Fara í efni

Bæjarráð

744. fundur 16. júlí 2020 kl. 08:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Garðar R. Árnason áheyrnarfulltrúi
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun frá 30. júní 2020.

2007002

Í bréfinu er tilkynnt að Bjarg íbúðafélag hses hefur fengið úthlutað stofnframlagi á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 til byggingar 10 íbúða við Langahraun 28-36 og 38-46 í Hveragerði.
Bæjarráð fagnar þessari niðurstöðu HMS og telur að tilkoma 10 almennra leiguíbúða í raðhúsum í Hveragerði muni verða til mikils framdráttar fyrir íbúðamarkað bæjarfélagsins. Hveragerðisbær hefur þegar samþykkt stofnframlag fyrir sitt leyti til byggingar íbúðanna og þakkar Bjargi íbúðafélagi fyrir áhugann og drifkraftinn í þessu verkefni.

Nú fer í gang hönnunarferli og í kjölfarið val á verktaka en stefnt er að því að framkvæmdir við húsin geti hafist í mars 2021.

2.Bréf frá Þjóðskrá Íslands frá 29. júní 2020.

2007003

Í bréfinu er kynnt fasteignamat fyrir árið 2021.
Meðaltalshækkun fasteignamats á landinu öllu er 2,1%. Í Hveragerði hækkar fasteignamatið að meðaltali um 4,6% á milli áranna 2020 og 2021 og endurspeglar sú hækkun verðhækkanir eigna í bæjarfélaginu undanfarið ár. Vinsældir Hveragerðis til búsetu eru miklar sem aftur hefur þau áhrif að verð hefur hækkað verulega á húseignum að undanförnu. Meðalverð pr. m2 á sérbýli í Hveragerði er 305.000,- og í fjölbýli 367.000,-, sem er með hæsta fermetraverði utan höfuðborgarsvæðisins. Mikilvægt er að áfram verði haldið við úthlutun lóða og að uppbygging þjónustu haldi í við fjölgun íbúa eins og stefnan hefur verið.

3.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 28. janúar 2020.

2007008

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Örkin Veitingar ehf til sölu gistingar í flokki IV Gististaður með áfengisveitingum að Breiðumörk 1C(fnr.221-0055).
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi verði veitt fyrir gististað með áfengisveitingum að Breiðumörk 1C, fastanúmer 221-0055.

4.Bréf frá Hjalta Árnasyni, ódagsett.

2007010

Í bréfinu óskar Hjalti Árnason eftir styrk frá Hveragerðisbæ að upphæð kr. 150.000.- vegna keppni hjá Félagi íslenskra aflraunamanna.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu.

5.Opnun tilboða - útboð Vorsabær - júní 2020.

2007007

Opnun tilboða í verkið Vorsabær 2020 fór fram miðvikudaginn 8. júlí 2020. Alls bárust 3 tilboð í verkið.

Arnon ehf kr. 51.493.050.-
Aðalleið ehf kr. 51.609.590.-
Smávélar ehf kr. 48.407.140.-

Kostnaðaráætlun Eflu kr. 53.920.250.-
Bæjarráð samþykkir að taka lægsta tilboði frá Smávélum ehf enda uppfylli bjóðandi öll skilyrði útboðsgagna.

6.Samningur um uppbyggingu og framkvæmdir í Hlíðarhaga, L171601.

2007011

Lagður fram samningur milli Hveragerðisbæjar og Borgartúns ehf vegna uppbyggingar og framkvæmda í Hlíðarhaga.
Samningurinn samþykktur samhljóða en með honum er Hveragerðisbæ tryggt framlag til tengingar hverfisins við veitur og annars frágangs en lóðarhafi mun sjá um allar framkvæmdir innan hverfis á sinn kostnað. Í Hlíðarhaga sem er fallegur útsýnisstaður gerir deiliskipulag ráð fyrir 27 íbúðum sem eiga eftir að bætast við fjölbreytta flóru þeirra íbúðakosta sem nú eru í farvatninu í bæjarfélaginu.

7.Minnisblað frá bæjarstjóra um smáhýsi, girðingar og skjólveggi.

2007009

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 14. júlí 2020 vegna reglna um smáhýsi, girðingar og skjólvegggi.
Bæjarráð samþykkir reglurnar sem eru hugsaðar til einföldunar á afgreiðslum mála. Þrátt fyrir þær undantekningar sem hér eru lagðar til er meginreglan eftir sem áður að ákvæði byggingareglugerðar gilda um alla skjólveggi, girðingar og smáhýsi í Hveragerði nema ákvæði deiliskipulags segi til um annað.

8.Minnisblað frá bæjarstjóra um útboð ræstinga.

2007012

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 14. júlí 2020 vegna útboðs á ræstingum í stofnunum bæjarins.
Bæjarráð samþykkir að samið verði við Hreint ehf um ræstingar í grunnskólanum þar til heildarútboði ræstinga hjá bæjarfélaginu er lokið og nýir aðilar eru tilbúnir til að taka við verkinu.

9.Verkfundagerð - Grunnskólinn í Hveragerði, stækkun áfangi 2 frá 7. júlí 2020.

2007006

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

10.Fundargerð frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga frá 29. júní 2020.

2007001

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð stjórnar Bergrisans frá 24. júní 2020.

2007004

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerð stjórnar Bergrisans frá 6. júlí 2020.

2007005

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?