Fara í efni

Bæjarráð

660. fundur 06. október 2016 kl. 08:00 - 10:10 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Garðar R. Árnason
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Þjóðskrá frá 26. september 2016.

1610007

Í bréfinu eru upplýsingar um meðferð kjörskrárstofna vegna Alþingiskosninga 29. október 2016.
Með bréfinu fylgdu þrjú eintök af kjörskrárstofni fyrir Hveragerðisbæ. Á kjörskrá eru 1.988.
Kjörskrárstofninn samþykktur samhljóða. Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga þann 29. október nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

2.Brunabótafélagi Íslands frá 27. september 2016.

1609051

Í bréfinu er kynnt ágóðahlutagreiðsla fyrir árið 2016. Hveragerðisbær fær kr. 593.500.- í ágóðahlutagreiðslu.
Lagt fram til kynningar.

3."Leiðin út á þjóðveg" frá 3. október 2016.

1610006

Í bréfinu er kynntur nýstofnaður hópur í Hveragerði sem vinnur að bættu geðheilbrigði. Í bréfinu er óskað eftir að bæjarstjóri setji málþing sem til stendur að halda þann 25. nóvember n.k. og að fulltrúar bæjarins sem tök hafa á sitji þingið. Eins er óskað eftir framlagi frá Hveragerðisbæ til að fjármagna fyrirlesara og starfsemi hópsins.
Bæjarráð samþykkir að styrkja hópinn um kr. 100.000,-. Bæjarstjóri og bæjarfulltrúar sem tök hafa á munu taka þátt í málþinginu. Einnig munu starfsmenn félagsþjónustu verða upplýstir um málþingið.

4.Dalakaffi, frá 20. september 2016.

1609052

Í bréfinu er óskað eftir áframhaldandi stöðuleyfi fyrir söluskálann Dalakaffi við bílastæðið í Ölfusdal.
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins til næsta fundar.

5.Samningar vegna endurbóta á sundlauginni Laugaskarði.

1610003

Lagðir fram verksamningar við Arkibúlluna og Verkís vegna hönnunar á endurbótum við Sundlaugina Laugaskarði.
Samningarnir samþykktir og bæjarstjóra falið að undirrita þá.

6.Minnisblað, deiliskipulag Eden svæði.

1610009

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 3. október 2016 vegna deiliskipulags á "Eden svæðinu".
Bæjarráð samþykkir að semja við ASK arkitekta um deiliskipulag svæðisins og verði deiliskipulagið unnið samhliða endurskoðun aðalskipulags sem nú er í gangi.

7.Minnisblað, tjaldsvæði - samningur.

1610008

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 4. október 2016 vegna samnings um tjaldsvæðin.
Bæjarráð samþykkir að veita leigutaka 10% afslátt af leigusamningi ársins 2016 og 2017 þar sem tjaldsvæðið á Árhólmum var ekki í notkun í sumar og búið er að úthluta lóðunum til annarra aðil.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að framlengja samninginn miðað við breyttar forsendur í Dalnum.

8.Leikskólinn Þelamörk 62 opnun tilboða 4. október 2016

1610010

Tilboð voru opnuð í verkið Leikskóli Þelamörk 62 þriðjudaginn 4. október s.l. Alls bárust þrjú tilboð í verkið.

Íslenskir Aðalverktakar hf 694.299.246.-
JÁ verk ehf 583.734.861.-
Gísli Jón Höskuldsson 583.055.826.-

Kostnaðaráætlun ASK arkitekta 512.799.910.-
Lagt fram til kynningar en verkfræðistofa vinnur nú að yfirferð tilboðanna og mati á hagkvæmni þeirra. Niðurstaða þeirrar vinnu mun liggja fyrir bæjarstjórnarfundi í næstu viku.

9.Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun frá Velferðasviði.

1610001

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun frá Velferðasviði Hveragerðisbæjar.
02-31 Barnavernd hækki um kr. 4.375.000.-
02-17 Tilsjón hækki um 850.000.-
02-11 Fjárhagsaðstoð lækki um kr. 3.500.000.-

Heildar breyting kr. 1.725.000.-
Bæjarráð samþykkir viðaukann.
1.725.000.- fari af lið 21-01-9990-1 Til síðari ráðstöfunar.

10.Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun frá leikskólanum Undralandi.

1609053

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun frá leikskólanum Undralandi vegna veikinda og aukins fjölda stuðningsbarna að upphæð kr. 6.000.000.-
Bæjarráð samþykkir viðaukann. 6.000.000.- fari af lið 21-01-9970-1 Óráðstafað vegna kjarasamninga.

11.Viðauki við fjárhagsáætlun vegna Brunavarna Árnessýslu 2016.

1609045

Lögð fram beiðni um viðauka á fjárhagsáætlun frá Brunavörnum Árnessýslu vegna hækkunar á kjarasamningum og vegna starfslokasamnings að upphæð kr. 3.134.000.-
Bæjarráð samþykkir viðaukann.
3.134.000.- fari af lið 21-01-9970-1 Til síðari ráðstöfunar vegna kjarasamninga.

12.Álfafell_kauptilboð.

1609046

Lagt fram kauptilboð í Pökkunarhús við Álfafell á krónur 13 milljónir en bæjarstjóri hefur undirritað kauptilboðið með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.

13.Minnisblað, kaup á rafknúnu vinnutæki fyrir Hamarshöll og íþróttavöll.

1610011

Lagt fram minnisblað frá menningar- og frístundafulltrúa frá 3. október 2016 vegna kaupa á rafknúnu vinnutæki fyrir Hamarshöll og íþróttavöll.
Lagt fram til kynningar en fjárfestingin rúmast innan fjárhagsáætlunar.

14.Capacent Gallup, ódagsett.

1610005

Lagt fram bréf frá Capacent Gallup þar sem þeir kynna könnun á viðhorfum íbúa.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í viðhorfskönnun Capacent Gallup sem mælir viðhorf íbúa til þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins.
Keyptar verða sömu spurningar og síðast til að ná fram samanburði á milli tímabilanna. Kostnaður er kr. 223.500,-

15.Rekstraryfirlit Hveragerðisbæjar janúar til ágúst 2016

1610012

lagt fram rekstraryfirlit fyrir Hveragerðisbæ fyrir tímabilið janúar til ágúst 2016.
Lagt fram til kynningar.

16.3. Verkfundur - Leikskóli Þelamörk 62.

1609036

Fundargerðin samþykkt.

17.247. fundur Sorpstöðvar Suðurlands frá 6. september 2016.

1609039

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.248. fundur Sorpstöðvar Suðurlands frá 28. sept 2016.

1610004

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Fundargerð stj. BÁ frá 20.september 2016.

1609037

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Fundargerð stj. BÁ frá 28. september 2016.

1609047

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.Fagráð Tónlistarskóla Árnesinga frá 21. september 2016.

1609038

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

22.Fundargerð fagráðs Listasafns Árnesinga 19. febrúar 2016.

1609042

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

23.Fundargerð stjórnar Listasafns Árnesinga 18. apríl 2016.

1609044

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

24.Fundargerð stjórnar Listasafns Árnesinga 23. september 2016.

1609043

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Getum við bætt efni síðunnar?