Fara í efni

Bæjarráð

756. fundur 04. febrúar 2021 kl. 08:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 21. janúar 2021.

2102005

Í bréfinu óskar Atvinnuveganefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um jarðalög (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskyldu o.fl), 375. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 22. janúar 2021.

2102001

Í bréfinu óskar Atvinnuveganefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar ofl.) 418 mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 22. janúar 2021.

2102002

Í bréfinu óskar Atvinnuveganefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja), 419.mál.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 26. janúar 2021.

2102003

Í bréfinu óskar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 370. mál.
Bæjarráð fagnar því að Grænsdalur og Bitra á Hengilssvæði skuli vera sett í verndarflokk í áætluninni enda er þar um að ræða einstaka náttúru sem greinilega er orðin sátt um að beri að vernda. Um leið undrast bæjarráð að Þverárdalur skuli vera settur í nýtingarflokk. Þverárdalur ásamt Innstadal sem felldur er undir biðflokk býr yfir einstakri fjölbreytni og fegurð, sem nauðsynlegt er að varðveita ekki síst fyrir komandi kynslóðir. Hengilsvæðið er ómetanleg náttúruperla í næsta nágrenni við þéttbýlasta svæði landsins og býður það upp á staði þar sem hægt er að njóta öræfakyrrðar þrátt fyrir þéttbýlið allt um kring. Dalirnir hér norðan við Hveragerði og svæðið í kringum Ölkelduháls eru einstakt náttúruundur og það umhverfi ætti að vernda með öllum tiltækum ráðum. Því svæði tilheyrir m.a. Þverárdalur, Reykjadalur og Grænsdalur, Kattatjarnir og annað umhverfi Hengilsins. Bæjrstjóra er falið að koma þessum sjónarmiðum bæjarráðs til nefndarmanna.

5.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 28. janúar 2021.

2101047

Í bréfinu óskar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378.mál.
Bæjarráð fagnar framkomnu frumvarpi og hvetur þingmenn til að veita því brautargengi. Það er mikilvægt að sett séu lög er tilgreini lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. Hvort að sú tala er 1.000 íbúar eða einhver önnur er aukaatriði. Það að sveitarfélög séu öflugar stjórnsýslueiningar sem geti sinni lögbundinni þjónustu við íbúa án þess að vera öðrum háð er mikilvægt fyrir framþróun sveitarstjórnarstigsins.

6.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 28. janúar 2021.

2102004

Í bréfinu óskar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 121. mál.
Bæjarráð varar við tillögum er þrengja enn frekar en nú er að bíleigendum og aukinni skattheimtu. Landfræðilegar staðreyndar á Íslandi eru með þeim hætti að erfitt er fyrir þorra þjóðarinnar að hafna einkabílnum. Slíkt er mögulega hægt í þéttbýli stórborga en víða út um land eru staðhættir þannig að slíkt er svo til ómögulegt. Fyrsta skref ríkisvaldsins ætti að vera að efla verulega almenningssamgöngur þannig að íbúar út um allt land hafi raunhæfan möguleika á að sleppa einkabílnum. Einnig má minna á nauðsynlega uppbyggingu hjólastíga milli þéttbýliskjarna til dæmis á milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurlands (yfir Hellisheiði) þar sem í dag er lífshættulegt að fara um á reiðhjóli en engin hjólarein/öxl er á stórum hluta þeirrar leiðar.

7.Forkaupsréttur Austurmörk 20 - fnr.F2234364.

2102006

Lögð fram beiðni um að Hveragerðisbær falli frá forkaupsrétti af fasteigninni Austurmörk 20 fnr. F2234364.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að falla frá forkaupsrétti á umræddri húseign.

8.Úrskurður mál nr.M-772-2020 - Vanefndir samkomulags um lóðamörk.

2102007

Lagður fram úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli Ragnheiðar Guðmundsdóttur og Einars Magnúsar Nielsen gegn Hveragagerðisbæ þar sem þau óska eftir dómskvöddum matsmanni vegna vanefnda á samkomulagi um lóðarmörk Þelamörk 52-54.
Héraðsdómur hafnar beiðni þeirra.
Lagt fram til kynningar.

9.Minnisblað - svar við fyrirspurn varðandi úthlutun leikskólaplássa.

2102021

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra vegna fyrirspurnar á bæjarráðsfundi 17. desember 2020 frá Jóhönnu Ýr Jóhannsdóttur fulltrúa Frjálsra með Farmsókn um verklag við úthlutun á leikskólaplássum í Hveragerði í samanburði við verklag hjá nágranna sveitarfélögum.
Lagt fram til kynningar.

10.Opnun verðkönnunar í verkið - Bláskógar 1, niðurrif.

2102008

Njörður Sigurðsson vék af fundi meðan á afgreiðslu stóð.

Opnun verðkönnunar í verkið "Bláskógar 1, niðurrif" fór farm þann 29. janúar 2021. Alls bárust þrjú tilboð í verkið.

Arnon ehf 1.836.562.-
Garpar ehf 2.961.120.-
Gummi Sig ehf 1.370.000.-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði lægstbjóðenda, Gummi Sig ehf verði tekið.

11.Umsóknir - Hveraportið, Breiðamörk 21.

2102020

Alls bárust tvær umsóknir um Hveraportið til framtíðarleigu.
Umsóknir bárust frá Lóreley Sigurjónsdóttur, eiganda Fitness bilsins og frá Anzali.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að ræða við bréfritara með það fyrir augum að kanna hvernig viðkomandi rekstur samræmist húsnæðinu og ástandi þess.

12.Lóðaumsókn - Bláskógar 1.

2102009

Húsmót ehf sækir um lóðina Bláskógar 1.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að úthluta umsækjanda lóðinni Bláskógum 1 í samræmi við reglur bæjarins um lóðaúthlutanir. Njörður Sigurðsson sat hjá.

13.Verkfundargerð frá 22. janúar 2021 - Sundlaugin Laugaskarði.

14.Verkfundargerð frá 2. febrúar 2021 - Grunnskólinn í Hvergerði.

15.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. desember 2020.

2102022

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. janúar 2021.

2102015

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Fundargerð SASS frá 15. janúar 2021.

2102017

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Fundargerð Tónlistarskóla Árnesinga frá 22. janúar 2021.

2102012

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 24. janúar 2021.

2102014

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 15. janúar 2021 og drög að samþykkt um vatnsvernd.

2102013

Fundargerðin lögð fram til kynningar. Samþykkt um vatnsvernd vísað til bæjarstjórnar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?