024

SR-Verk ehf sækir um lóðina Heiðmörk 52.
Bæjarráð samþykkir að úthluta SR-Verk ehf lóðinni Heiðmörk 52 samkvæmt þeim reglum sem gilda um úthlutun lóða í Hveragerði.

12.Lóðarumsókn Mánamörk 7.

1612002

Rafgengi ehf sækir um lóðina Mánamörk 7.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Rafgengi ehf lóðinni Mánamörk 7 samkvæmt þeim reglum sem gilda um úthlutun lóða í Hveragerði.

13.Leikskóli, Þelamörk 62 - Verkfundagerð nr.3 frá 13.desember 2016.

1612034

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

14.Fundargerð stjórnar SASS frá 25.nóvember 2016.

1612031

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 2.desember 2016.

1612032

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:14.

Getum við bætt efni síðunnar?