Fara í efni

Bæjarráð

755. fundur 21. janúar 2021 kl. 08:00 - 09:05 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Villiköttum frá 15. janúar 2021.

2101034

Í bréfinu óskar Dýraverndunarfélagið Villikettir í Hveragerði eftir fullum afnotum að húsnæðinu Hveramörk 7 á ársgrundvelli. Eins óskar félagið eftir að Hveragerðisbær greiði efniskostnað vegna viðhalds á gólfum eftir að hitaveitulögn sprakk í húsnæðinu. Félagið sjái um vinnu.
Bæjarráð samþykkir að Villikettir fái afnot af húsinu, Hveramörk 7, árið 2021 og 2022. Eins og síðastliðin ár mun garðyrkjudeildin nýta bakhýsi sem er á lóðinni vegna matjurta- og skólagarða sem verða á lóðinni. Hvað varðar efniskostnað vegna viðhalds á gólfum er erindinu vísað til byggingar- og mannvirkjafulltrúa Hveragerðisbæjar til að meta umfang þeirra framkvæmda sem nauðsynlegar eru. Tillögur hans verði lagðar fyrir bæjarráð til samþykktar.

2.Bréf frá Hugarfrelsi ódagsett.

2101035

Í bréfinu er kynnt mögulegt samstarf Hugarfrelsis og Hveragerðisbæjar sem gæti byrjað með innleiðingu í leik- og grunnskóla bæjarins.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fræðslunefndar.

3.Bréf frá Hringbraut -Matur & Heimili frá 8. desember 2020.

2101038

Í bréfinu óskar bréfritari eftir samstarfi við Hveragerðisbæ um gerð tveggja þátta af Matur- og Heimili sem væru teknir upp í Hveragerði.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til Ferðamálasamtaka Hveragerðis.

4.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.

2101033

Lögð fram umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Bæjarráð samþykkir umsóknina.

5.Umsagnarferli við setningu reglna og samþykkta, áður til umræðu á bæjarstjórnarfundi 14. janúar 2021.

2101020

Lögð fram tillaga frá O-lista um umsagnarferli við setningu reglna og samþykkta sem áður var á dagskrá bæjarstjórnar,
Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við Forsætisráðuneytið vegna mögulegs aðgangs að samráðsgátt stjórnvalda. Málið rætt og bæjarstjóra falið að afla nánari upplýsinga um samráðsgáttina.

6.Minnisblað frá bæjarstjóra vegna breyttra sveitarfélagamarka Ölfuss og Hveragerði.

2101040

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 19. janúar þar sem lagt er til að óskað verði eftir breytingu á sveitarfélagamörkum Sveitarfélagsins Ölfuss og Hveragerðisbæjar.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir viðræðum við sveitarstjórn Ölfuss um breytingu á sveitarfélagamörkum Sveitarfélagsins Ölfuss og Hveragerðisbæjar. Svæðið sem bæjarráð óskar viðræðna um er spildan sem nær frá Varmá og að fjallsrótum Reykjafjalls. Þar er um að ræða tiltölulega lítið landsvæði sem að stóru leyti er óbyggt. Svæðið er afar mikilvægt fyrir Hveragerðisbæ vegna nálægðar þess við þéttbýlið en miðbær Hveragerðis stendur í raun á mörkum sveitarfélaganna. Aðkoma akandi að þessu svæði er einnig ógerleg nema í gegnum Hveragerðisbæ auk þess sem íbúar sem þar búa njóta þjónustu Hveragerðisbæjar á flestum sviðum. Breyting í þessa veru myndi styrkja þetta svæði í heild sinni enda tækju mörk sveitarfélaganna þá betur mið af raunverulegu þjónustusvæði íbúa. Einnig er rétt að minna á að allir íbúar í götunni fyrir neðan Sundlaugina Laugaskarð hafa formlega óskað eftir því að fá að tilheyra Hveragerðisbæ enda sækja þeir alla þjónustu þangað.

Einnig er lagt til að óskað verði eftir viðræðum um breytingu á sveitarfélagamörkum í gömlu Kömbunum þannig að lítil spilda sem þar er fái að tilheyra Hveragerðisbæ. Á þessu svæði er ein vinsælasta gönguleið Hvergerðinga, leiðin upp í Skífu. Hvergerðingum þætti vænt um að fá að sjá um þá gönguleið og að hún yrði innan bæjarmarka. Að óska eftir viðræðum um þessi mál er eðlileg leið í samskiptum milli sveitarfélaga og því er full ástæða til að ætla að vel verði tekið í erindið.

8.Fundargerð NOS frá 5. janúar 2021

2101037

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:05.

Getum við bætt efni síðunnar?