Fara í efni

Bæjarráð

662. fundur 03. nóvember 2016 kl. 08:00 - 08:22 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Garðar R. Árnason
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Innanríkisráðuneytinu frá 27. október 2016.

1610048

Í bréfinu eru upplýsingar um greiðslur ráðuneytisins til sveitarfélaga vegna kosninga til Alþingis 2016.
Lagt fram til kynningar.

2.Þjóðskrá Íslands frá 26. október 2016.

1610049

Í bréfinu er kynnt að búið er að gefa út skýrslu um fasteignamat 2017.
Lagt fram til kynningar.

3.Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 21. október 2016.

1611005

Í bréfinu er rætt um reglur sem sveitarfélög þurfa að setja um húsnæðismál og stöðuna í vinnu velferðarráðuneytisins við leiðbeiningar vegna þess.
Bæjarráð samþykkir að forstöðumanni Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings verði falið að vinna reglurnar sem væntanlega myndu gilda fyrir öll sveitarfélög á starfssvæði þjónustunnar. Reglurnar verði lagðar fyrir bæjarstjórn til endanlegrar samþykktar þegar þær verða tilbúnar.

4.Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 28. október 2016.

1610050

Í bréfinu er rætt um undanþágur frá íbúafjölda þjónustusvæða í málaflokki fatlaðs fólks.
Lagt fram til kynningar.

5.Skátamóti ehf. frá 5. október 2016.

1611007

Í bréfinu er kynnt heimsmót skáta sem haldið verður á Íslandi sumarið 2017. Áætlað er að hluti mótsgesta muni dvelja í Hveragerði í daganna 26.-29. júlí.
Óskað er eftir stuðningi bæjarfélagsins.
Lagt fram til kynningar en bæjarstjóri hefur fundað með félagsforingja Skátafélagsins Stróks vegna þessa. Í kjölfarið var ákveðið að hitta mótshaldara til að ræða nánar tilhögun og kostnað bæjarfélagsins vegna mótsins.

6.Sýslumanninum á Suðurlandi frá 21. október 2016.

1610044

Í bréfinu er óskað eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna tækifærisleyfis frá Skátamóti ehf um tjaldsamkomu.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir um veitingu leyfisins.

7.Embætti landlæknis frá 27. október 2016.

1611003

Í bréfinu er kynnt að Embætti landlæknis mun nú á haustmánuðum bjóða upp á vinnustofur um heilsueflandi samfélag. Boðið er upp á slíka vinnustofu á Suðurlandi föstudaginn 11. nóvember.
Bæjarráð fagnar frumkvæði Embættis landlæknis og tilnefnir menningar-og frístundafulltrúa sem tengilið við verkefnið.

8.Uppbyggingarsjóði Suðurlands frá 26. október 2016.

1611004

Í bréfinu er rætt um Ráðstefnu ungmennaráða á Suðurlandi sem haldin var dagana 28.-29. september s.l.
Jafnframt eru kynntar úthlutunarreglur úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Menningar og frístundafulltrúa falið að kynna reglurnar fyrir ungmennaráði.

9.Lóðarumsókn Austurmörk 6

1610043

Gunnar Einarsson kt. 020550-2369 sækir um lóðina Austurmörk 6.
Þann 19. nóvember 2015 var Viktori Sveinssyni úthlutað lóðinni Austurmörk 6,8 og 10 til byggingar húss undir safn um íslenska hestinn. Þrátt fyrir að frestir sem gefnir hafa verið til að hefja byggingarframkvæmdir séu liðnir hefur lóðarúthlutunin ekki verið formlega afturkölluð. Í ljósi þessa samþykkir bæjarráð að gefa Viktori frest til 17. nóvemer til að sýna með traustum hætti fram á að framkvæmdir muni hefjast á lóðinni.

Afgreiðslu umsóknar Gunnars Einarssonar um lóðina er frestað.

10.Opnun tilboða í verkið "Smíði glugga í Mjólkurbúið".

1611002

Miðvikudaginn 19. október voru opnuð tilboð í verkið "Smíði glugga í Mjólkurbúið".
Alls bárust 3 tilboð í verkið:

Stígandi ehf 8.398.638.-
Trésmiðja Jóns Gíslasonar 6.998.080.-
Gluggaiðjan Ölfusi 6.939.467.-

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðenda Gluggaiðjan Ölfusi.

11.Tillaga að viðauka Bókasafnið 24.10.2016

1611001

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun frá bókasafninu vegna launa að upphæð kr. 2.600.000.-
Bæjarráð samþykkir viðauka upp á kr. 2.600.000.- Upphæðin færist af bókhaldslykli 21-01-9970-1 til síðari ráðstöfunar v/ kjarasamninga.

12.Minnisblað frá bæjarstjóra - Starfsmannamál á leikskólanum Undralandi

1611006

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 1. nóvember 2016 vegna starfsmannamála á Leikskólanum Undralandi.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa nú þegar eftir leikskólastjóra við Leikskólann Undraland í tímabundna stöðu vegna veikinda.

13.249. fundur Sorpstöðvar Suðurlands frá 19.10.2016

1610047

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:22.

Getum við bætt efni síðunnar?