Fara í efni

Bæjarráð

758. fundur 04. mars 2021 kl. 08:00 - 09:48 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir varaformaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Njörður Sigurðsson
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Bryndís Eir Þórsteinsdóttir, varaformaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 18. febrúar 2021.

2102051

Í bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um áfengislög (sala á framleiðslustað), 504. mál.
Bæjarráð ítrekar fyrri bókun sína um sama mál og hvetur alþingismenn til að tryggja smáframleiðendum heimild til beinnar sölu frá brugghúsum. Bæjarráð leggur áherslu á að breytingarnar muni ekki leiða til þess að kaupendur undir lögaldri fái aukið aðgengi að áfengi enda yrði það einungis selt á stöðum þar sem sem fólk á löglegum áfengiskaupaaldri má koma saman.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 22. febrúar 2021.

2102052

Í bréfinu óskar Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 23. febrúar 2021.

2102053

Í bréfinu óskar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um hafnalög (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun), 509. mál.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 23. febrúar 2021.

2102054

Í bréfinu óskar Atvinnuveganefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 140. mál.
Lagt fram til kynningar.

5.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 23. febrúar 2021.

2102055

Í bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (kristinfræðikennsla),141. mál.
Lagt fram til kynningar.

6.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 24. febrúar 2021.

2102056

Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 452. mál
Bæjarráð fagnar framkomnu frumvarpi og hvetur alþingismenn til að samþykkja það.

7.Bréf frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá 24. febrúar 2021.

2103001

Í bréfinu er fjallað um frestun á gjalddaga staðgreiðslu og tryggingargjalds.
Bæjarráð lýsir yfir furðu sinni á því að sú staða geti komið upp að sveitarfélög landsins þurfi að endurgreiða milljarða vegna ofgreiddrar staðgreiðslu. Bæjarráð gerir þá kröfu að uppgjöri staðgreiðslu, helsta tekjustofns sveitarfélaga, fylgi ítarleg sundurliðun á uppruna teknanna og að fyrirsjáanleiki greiðslna verði meiri en nú er.

8.Bréf frá Sveitarfélaginu Ölfus frá 19. febrúar 2021.

2102057

Í bréfinu er svar bæjarráðs Ölfuss vegna erindis frá Hveragerðisbæ er varðar breytt sveitarfélagamörk en bæjarráð Ölfus hafnar erindinu.
Bæjarráð harmar þá afstöðu Ölfusinga að ekki sé ástæða til viðræðna um breytt sveitarfélagamörk. Í ljósi þess að bæjarráð Ölfuss er tilbúið til viðræðna um ýmis sameiginleg hagsmunamál þá telur bæjarráð rétt að þegar í stað hefjist viðræður um aukna kostnaðarhlutdeild Ölfusinga í þeim verkefnum sem rekin eru sameiginlega. Þó að Ölfusingar greiði hlutfall af rekstrarkostnaði leik- og grunnskóla miðað við fjölda nemenda á hverjum stað er ljóst að annar afleiddur kostnaður er ekki greiddur. Má þar nefna m.a. vinnu tæknideildar, umhverfisdeildar og bæjarskrifstofu sem allar sinna mikilli vinnu við fræðslustofnanir bæjarins. Eðlilegt hlýtur að teljast að Ölfusingar greiði hlutdeild í rekstrarkostnaði þessara stoðdeilda miðað við umfang rekstrar fræðslumála í bæjarfélaginu. Bæjarstjóra ásamt skrifstofustjóra falið að ræða við Ölfusinga um aukna þátttöku í þeim kostnaði sem felst í rekstri fræðslustofnana bæjarins.

9.Bréf frá starfshópi minni sveitarfélaga um sameiningarákvæði frá 16. febrúar 2021.

2102058

Í bréfinu er tillaga sem hópur minni sveitarfélaga hefur unnið að í því skyni að hún gæti komið í stað íbúalágmarks, með það að markmiði að styrkja og efla sveitarstjórnarstigið, ekki hvað síst með sameiningum. Tillöguna hafa þeir sent á Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Bæjarráð hvetur þingmenn til að samþykkja fyrirliggjandi frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum og þar með ákvæði um lágmarks íbúafjölda sveitarfélaga enda væri það í fullu samræmi við ályktanir landsþinga sambandsins.

10.Bréf frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála frá 12. febrúar 2021.

2102059

Lagður fram úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála á kæru vegna samþykktar á umsókn vegna byggingarleyfis fyrir einnar hæðar íbúarhús á lóðinni Laufskógar 21.
Lagt fram til kynningar.

11.Bréf frá Leigufélaginu Bríet frá 18. janúar 2021.

2103003

Í bréfinu kynnir Leigufélagið Bríet fyrirhuguð áform sín um að auglýsa eftir byggingaraðilum í samstarfverkefni til að fjölga leiguíbúðum í Hveragerði.
Bæjarráð fagnar því að Leigufélagið Bríet skuli hafa hug á að kaupa húsnæði sem ætlað er til almennrar leigu í bæjarfélaginu. Bæjarráð hvetur til þess að auglýst verði sem fyrst eftir íbúðum og einnig hvetur bæjarráð forsvarsmenn leigufélagsins til að kanna hvort ekki sé grundvöllur til að kaupa fleiri íbúðir í Hveragerði sem hugsaðar eru til útleigu án hagnaðarsjónarmiða. Bæjarráð vekur jafnframt athygli á því að þrátt fyrir að engar lóðir séu lausar til úhlutunar í bæjarfélaginu í augnablikinu þá eru á þriðja hundrað íbúðir í byggingu og því ætti að gefast gott tækifæri til samstarfs við byggingaraðila hvað þetta verkefni varðar.

12.Bréf frá Kvennaathvarfinu frá 10. febrúar 2021.

2102060

Í bréfinu sækir Kvennaathvarfið um rekstrarstyrk frá Hveragerðisbæ fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar en gert er ráð fyrir styrk til Kvennaathvarfsins á fjárhagsáætlun ársins.

13.Lóðarumsókn um lóðina Búðahraun 2.

2102061

Haraldur Skarphéðinsson sækir um lóðina Búðahraun 2.
Bæjarráð samþykkir að úthluta umsækjanda lóðinni Búðarhraun 2 í samræmi við reglur bæjarins um lóðaúthlutanir.

14.Samstarfsyfirlýsing - Virk Atvinnutenging.

2102062

Lögð fram samstarfsyfirlýsing Hveragerðisbæjar og VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs um verkefnið "Virk atvinnutenging".
Bæjarráð samþykkir samstarfsyfirlýsinguna og hvetur stjórnendur bæjarfélagsins til að vinna að því markmiði að sem flestir fái störf við hæfi.

15.Tilboð frá Consello í útboð í Vátryggingar 2021.

2102063

Lagt fram tilboð frá Consello í ráðgjöf og umsjón með útboði á tryggingum bæjarins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði Consello ehf verði tekið.

16.Forkaupsréttur Breiðamörk 22.

2102064

Lagt fram bréf frá Byr fasteignasölu þar sem óskað er eftir að Hveragerðisbær falli frá forkaupsrétti af fasteigninni Breiðamörk 22 fnr. 221-0110, eignarhluta 01-0201.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fallið verði frá forkaupsrétti af fasteigninni Breiðamörk 22 fnr. 221-0110, eignarhluta 01-0201.

17.Verkfundargerð frá 18. febrúar 2021 - Sundlaugin Laugaskarði.

2102065

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

18.Verkfundargerð frá 16. febrúar 2021 - Grunnskólinn í Hveragerði.

2103002

Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:48.

Getum við bætt efni síðunnar?