Bæjarráð
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 5. nóvember 2020.
2011043
Í bréfinu óskar Umhverfis- og samgöngunefnd eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 39. mál
Lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 11. nóvember 2020.
2011044
Í bréfinu óskar Efnahags- og viðskiptanefnd eftir umsögn til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, 43. mál.
Fulltrúi Okkar Hveragerðis lagði fram eftirfarandi tillögu.
Bæjarráð Hveragerðis styður tillöguna og leggur til að hún verði samþykkt. Það er gífurlega mikilvægt að sveitarfélögum verði gert kleift að halda óbreyttri grunnþjónustu og nauðsynlegt að ríkisvaldið styðji þar við en augljóst er að aðgerðir og viðbótarframlög ríkisins hingað til nægja ekki til að verja velferð almennings og skapa störf.
Njörður Sigurðsson.
Tillagan borin upp og felld með tveimur atkvæðum D-listans sem lagði fram eftirfarandi bókun.
Komið hefur fram að í tengslum við gerð samkomulags vegna laga um opinber fjármál gaf ríkisstjórnin yfirlýsingu um að hún myndi standa með sveitarfélögum á þessum erfiðu tímum. Vel er fylgst með þróun tekna og útgjalda og sérstök nefnd hefur verið skipuð í þeim tilgangi. Gera á úttekt á kostnaðarþróun vegna málefna fatlaðs fólks og einnig á greiðslum til hjúkrunarheimila þannig að nokkuð vel hefur tekist til i samtali ríkis og sveitarfélaga hvað þetta varðar. Aftur á móti er ljóst að enn má gera betur og afar mikilvægt er að sveitarfélögum séu tryggðir traustir og góðir tekjustofnar til að hægt sé að sinna þeim mikilvægu verkefnum sem sveitarfélögum eru falin. Um það hlýtur umræða næstu missera að snúast auk þess sem sérstökum fjármunum þarf að verja til stuðnings við sveitarfélögin í ljósi covid. Það væri ánægjulegt að sjá þverpólitíska samstöðu á Alþingi um að sveitarfélögum yrðu tryggðir auknir tekjustofnar og er þar nærtækast að nefna gistináttagjaldið sem átti að færast til sveitarfélaganna á þessu kjörtímabili samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Nú hyllir undir lok kjörtímabilsins og því hljóta tillögur þar að lútandi að líta dagsins ljós frekar fyrr en seinna.
Friðrik Sigurbjörnsson
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir.
Áheyrnarfulltrúi B-listans lagði fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúi Frjálsra með framsókn styður afgreiðslu og bókun fulltrúa D-listans.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Bæjarráð Hveragerðis styður tillöguna og leggur til að hún verði samþykkt. Það er gífurlega mikilvægt að sveitarfélögum verði gert kleift að halda óbreyttri grunnþjónustu og nauðsynlegt að ríkisvaldið styðji þar við en augljóst er að aðgerðir og viðbótarframlög ríkisins hingað til nægja ekki til að verja velferð almennings og skapa störf.
Njörður Sigurðsson.
Tillagan borin upp og felld með tveimur atkvæðum D-listans sem lagði fram eftirfarandi bókun.
Komið hefur fram að í tengslum við gerð samkomulags vegna laga um opinber fjármál gaf ríkisstjórnin yfirlýsingu um að hún myndi standa með sveitarfélögum á þessum erfiðu tímum. Vel er fylgst með þróun tekna og útgjalda og sérstök nefnd hefur verið skipuð í þeim tilgangi. Gera á úttekt á kostnaðarþróun vegna málefna fatlaðs fólks og einnig á greiðslum til hjúkrunarheimila þannig að nokkuð vel hefur tekist til i samtali ríkis og sveitarfélaga hvað þetta varðar. Aftur á móti er ljóst að enn má gera betur og afar mikilvægt er að sveitarfélögum séu tryggðir traustir og góðir tekjustofnar til að hægt sé að sinna þeim mikilvægu verkefnum sem sveitarfélögum eru falin. Um það hlýtur umræða næstu missera að snúast auk þess sem sérstökum fjármunum þarf að verja til stuðnings við sveitarfélögin í ljósi covid. Það væri ánægjulegt að sjá þverpólitíska samstöðu á Alþingi um að sveitarfélögum yrðu tryggðir auknir tekjustofnar og er þar nærtækast að nefna gistináttagjaldið sem átti að færast til sveitarfélaganna á þessu kjörtímabili samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Nú hyllir undir lok kjörtímabilsins og því hljóta tillögur þar að lútandi að líta dagsins ljós frekar fyrr en seinna.
Friðrik Sigurbjörnsson
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir.
Áheyrnarfulltrúi B-listans lagði fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúi Frjálsra með framsókn styður afgreiðslu og bókun fulltrúa D-listans.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 17. nóvember 2020.
2011056
Í bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun heilstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum, 81.mál.
Lagt fram til kynningar.
4.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 17. nóvember 2020.
2011057
Í bréfinu óskar Umhverfis- og samgöngunefnd eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 (málsmeðferð o.fl.).
Lagt fram til kynningar.
5.Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti frá 6. nóvember 2020.
2011045
Í bréfinu er kynnt að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur framlengt heimild sveitarstjórna til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga, til að tryggja starfshæfi sitt og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga, til 10. mars 2021.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkt verði að bæjarstjórn, bæjarráð og nefndir Hveragerðisbæjar muni áfram nýta sér fjarfundi til að tryggja starfshæfni þegar aðstæður krefjast þess verði framlengd eða til 10. mars 2021. Sem fyrr skuli fundargerðir að loknum fjarfundum verða staðfestar í tölvupósti og svo undirritaðar formlega við næsta tækifæri sem gefst.
6.Bréf frá Úrskurðanefnd umhverfis og auðlindamála frá 11. nóvember 2020.
2011046
Lögð fram kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála frá eiganda fasteignarinnar að Laufskógum 19 vegna grenndarkynningar á byggingu einbýlishúss að Laufskógum 21.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra í samráði við skipulagsfulltrúa og lögmann bæjarins að svara erindinu.
7.Bréf frá Skipulagsstofnun frá 13. nóvember 2020.
2011048
Í bréfinu er óskað eftir umsögn um tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026.
Lagt fram til kynningar.
8.Bréf frá Stígamótum frá 9. nóvember 2020.
2011041
Í bréfinu óskar Stígamót eftir fjárstuðningi fyrir árið 2021.
Í tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 er áætlaður styrkur til Stígamóta að fjárhæð kr. 120.000.-
9.Bréf frá Sjóðnum góða frá nóvember 2020.
2011040
Í bréfinu óskar Sjóðurinn góði, sem er samstarfsverkefni félagasamtaka í Árnessýslu eftir fjárframlagi.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að Sjóðurinn góði verði styrktur um 100.000,-
10.Minnisblað frá bæjarstjóra vegna vetrarbrautar í Hveragerði.
2011042
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 13. nóvember 2020 vegna óska Icebikeadventures ehf um samstarf við Hveragerðisbæ um "Sporið- vetrarstíg" í Hveragerði.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Icebikeadventures ehf um að hanna, leggja, kynna og sjá um Vetrarstíg í Hveragerði í janúar til mars 2021. Bæjarráð heimilar að stígurinn verði troðinn í allt að 12 skipti á tímabilinu. Með tilkomu sérstakrar brautar á skógræktarsvæðinu inní Dal verður til alveg nýr möguleiki á iðkun fjölbreyttar útivistar yfir vetrarmánuðina. Með samstarfi við Icebikeadventures ehf mun þessi möguleiki hljóta góða kynningu og vonandi verða til þess að fleiri en Hvergerðingar fái notið svæðisins.
11.Minnisblað frá bæjarstjóra vegna styttingu vinnuvikunnar.
2011058
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 17. nóvember vegna styttingar vinnuvikunnar.
Bæjarráð samþykkir að skrifstofustjóri og launafulltrúi verði tengiliðir vinnustaða bæjarins við bæjarstjórn. Til þeirra geta vinnutímanefndir leitað varðandi mögulegar útfærslur á styttingu og eftir frekari upplýsingum varðandi verkefnið. Til þeirra skal einnig skilað tillögum að styttingu vinnuvikunnar á hverjum stað. Tillögunum er síðan safnað saman og þær samþykktar í einu lagi á fundi bæjarstjórnar í desember.
Bæjarráð vill í þessu sambandi árétta að engar tillögur um styttingu mega leiða til þess að kostnaður aukist eða þjónusta við bæjarbúa skerðist.
Bæjarráð hvetur starfsmenn til að hafa í huga að afsali þeir sér neysluhléum þarf að gera ítarlega grein fyrir hvernig þjónusta verði áfram óskert á viðkomandi stofnun og að kostnaður muni ekki aukast.
Bæjarráð vill í þessu sambandi árétta að engar tillögur um styttingu mega leiða til þess að kostnaður aukist eða þjónusta við bæjarbúa skerðist.
Bæjarráð hvetur starfsmenn til að hafa í huga að afsali þeir sér neysluhléum þarf að gera ítarlega grein fyrir hvernig þjónusta verði áfram óskert á viðkomandi stofnun og að kostnaður muni ekki aukast.
12.Verkfundargerð frá 10. október 2020 - Grunnskólinn í Hveragerði.
2011053
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
13.Verkfundargerð frá 12. nóvember 2020 - Sundlaugin í Laugaskarði.
2011054
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
14.Fundargerð aðalfundar NOS frá 22. október 2020
2011047
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
15.Fundargerð stjórnar SASS frá 28. október 2020.
2011049
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
16.Fundargerð stjórnar SASS frá 6. nóvember 2020.
2011050
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
17.Fundargerð Almannavarna Árnessýslu frá 6. nóvember 2020.
2011051
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
18.Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 13. nóvember 2020
2011052
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
19.Fundur lögreglustjóra með bæjar- og sveitarstjórum frá 10. nóvember 2020.
2011055
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:50.
Getum við bætt efni síðunnar?