Fara í efni

Bæjarráð

621. fundur 05. febrúar 2015 kl. 08:00 - 08:56 Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Njörður Sigurðsson
Starfsmenn
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Helga Kristjánsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir Skrifstofustjóri

Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Í upphafi fundar lagði formaður fram dagskrárbreytingartillögu þannig að við bætist liður 2.3 lóðarumsókn Dalsbrún 2-8. Dagskrárbreytingartillagan samþykkt samhljóða.

Eftirfarandi fært til bókar:

1. Bréf sem borist hafa frá:
1.1. Mennta- og menningarmálaráðuneytinu frá 26. janúar 2015.
Í bréfinu er rætt um rannsókn sem ráðuneytið lét gera á högum, líðan og aðstæðum barna og ungmenna hér á landi Ungt fólk 2014.

Lagt fram til kynningar.

1.2. Samstarfshópi um sunnlenska skóladaginn 2016 frá 13. janúar 2015.
Í bréfinu er kynntur sunnlenski skóladagurinn 2016 sem verður haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurlands miðvikudaginn 27. apríl 2016.

Lagt fram til kynningar.

1.3. Viðlagatryggingu Íslands frá 16. janúar 2015.
Í bréfinu er rætt um mannvirki sem skylt er að vátryggja hjá Viðlagatryggingu Íslands.

Vatnsveita og fráveita Hveragerðis er tryggð hjá Viðlagatryggingu Íslands. Skipulags- og byggingafulltrúa er falið að koma umbeðnum upplýsingum til Viðlagatryggingar.

1.4. Ómari Smára Kristinssyni, ódagsett.
Í bréfinu óskar bréfritari eftir styrk frá Hveragerðisbæ til að skrifa bók um hjólaleiðir í Árnessýslu.

Því miður sér bæjarráð sér ekki fært um að verða við erindinu.

1.5. Náttúran er ehf. frá 2. febrúar 2015.
Í bréfinu er óskað eftir samstarfi við Hveragerðisbæ um rekstur og þróun Endurvinnslukortsins.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfisnefndar til frekari umfjöllunar.

1.6. Löggarði frá 22. janúar 2015.

Í bréfinu er vísað í álit umboðsmanns Alþingis nr. 7889/2015 og sett fram krafa um skaða- og miskabætur til Aðalbjargar Katrínar Óskarsdóttur vegna ráðningar í stöðu deildarstjóra sérkennslu við Grunnskólann í Hveragerði.

Bæjarráð samþykkir að fela lögmanni bæjarins að ræða við lögmann Aðalbjargar vegna málsins.

2. Tæknileg málefni:

2.1. Ályktun frá bæjarráði Hveragerðisbæjar um tvöföldun Suðurlandsvegar.

Bæjarráð lagði fram eftirfarandi ályktun vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar:

Bæjarráð Hveragerðisbæjar beinir því til samgöngunefndar Alþingis að tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss verði sett í skilyrðislausan forgang við gerð samgönguáætlunar til næstu fjögurra ára.

Vegurinn milli Hveragerðis og Selfoss er afar fjölfarinn og talinn einn af þeim hættulegustu á landinu. Ennfremur er fjöldi innkeyrslna beint inn á veginn sem skapa mikla hættu eins og dæmin hafa ítrekað sýnt. Í ljósi þessa hvetur bæjarráð þingmenn til að beita sér af alefli fyrir þeim nauðsynlegu úrbótum sem þarna eru svo brýnar.

Ályktunin samþykkt samhljóða og bæjarstjóra falið að koma henni á framfæri við hlutaðeigandi aðila.

2.2. Tillaga frá bæjarráði Hveragerðisbæjar - heimsóknarboð.

Bæjarráð lagði fram eftirfarandi tillögu.

Bæjarráð Hveragerðisbæjar samþykkir að bjóða bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss til fundar þar sem þeim yrðu kynntar stofnanir og innviðir Hveragerðisbæjar. Sérstaklega verður skoðuð sameiginleg starfsemi sveitarfélaganna svo sem grunnskóli og leikskólar.

Bæjarráð leggur áherslu á að fundurinn verði haldinn fyrir skoðanakönnun Ölfusinga þar sem kanna á hug íbúa sveitarfélagsins til sameiningar þessara tveggja sveitarfélaga.

Tillagan samþykkt samhljóða.

2.3. Lóðarumsókn Dalsbrún 2-8 .

Sigurbjörn Grétar Ragnarsson sækir um lóðina Dalsbrún 2-8.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Sigurbirni Grétari Ragnarssyni lóðinni Dalsbrún 2-8 samkvæmt þeim reglum sem gilda um úthlutun lóða enda skili hann áður nauðsynlegum gögnum til skipulags- og byggingafulltrúa í Hveragerði.

3. Fundargerðir til kynningar:

3.1. tjórnar þjónustusvæðis um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi frá 27. janúar 2015..
3.2. Stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands bs. frá 26. janúar 2015.
3.3. Sambandi sunnlenskra sveitarfélaga frá 16. janúar 2015.

Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Getum við bætt efni síðunnar?