Fara í efni

Bæjarráð

664. fundur 01. desember 2016 kl. 08:00 - 09:25 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Garðar R. Árnason
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Innanríkisráðuneytinu frá 15. nóvember 2016.

1611059

Í bréfinu er kynnt úthlutun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til Hveragerðisbæjar árið 2017 vegna nýbúafræðslu í grunnskólanum. Hveragerðisbær fær úthlutað með 20 nýbúum eða kr. 2.600.000.- árið 2017.
Lagt fram til kynningar.

2.Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 28. nóvember 2016.

1611060

Í bréfinu er kynnt að öll gögn sem lögð eru fram á fundum stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga eru birt með fundargerðum á vef sambandsins fimm dögum eftir að fundur er haldinn.
Lagt fram til kynningar.

3.Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 28. nóvember 2016.

1611057

Í bréfinu er boðað til lokaðs trúnaðarfundar fulltrúa sveitarfélaganna á Hilton Hóteli Nordica 1. desember nk til að ræða stöðuna í kjaramálum.
Lagt fram til kynningar en bæjarstjóri mun sækja fundinn fyrir hönd Hveragerðisbæjar.

4.Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 16. nóvember 2016.

1611053

Í bréfinu er kynntar nýjar úthlutunarreglur Námsgagnasjóðs.
Lagt fram til kynningar en skólastjórnendum verði jafnframt kynnt breytt verklag Námsgagnasjóðs.

5.Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 17. nóvember 2016.

1611054

Í bréfinu er kynnt Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning sem haldin verður í Laugardalshöll 16. til 18. mars 2017.
Lagt fram til kynningar.

6.Íþróttafélaginu Hamri frá 22. nóvember 2016.

1611062

Í bréfinu er óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld vegna skoðunar á breyttu fyrirkomulagi við innheimtu æfingagjalda innan Hamars.
Bæjarráð samþykkir að fela menningar- og frístundafulltrúa ásamt bæjarstjóra að ræða við bréfritara um hugmyndirnar.

7.Klúbbnum Stróki frá 21. nóvember 2016.

1611056

Í bréfinu óskar Klúbburinn Strókur eftir styrk frá Hveragerðisbæ.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu en nýlega var ákveðið að styrkja tilsvarandi starfsemi í Hveragerði.

8.Samtökum um kvennaathvarf, ódagsett nóvember 2016.

1611066

Í bréfinu sækir Kvennaathvarfið um rekstrarstyrk frá Hveragerðisbæ fyrir árið 2017.
Við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar er gert ráð fyrir fjárstuðningi kr. 120.000.- til Kvennaathvarfsins.

9.Breikkun Hringvegar - Jarðvegsrannsóknir

1611058

Lagt fram bréf frá Vegagerðinni þar sem rætt er um jarðvegsrannsóknir vegna fyrirhugaðra vegaframkvæmda um land Reykja og Vorsabæjar og rétt Vegagerðarinnar til umferðar og rannsókna á landi á grundvelli 34. gr. vegalaga nr. 80/2007.
Bæjarráð fagnar því að rannsóknir á framkvæmdinni skuli nú vera að hefjast og heimilar starfsmönnum Vegagerðarinnar aðgang á svæðinu til rannsókna enda verði slíkt gert í góðu samráði við skipulags- og byggingafulltrúa.

10.Minnisblað frá bæjarstjóra - Hleðslustöð

1611063

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 29. nóvember 2016 vegna hleðslustöðvar sem Orkusalan hefur fært Hveragerðisbæ að gjöf.
Bæjarráð þakkar Orkusölunni gjöfina og það frumkvæði sem fyrirtækið sýnir með því að gefa öllum sveitarfélögum landsins hleðslustöð fyrir rafbíla.
Bæjarráð telur að stöðin muni nýtast best við Verslunarmiðstöðina Sunnumörk og leggur til að henni verði fundinn staður við húsið að norðanverðu. Bæjarráð felur umhverfisfulltrúa uppsetningu stöðvarinnar í samvinnu við stjórnendur húsfélags Sunnumerkur.

11.Minnisblað frá bæjarstjóra-Þjónustuskilti

1611064

Í minnisblaðinu er fjallað um þá ósk eigenda Gistihúss Íslands að fá að vera með á þjónustuskiltinu sem nýlega var sett upp fyrir ferðaþjónustufyrirtæki í Hveragerði. Gistihús Íslands er staðsett í Ölfusi.
Bæjarráð samþykkir að fyrirtækjum sem staðsett eru milli Hveragerðis og fjalls og sem eingöngu hafa aðgengi í gegnum þéttbýli Hveragerðisbæjar verði heimilt að vera á þjónustuskilti bæjarins gegn 50% hærri greiðslu en fyrirtækjum í Hveragerði stendur til boða. Enda séu slík skilti víkjandi verði eftirspurn fyrirtækja bæjarins meiri og endurgreiðist þá gjaldið hlutfallslega.

12.Leikskóli, Þelamörk 62_Verkfundagerð nr. 2 frá 29. nóvember 2016.

1611065

Fundargerðin samþykkt.

13.Starfshópur um viðræður sameiningar sveitarfélaga

1611049

Lögð fram fundargerð fyrsta fundar starfshóps sem skipaður hefur verið vegna viðræðna um kosti og galla sameiningar sveitarfélaga í Árnessýslu.
Bæjarráð er sammála þeirri aðferðafræði sem stungið eru uppá í fundargerðinni þ.e. sviðsmyndagreiningu á möguleikum Árnessýslu og greiningu á helstu drifkröftum samfélagsins. Greiningin getur nýst öllum sveitarfélögum burtséð frá því hvort að sameiningar verða að veruleika eða ekki.
Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir jafnframt breytingu á fulltrúum í starfshópnum þannig að Unnur Þormóðsdóttir verði fulltrúi í stað Aldísar Hafsteinsdóttur sem verði áheyrnarfulltrúi í hópnum eins og öðrum sveitarstjórum stendur til boða.

14.Aðalfundur SASS frá 21. október 2016.

1611050

Lögð fram fundargerð aðalfundar SASS sem haldinn var á Hótel Jökulsárlóni á Hnappavöllum í Öræfum 20. og 21. október 2016.
Lagt fram til kynningar.

15.Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands frá 21. október 2016.

1611052

Lögð fram fundargerð aðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var á Hótel Jökulsárlóni á Hnappavöllum í Öræfum 21. október 2016.
Lagt fram til kynningar.

16.Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands frá 20. október 2016.

1611051

Lögð fram fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem haldinn var á Hótel Jökulsárlóni á Hnappavöllum í Öræfum 20. október 2016.

17.Fundagerð Fagráðs frá 14. nóv 2016.

1611055

Lögð fram fundargerð Fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga frá 14. nóvember 2016.
Lagt fram til kynningar.

18.Fundargerð Almannavarna Árnessýslu frá 18. nóvember 2016.

1611061

Lögð fram 23. fundargerð Almannavarnanefndar Árnessýslu frá 18. nóvember 2016.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:25.

Getum við bætt efni síðunnar?